Færslur

Sýnir færslur frá janúar 15, 2006
Ég get hætt við að vera móðguð. Bílaflotinn sem flykktist að nágrönnum mínum hvarf jafn skyndilega og hann mætti nokkrum mínútum síðar. Gat náttúrulega ekki staðist að það væri partý og mér ekki boðið:) Ég er með snert af Evróvisíon nördisma en þetta er ekki alveg að halda mér við kassann.
Það var yndislegt veður i dag svo ég dreif mig út að ganga þótt ég nennti því ekki. Ég a gönguvinkonu sem er hæggeng eins og ég og þekkir svæðið eins og lófann a sér. Það er sem sagt fullt, fullt af gönguleiðum hérna sem ég hafði ekki hugmynd um. En hún var því miður veik í dag svo ég tölti þetta bara ein. Gat þá farið stutt þar sem ég nennti þessu ekki:) En það er óskaplega gott að viðra sig. Ég var komin með snert af innilokunarkennd fyrir jólin þegar ég komst ekkert út vegna ófærðar og halku. Ófærðar og hálku a einu gönguleiðinni sem ég þekkti þá. En það þýðir ekkert að gráta það núna. Þetta reddaðist um leið og ég bar mig eftir hjálpinni. Það er partý a lóðinni og mér ekki boðið. Ég er alvarlega að íhuga að verða gróflega móðguð.
Ég er í heilsuræktarátaki þessa dagana, reyna að stoppa þessa óheillaþróun á vigt og ummáli. Og passa hjartað náttúrulega. Ég styðst við Konulikami fyrir lífið og er farin að borða mun hollari mat þar sem ávextir og grænmeti skipa stóran sess. Gallinn við heilsuræktarátakið er hins vegar sá að matarreikningurinn minn er meira en tvöfalt hærri en áður. Af hverju í ósköpunum er hollur matur miklu dýrari en hinn? Heilbrigt mataræði fólks hlýtur að skila sér með betri heilsu og minni kostnaði i heilbrigðiskerfinu þótt síðar verði. Þarf ekki að íhuga þetta eitthvað betur?
Mynd
Lovely, lovely, lovely day. Ég og litli bekkurinn minn sáúm um matinn, klúðruðum því aðeins en skemmtum okkur konunglega. Svo skildi ég starfsmennina eftir með allt uppvaskið og þrifin. Eldhúsið var bara eins og þar hefði fallið sprengja. Hva. Svo gerðist góður hlutur i skólanum sem ég get auðvitað ekki sagt frá but I'm a happy, happy cookie:)
Kennsla féll niður í dag vegna veðurs. Það var nú orðið tímabært að maður græddi eitthvað á þessum króniska kulda hérna:) Mætti samt aðeins í vinnuna til að undirbúa og ljósrita. Ég er vinnuþræll í eðli mínu. Svo er ekkert hvasst hérna í innsveitinni, það er frekar meðfram ströndinni. Börnin koma víða að svo það er ófært fyrir mörg þeirra. Og auðvitað ekkert vit að vera að taka einhverja sénsa.
Þess verður ekki langt að bíða að leti muni flokkast undir sértæka námsörðugleika og sett á ábyrgð kennarans að virkja ,,áhugahvöt" nemandans. Finnst mér ansi langt vera teygst.
Mynd
Þar sem Pulla er alveg hætt að standa sig í stykkinu með sætu strákana þá birti ég mynd af Billy. Hann var rosa sætur í Almost Famous og er náttla almennt sætur.