Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 9, 2015

Reikningskúnstir

Mynd
Það er ýmislegt sem konu langar. Mig langar t.d. til að gerast áskrifandi að Spotify Premium , bæði vegna þess að ég hef gaman að tónlist og mér þykir eðlilegt að listamenn fái laun fyrir vinnu sína. Það kostar hins vegar 9,99 evrur á mánuði eða 1.462,64 krónur sem gerir 17.552,- á ári. Mér finnst það fullmikið og læt það því ekki eftir mér. Mig langar líka að geta búið til teiknimyndir fyrir vinnuna mína og börnin en bestu græjurnar á netinu krefjast áskriftar.   Það er sem sagt ýmislegt sem ég leyfi mér ekki. Fjölskyldan sagði t.d. upp áskriftinni að Stöð 2 þegar hún fór upp í 8 þúsund krónur á mánuði. (96 þús. á ári.) Ég er samt áskrifandi að ýmsu, hvort sem mér líkar það betur eða verr,   sem þátttakandi í samfélagi eins og t.d. heilbrigðisþjónustu og samgöngum Sem íbúi í sveitarfélagi er ég áskrifandi að ýmsu öðru eins og t.d. menntun fyrir börnin mín og sveitarstjóra. Þann 4. sl. birti fréttamiðillinn 641.is lista yfir 10 tekjuhæstu einstaklinga Þingeyjarsv