Játningar miðaldra myndasögufíkils - Kvenkyns í ofanálag!

Ég ætla að koma út úr skápnum með það: Ég hef gaman af myndasögum. Hef alltaf haft. Hef enn. Fyrir rúmum 10 árum síðan var ég fastagestur í Nexus. Ég var nógu júník kúnni til þess að einn afgreiðslumaðurinn vissi hvaða bækur ég átti og af hverju ég gæti haft gaman. Undanfarið hef ég bara pantað á netinu. Ég vil ekki fólk haldi að ég sé skrítin. Myndasögunördinn er nefnilega ekki miðaldra kona. Ég man þegar ég fékk fyrstu myndasöguna. Ástríkur galvaski var nýkominn út og amma Didda stakk að mér aur og sendi mig út í búð til að kaupa bókina. Ég hef verið ánetjuð síðan. Átti allan Ástrík (afföll hafa orðið vegna klóabrýninga katta og harðhentra barna), talsvert af Lukku Láka, Viggó viðutan, Sval og Val og hinum Fjóru fræknu. Og já, ég játa; Tarsanblöðum . Stóra systir átti Tinna og litla systir Andrésblöðin. Sem ég las auðvitað. Ég hef enn gaman af þessu öllu saman og meiru til en auðvitað er þetta svolítið sérstakur heimur. Hann er nefnilega nánast konulaus. Tekur