Færslur

Sýnir færslur frá júní 21, 2015

Nokkrir dagar í lífi bænda

Mynd
Hér á Hálsi eru tveir bændur, Marteinn maðurinn minn og Hólmar bróðir hans. Bændurnir Hólmar og Marteinn. Almennt vinna þeir tólf tíma á sólarhring en núna á hábjargræðistímanum koma þeir varla inn í hús. Það er ekkert einsdæmi, flestir bændur þurfa að vinna svona. Það þarf að gefa tvisvar á dag (nema á sumrin) og mjólka tvisvar á dag. Alla daga, alltaf. Um helgar og jól og áramót. Meistari og lærlingur, í haust. Mjólkurbásinn. Þar sem veturinn dvaldi lengi við hafa vorvekin dregist en það þarf að gera túnin klár. Sum þarf að plægja, sá grasi og valta, önnur þarf bara að slóðadraga og bera á. Það þarf sem sagt að fara yfir túnin aftur og aftur og aftur.... Hluti af túnunum á Hálsi. "Best að tengja þetta." Sprungið dekk. Ekki gott. Til þess þurfa græjurnar að vera í lagi og virka. Svo þarf auðvitað bara að setjast upp í dráttarvélina og keyra af stað. Og keyra allan daginn langt fram á kvöld og jafnvel nótt. Hólmar að valta. Í gær

True Detective - True Misogyny

Mynd
Ég hef lengi verið svag fyrir Suðurríkjum Bandaríkjanna. Ekki þeim raunverulegu auðvitað, aldrei komið þangað, heldur þessari ímynd sem er gefin í ævintýraheiminum. Steiktir, grænir tómatar , Steel Magnolias og Forrest Gump eru uppáhaldsmyndir. Suðurríkjarokk þykir mér skemmtilegt, Sweet home Alabama alltaf gott. Svo er það auðvitað trúin, kántríið og „the drawl“ sem sameinast allt í hinum goðumlíka Johnny Cash. Eins og komið hefur fram áður þá hef ég líka morbid fascination. Svo núna í sumarfríinu fannst mér kjörið að verða mér úti um True Detective til að stutta mér stundirnar. Þetta lofaði góðu, það var allt til staðar. Suðurríkin, drungi, raðmorðingi, symbolismi, Matthew McConaughey sem ég hef alltaf verið skotin í. Heimspekilegar pælingar, sem við Gummi afgreiddum nú reyndar í kjallaraherberginu yfir rauðvíni (öllu sem flaut, en whatever) hér í fyrndinni. Ég samsama mig miklu meira með lífsnautnamanninum núna og finnst það fyndið. En, það er eitt sem truflar mig alve