Færslur

Sýnir færslur frá maí 23, 2004
Ó, ég þakka hlý orð í minn garð. Ég er sein til svars þar sem ég, fátæki kennarinn, brá mér út fyrir landsteinana. Fór auðvitað með Iceland Express og lagði á mig 12 tíma ferðalag til að hafa þetta sem ódýrast. Litla frænka er að fermast í Svíþjóð svo við kerlingarnar ákváðum að bregða undir okkur betri fætinum. Ég ákvað að byrja ,,aftur" að blogga þar sem kjarabaráttan er alveg að fara með mig. Eftir að hafa unnið brjálaða yfirvinnu í allan vetur en fá alltaf sama brandarablaðið heim til mín mánaðarlega þá er maður orðinn dálítið pirraður. Grunnskólakennarar sömdu mjög illa af sér síðast og við vitum það öll. En auðvitað er það hægara sagt en gert að fá aftur það sem er búið að semja af sér. Launanefnd sveitafélaganna hlær líka bara upp í opið geðið á okkur núna. Hún leyfir sér að bjóða okkur upp á ,,hámarkslaun", einu stéttinni í öllu landinu. Allir aðrir semja um lágmarkslaun. Þá dirfist hún líka að fara fram á að sveitafélögin fái að fara með puttana í endurmenntunars
Bætti Danna frænda á linkalistann. Hann er náttúrulega í fyrsta lagi frændi minn og svo í öðru lagi kennari. Spurning að maður fari að bæta aftur fleira frændfólki við. Hmmm....