Þann 18. desember sl. skipaði sveitarstjórn Þingeyjarsveitar starfshóp um mótvægisaðgerðir vegna breytinga á starfsemi Þingeyjarskóla. Viðleitnin er ágæt þótt sá grunur læðist óneitanlega að sumum að sumir séu mikilvægari en aðrir. Það þótti t.d. ekki nein ástæða til mótvægisaðgerða þegar Grunnskólinn í Bárðardal var lagður niður. En, hvað sem því líður. Það kom frekar á óvart þegar nýstofnaður starfshópur var lagður niður á fyrsta fundi sínum. Fréttavefurinn 641.is hefur nú birt tvær fréttir um málið og verður að segjast eins og er að þær veita heldur hrollvekjandi upplýsingar um stjórnarhætti hér í sveit. Oddviti sveitarstjórnar segir í samtali við 641.is að: „ Við töldum að það væri óþarfi að hafa starfshóp í gangi ef hann væri framlenging á þeirri togstreitu sem væri í sveitarstjórninni á milli meiri og minnihluta. Það væri miklu eðlilegra að leysa þau mál beint á vettvangi sveitarstjórnar”, Ég hef nokkrar spurningar varðandi þetta: 1) Hver eru þessi „
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.