Það var verið að segja mér í dag að Samstaða um að aðstoðarskólastjórar muni halda vinnunni í lágmark tvö ár enn muni bjóða fram í Þingeyjarsveit í vor. Mér hrýs hugur. Það er þrennt sem ég set á oddinn og vona að standi til boða í vor: 1. Að Þingeyjarskóli verði sameinaður í eitt hús strax. (Af hreinni og klárri sjálfselsku vil ég að Stórutjarnaskóli verði sjálfstæð eining áfram því, let's face it, ég vil geta sent börnin mín í skóla í sveitarfélaginu.) 2. Að lausaganga stórgripa verði áfram leyfð. 3. Síðast en ekki síst: Opin og gegnsæ stjórnsýsla. Þetta er listi sem ég myndi kjósa. PS. Ef einhverjir byltingarsinnar leggja í hann og halda að ég geti gert gagn þá má tala við mig.
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.