Færslur

Sýnir færslur frá maí 5, 2013

Játningar miðaldra myndasögufíkils - Kvenkyns í ofanálag!

Mynd
Ég ætla að koma út úr skápnum með það: Ég hef gaman af myndasögum. Hef alltaf haft. Hef enn. Fyrir rúmum 10 árum síðan var ég fastagestur í Nexus. Ég var nógu júník kúnni til þess að einn afgreiðslumaðurinn vissi hvaða bækur ég átti og af hverju ég gæti haft gaman. Undanfarið hef ég bara pantað á netinu. Ég vil ekki fólk haldi að ég sé skrítin. Myndasögunördinn er nefnilega ekki miðaldra kona. Ég man þegar ég fékk fyrstu myndasöguna. Ástríkur galvaski var nýkominn út og amma Didda stakk að mér aur og sendi mig út í búð til að kaupa bókina. Ég hef verið ánetjuð síðan. Átti allan Ástrík (afföll hafa orðið vegna klóabrýninga katta og harðhentra barna), talsvert af Lukku Láka, Viggó viðutan, Sval og Val og hinum Fjóru fræknu. Og já, ég játa; Tarsanblöðum . Stóra systir átti Tinna og litla systir Andrésblöðin. Sem ég las auðvitað. Ég hef enn gaman af þessu öllu saman og meiru til en auðvitað er þetta svolítið sérstakur heimur. Hann er nefnilega nánast konulaus. Tekur

Að ala upp jafnréttissinnaðan dreng.

Mynd
Strákurinn minn verður 5 ára á þessu ári. Ég hef reynt eftir fremsta megni að ala hann upp sem jafnréttissinna. Einhverra hluta vegna er hann samt ægilegur gaur og leikur sér bara að bílum og traktorum. Hann er líka með ofurhetjudellu á háu stigi. Hins vegar hefur hann alltaf haft mjög skemmtilegar hugmyndir um lífið og tilveruna. Hann hefur t.d. oft verið stór og þá hefur hann verið ég eða afi sinn alveg jöfnum höndum. Hann hefur líka oft verið lítill og þá verið hann sjálfur, bróðir sinn eða lítil stelpa. Í vetur sagðist hann ætla að verða Tolla leikskólakennari þegar hann yrði stór. Núna er hann byrjaður að gera sér grein fyrir því að kynin eru tvö. Nýverið læddist upp úr honum að Dóra landkönnuður væri ,,bara stelpa." Mitt femíníska hjarta missti úr slag og ég ræddi þetta við hann en hann gat ekki svarað neinu frekar til um þetta. Við höfum, að undirlagi móðurinnar, horft á Dóru og hingað til hefur hann haft gaman af. En núna er hún byrjuð að líða fyrir kyn sitt. Ég vei