Færslur

Sýnir færslur frá janúar 17, 2016

Chew them up and spit them out

Mynd
Það situr í mér umræða sem átti sér einu sinni stað þegar ég var í ónefndu stjórninni. Ungur maður með fjölskyldu hafði sótt um starf en flokkaðist sem næst-hæfastur. Ráðandi öfl langaði óskaplega til að ráða hann en sá hæfasti var ráðinn. (Búið að borga aðeins of mikið fyrir ólöglegar ráðningar.) Ég skil svo sem vel að þau hafi langað að ráða unga manninn, hér vantar ungt fjölskyldufólk. Hins vegar var alls ekki víst að um langtíma ráðningu væri að ræða og það truflaði mig líka. (Ég vil taka fram að þetta var bara umræða, það stóð aldrei neitt annað til en að hæfasti umsækjandinn yrði ráðinn.) Mér fannst það ekki gott að ungt fólk með ung börn flytti þvert yfir landið, kæmi sér hér fyrir, börnin aðlöguðust skólanum og eignuðust vini og svo væri starfið bara allt í einu lagt niður. Hér er litla vinnu að hafa sérhæfður starfsmissir kallar í raun á brottflutning. Þeim fannst þetta alveg fáránlegt sjónarmið. Svona væri raunveruleikinn og fólk þyrfti bara að búa við þetta. Kennarar t.d

Að gefast ekki upp

Mynd
Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég bara dáist að þessu baráttuþreki. Vinsamlegast styrkið þau. Þau eiga það skilið. https://www.karolinafund.com/project/view/1220