Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi birtist viðtal við Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar þess efnis að Þeistareykjavirkjun myndi mala gull fyrir Þingeyjarsveit í náinni framtíð. Reiknað væri með að hagnaðurinn næmi um 300 þúsund krónum á ári á hvert heimili í sveitarfélaginu. Leigutekjurnar eru þegar byrjaðar að streyma inn, "Sveitarfélagið fær einnig umtalsverðar tekjur af sölu á efni úr jarðvegsnámum og af leyfisgjöldum. " Miðað við brosið á sveitarstjóranum þá er engin ástæða til að ætla að ekki sé rétt með farið. Þetta er sigursælt ánægjubros. Það er skemmtilegt að Kristján Már skyldi reikna gróðann út miðað við hvert heimili í Þingeyjarsveit. Það er eins og hann geri fastlega ráð fyrir að heimilin í Þingeyjarsveit fái að njóta gróðans. Það er verra að hann skyldi ekki spyrja sveitarstjórann í beinu framhaldi hvernig heimilin í Þingeyjarsveit myndu njóta gróðans. Það vill nefnilega þannig til að fyrr um daginn, örfáum klukkustundum áður en hið
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.