Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 16, 2014

Óskalistinn

Mynd
Það var verið að segja mér í dag að Samstaða um að aðstoðarskólastjórar muni halda vinnunni í lágmark tvö ár enn muni bjóða fram í Þingeyjarsveit í vor. Mér hrýs hugur. Það er þrennt sem ég set á oddinn og vona að standi til boða í vor: 1. Að Þingeyjarskóli verði sameinaður í eitt hús strax. (Af hreinni og klárri sjálfselsku vil ég að Stórutjarnaskóli verði sjálfstæð eining áfram því, let's face it, ég vil geta sent börnin mín í skóla í sveitarfélaginu.) 2. Að lausaganga stórgripa verði áfram leyfð. 3. Síðast en ekki síst: Opin og gegnsæ stjórnsýsla. Þetta er listi sem ég myndi kjósa. PS. Ef einhverjir byltingarsinnar leggja í hann og halda að ég geti gert gagn þá má tala við mig.

Merkingarmið

Mynd
 Við erum að fara í Málsögu í skólanum og vorum að ræða fyrirbærið merkingarmið orða í dag. En merkingarmið er: ,,Sá veruleiki sem orð vísar til." Eins og lítillega er kunnugt þá bloggaði ég í desember um upplifun mína í Hafralækjarskóla. Upphaflega bloggfærslan birtist laugardaginn 14. des. og þá myndlaus. Á einhverjum tímapunkti bætti ég inn mynd af fólki í hring og einn fyrir utan ásamt yfirskriftinni Við útilokum þau sem þóknast okkur ekki (ég hafði þessa tilvitnun innan gæsalappa á blogginu því setningin er ekki mín heldur foreldris barns í skólanum). Það er svo ekki fyrr en á mánudag eða þriðjudag sem ég skeyti lógói Þingeyjarsveitar inn. Þá var mesta heimsóknarhrinan gengin yfir. Myndin alræmda Það kemur fólki kannski á óvart en ég velti þessari myndbirtingu talsvert fyrir mér. Ég hafði engan hug á að vega að öllum íbúum sveitarfélagsins enda flestir hið besta fólk og ekki inni í ,,aðal hópunum" (skemmtilega tvírætt) sem ráða hér öllu og stjórna. Hins