Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 8, 2015

Skrípaleikur

Mynd
Þann 18. desember sl. skipaði sveitarstjórn Þingeyjarsveitar starfshóp um mótvægisaðgerðir vegna breytinga á starfsemi Þingeyjarskóla. Viðleitnin er ágæt þótt sá grunur læðist óneitanlega að sumum að sumir séu mikilvægari en aðrir. Það þótti t.d. ekki nein ástæða til mótvægisaðgerða þegar Grunnskólinn í Bárðardal var lagður niður. En, hvað sem því líður. Það kom frekar á óvart þegar nýstofnaður starfshópur var lagður niður á fyrsta fundi sínum. Fréttavefurinn 641.is hefur nú birt tvær fréttir um málið og verður að segjast eins og er að þær veita heldur hrollvekjandi upplýsingar um stjórnarhætti hér í sveit. Oddviti sveitarstjórnar segir í samtali við 641.is að: „ Við töldum að það væri óþarfi að hafa starfshóp í gangi ef hann væri framlenging á þeirri togstreitu sem væri í sveitarstjórninni á milli meiri og minnihluta. Það væri  miklu eðlilegra að leysa þau mál beint á vettvangi sveitarstjórnar”, Ég hef nokkrar spurningar varðandi þetta: 1)       Hver eru þessi „

Karlmennskan

Mynd
„Kallarðu sjálfan þig karlmann? Þú ættir að skammast þín.“ Þetta höfum við heyrt. En þetta: „Kallarðu sjálfa þig konu? Þú ættir að skammast þín.“? Við höfum öll ákveðnar hugmyndir um kynin. Femínistar hafa reynt að brjóta konur út úr sínu hefðbundna sniðmáti og við vitum talsvert um stöðu kvenna og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Karlarnir eru hins vegar enn nokkuð fastir í sínum hlutverkum þótt óneitanlega hafi þeir notið góðs af jafnréttisbaráttunni. Einhvern tíma las* ég að karlar skilgreindu sig sem karla á þann hátt að þeir væru ekki konur . Það er óneitanlega frekar sorglegt að skilgreina sig út frá því sem maður er ekki heldur að skilgreina sig út frá því sem maður er. Til að skilja hugtakið karlímynd verður fyrst að útskýra hugtakið kynjaímyndir. Þorgerður Þorvaldsdóttir (2002) segir að kynjaímyndir eigi við þær hugmyndir sem eru ríkjandi innan samfélagsins um hvað það þýði að vera karl eða kona. Jafnframt á hugtakið við hvernig ætlast er til að karlar og kon