Ég hef verið áskrifandi að Stöð 2 núna í fjögur ár eða frá því að ég flutti út á land. Fyrst í stað náði ég bara Stöð 2 og Bíórásinni þegar Sýn var ekki í útsendingu. Útsendingin var alltaf snjóug. Ég borgaði samt fullt verð fyrir áskriftina. Fyrir tæpum tveimur árum kom Digital Ísland í sveitina og bötnuðu skilyrðin til muna. Ég hef síðan náð Bíórásinni allan sólarhringinn, Stöð 2 plús, Stöð 2 Extra og loksins Skjá einum. Gallinn er að síðan hef ég bara náð Ríkissjónvarpinu í gegnum Digital afruglarann sem þýðir það að ef svo undarlega vildi til að einhvern tíma væri gott efni á báðum rásum (hefur reyndar ekki gerst) þá get ég ekki horft á annað og tekið upp hitt. En alla vega, Strympa hefur unað nokkuð sátt við sitt. Undanfarna mánuði hefur góða fólkið á Stöð 2 verið svo elskulegt að gefa okkur landsbyggðarlýðnum nokkrar gervihnattarásir í opinni útsendingu. Discovery channel, Sky News, Cartoon Network, og sænska og danska sjónvarpið. Ég man ekki eftir fleiru. Þetta er svo sem ágætt
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.