Færslur

Sýnir færslur frá janúar 8, 2023

Þetta þarf ekki að vera svona

Mynd
Við erum fjögurra manna fjölskylda með húsnæðislán. Við höfum aldeilis fundið fyrir hækkun matvæla og olíuverðs. Við finnum svo sannarlega fyrir hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Mér er sérstaklega minnistætt þegar Seðlabankastjóri hóf stýrivaxtavegferð sína þá talaði hann um að það hefðu orðið hækkanir á öllu og alveg sérstaklega á húsnæði og það yrði að sporna við þessari verðbólgu, m.a. fór hann fram á það við aðila vinnumarkaðarins að halda að sér höndum við launahækkanir. Bíddu, ha?! Það er allt að hækka og það er allt í lagi nema hvað að launin mega ekki hækka. Hvernig eigum við að hafa efni á öllum þessum hækkunum ef launin hækka ekki með? Og tökum alveg sérstaklega eftir þessu: Það er hægt að hafa hemil á launahækkunum . Af hverju er ekki hægt að hafa hemil á verðhækkunum? Á þessum tímapunkti var farin að sveima um í höfðinu á mér eftirfarandi spurning: Þarf þetta að vera svona? Rétt fyrir jól skall svo á frétt um fyrirhugaða leiguhækkun hjá Ölmu leigufélagi. Allir ruku u