Það er ýmislegt sem konu langar.
Mig langar t.d. til að gerast áskrifandi að Spotify Premium, bæði vegna þess að
ég hef gaman að tónlist og mér þykir eðlilegt að listamenn fái laun fyrir
vinnu sína. Það kostar hins vegar 9,99 evrur á mánuði eða 1.462,64 krónur sem gerir 17.552,- á ári. Mér finnst það
fullmikið og læt það því ekki eftir mér.
Það má vel vera að sveitarstjórar séu með þessi laun. Ég veit það ekki þar sem ég finn það ekki í fljótheitum á netinu. Þá veit ég ekki almennilega hvað Samband íslenskra sveitarfélaga kallar „framkvæmdastjóra“ í Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2014 en þar kemur þó fram að aðeins eitt sveitarfélag með íbúa á bilinu 500-999 greiðir sveitarstjóra sínum laun á milli 1.100-1.199 þús.kr. á mánuði. Þar sem ýmis sporslur og fríðindi eru ekki inni í hreinum launum þá segir þetta okkur ekki endilega að þetta sé okkar sveitarstjóri en þetta gefur þó alla vega einhverja hugmynd.
Mig langar líka að geta búið til
teiknimyndir fyrir vinnuna mína og börnin en bestu græjurnar á netinu
krefjast áskriftar.
Það er sem sagt ýmislegt sem ég
leyfi mér ekki. Fjölskyldan sagði t.d. upp áskriftinni að Stöð 2 þegar hún fór
upp í 8 þúsund krónur á mánuði. (96 þús. á ári.)
Ég er samt áskrifandi að ýmsu,
hvort sem mér líkar það betur eða verr, sem þátttakandi í samfélagi eins og t.d.
heilbrigðisþjónustu og samgöngum
Sem íbúi í sveitarfélagi er ég
áskrifandi að ýmsu öðru eins og t.d. menntun fyrir börnin mín og sveitarstjóra.
Þann 4. sl. birti fréttamiðillinn
641.is lista yfir 10 tekjuhæstu einstaklinga
Þingeyjarsveitar. Sveitarstjórinn trónir þar í efsta
sæti með 1.353.344 kr. í mánaðarlaun. (Rúmar 16 milljónir á ári.)
Jahá, ansi þykir mér vel í lagt.
Ekki svo að skilja að mér þyki
þessi einstaklingur ekki að þessum launum kominn, það er alls ekki málið. Og
mér finnst satt best að segja ferlega vont að vera að gagnrýna há laun hjá
konu. Hins vegar er ég ekki alveg viss um að embættið sem slíkt sé að þessum launum
komið. Ég er reyndar alls ekki viss um að embættið þurfi að vera fullt starf né sé yfir höfuð nauðsynlegt en
það er önnur saga.
Það má vel vera að sveitarstjórar séu með þessi laun. Ég veit það ekki þar sem ég finn það ekki í fljótheitum á netinu. Þá veit ég ekki almennilega hvað Samband íslenskra sveitarfélaga kallar „framkvæmdastjóra“ í Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2014 en þar kemur þó fram að aðeins eitt sveitarfélag með íbúa á bilinu 500-999 greiðir sveitarstjóra sínum laun á milli 1.100-1.199 þús.kr. á mánuði. Þar sem ýmis sporslur og fríðindi eru ekki inni í hreinum launum þá segir þetta okkur ekki endilega að þetta sé okkar sveitarstjóri en þetta gefur þó alla vega einhverja hugmynd.
Þá fann ég frétt frá 2012
þar sem segir að Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur sé með 1,2
milljón í laun á mánuði. Aftur komum við að sporslum en þetta gefur hugmynd. Örlítill umsvifamunur, myndi ég halda.
Ástæða þess að mér þykir þetta
ansi vel í lagt er helst hversu fámennt sveitarfélagið okkar er. Skv. Hagstofu
Íslands voru í janúar 949 íbúar í Þingeyjarsveit.
Hagstofan |
Ég reiknaði út laun og launatengd
gjöld á reiknivélinni hjá payroll.is. Skv. henni er heildarkostnaður launagreiðenda
1.572.986,- kr. á mánuði (tæpar 20 milljónir á ári) vegna sveitarstjórans. Aftur vil ég taka fram að ég
veit ekki hver „launin“ eru nákvæmlega og hvað eru sporslur eins og t.d. fyrir
fundarsetu, ökustyrkur, símastyrkur o.s.frv. einu upplýsingarnar sem ég hef eru
frá 641.is svo ég verð að vinna út frá þeim.
Að þessum fyrirvara gefnum þá er
hvert einasta mannsbarn í Þingeyjarsveit að greiða 1.658,-kr. á mánuði (tæpar 20 þús. á ári) í laun
sveitarstjórans. Það er meira en mánaðargjaldið að Spotify Premium. Fyrir
fjögurra manna fjölskyldu (mína) eru þetta 6.630,- kr. á mánuði. (Tæplega 80 þús. á ári.) Það slagar nú
hátt í áskriftina að Stöð 2.
Ef við reiknum bara 16 ára og eldri
þá eru þeir 769. Þá er hver að borga rúmar tvö þúsund krónur á mánuði.
Í þriðja sæti listans er svo
oddviti sveitarstjórnar með 1.158.202 kr. á mánuði. Hann er vissulega í annarri
vinnu svo nú hef ég bara uppi hreinar getgátur en við skulum halda að hin
vinnan borgi honum 600 þús. á mánuði. Þá eru eftir 558 þús. Við skulum halda að
helmingurinn af því sé fyrir aðra vinnu, eins t.d. leikstjórn og slíkt. Þá
standa eftir 280 þús. sem koma frá sveitarfélaginu á mánuði. Reiknivélin á
payroll segir að það sé heildarkostnaður upp á 325.443 kr. Í hverjum mánuði
fara 1.898 milljón til æðstu embættismanna sveitarfélagsins. (Tæplega 23 milljónir á ári.) Sveitarfélags sem
telur 949 hræður. Láglaunahræður, því þessi listi segir okkur líka að meðallaun
Þingeyjarsveitunga eru sorglega lág. Að vísu þykir mér skrýtið að eigendur laxáa
séu ekki á listanum en ég voga mér ekki að geta þess til hvað valdi.
Það hefði verið fróðlegt ef
641.is hefði unnið framhaldsfrétt um málið og t.d. beðið um upplýsingar um laun
og aðrar greiðslur, s.s. styrki, til
sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna skv. upplýsingalögunum góðu. Persónulega nenni
ég ekki að standa í því. Það eru takmörk fyrir úthaldinu sem ein kerling hefur,
þótt erfið sé.
Þá gæti sveitarstjórnin líka bara
upplýst um það af sjálfsdáðum, svona til að sýna gegnsæi í stjórnsýslunni.
Góðar stundir.