Færslur

Sýnir færslur frá október 8, 2006

Að lúffa

Ég hef aldrei verið mjög áfjáð í það að bera ósigra mína á torg en það urðu lyktir málsins. Ég var mjög einfaldlega svínbeygð. Skv. túlkun hreppsins, sem ku koma frá lögfræðingi hans, þá ,,vanræktum” við ekki að gera samning. Mér var nefnilega svona elskulega boðinn samningur sem ég ákvað að afþakka. Og tveir mánuðurnir voru sko ekkert liðnir af því að málið var ,,í ferli.” Það stendur að vísu ekkert um það í 59. gr. að tíminn endurnýjist í hvert sinn sem fólk talar saman, en þetta er skilningur hreppsins. Og ekki nóg með það þá var ,,skorað á mig” að flytja úr húsnæðinu af því að mér var bent á að lesa húsaleigulögin þar sem stóð að fólk var samninglaust ætti að flytja út. Persónulega held ég að það samrýmist ekki lagahugtakinu ,,að skora á”, en hvað veit ég. Auk þess var lögfræðingurinn að skrifa útburðarbréfið og ég mátti eiga von á því daginn eftir. Ég sá fram lagaþrætur sem ég myndi bera talsverðan kostnað af þótt ég sé nokkuð sannfærð um að ég myndi vinna þær. Hinn möguleikinn va