Færslur

Sýnir færslur frá október 26, 2014

Brotin loforð alls staðar

Af því að ég var upptekin við annað í gær þá ákvað ég að nota tækisfærið og heyra í tveimur lögfræðingum. Ég setti þá inn í forsögu málsins og las svo þennan kafla úr bréfi oddvitans fyrir þá: Gengið er út frá því að þrátt fyrir að könnunin nái til allra kjörgengra íbúa sveitarfélagsins þá verði skilgreint hvert viðhorfið er á skólasvæði Þingeyjarskóla eins og stefnt var að með íbúakosningunni. Það var alltaf megin markmið að leita eftir sjónarmiðum íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla og verður það gert með þessum hætti. Ég talaði við þá í sitthvoru lagi en fyrstu viðbrögð beggja voru stutt þögn og svo: ,,Jáhá." Þeir voru sammála um að þetta bryti svo sem ekki í bága við neinn lagabókstaf en væri á pólitískt gráu svæði. Annar komst svo skemmtilega að orði: ,,Þessi túlkun ber vott um talsverða hugmyndaauðgi hjá meirihlutanum." Hinn benti mér á að það væri hægt og vel þess virði að senda kvörtun til innanríkisráðuneytisins. Þar sem ég er mjög upptekin við að hugsa ekki

Stofnun Stórutjarnasveitar

Mynd
Æi, já. Ég ætlaði ekki að hugsa né skrifa meira um sveitarstjórnarmál í Þingeyjarsveit svo ég ætla að telja mér trú um að ég sé að skrifa um málefni sveitarfélagsins núna. Mjög sannfærandi, er það ekki? Nei...? Hvað um það. Það eru stór mál í gangi. Skýrslur um Þingeyjarskóla,  bréf frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga og ljósleiðari. Samkvæmt bréfi frá sveitarstjóra er þetta ekki jafnslæmt og upphaflega var sagt frá og sýnist mér á öllu að það sé rétt. Hvort fjármál sveitarfélagsins séu á hægri niðursiglingu veit ég ekki né heldur hvernig neikvæðri veltufjárstöðu var bjargað í ár. Þá veit ég ekki heldur hvort Þingeyjarsveit sé enn þá í fjögurra ára gjörgæslu eða hvort skýringarbréfið hafi hreinsað okkur af þeim lista. Ég hef hvorki tíma né nennu til að plægja í gegnum þetta. Það væri voða gaman af einhver hlutlaus staðarfréttamiðill myndi gera það. Kannski þessi sem eiginmaður sveitarstjórans gefur út. Nú er búið að bæta við 4., 5. og 6. skólaskýrslunni. Hinar þrjár a