Hér á Hálsi eru tveir bændur, Marteinn maðurinn minn og Hólmar bróðir hans. Bændurnir Hólmar og Marteinn. Almennt vinna þeir tólf tíma á sólarhring en núna á hábjargræðistímanum koma þeir varla inn í hús. Það er ekkert einsdæmi, flestir bændur þurfa að vinna svona. Það þarf að gefa tvisvar á dag (nema á sumrin) og mjólka tvisvar á dag. Alla daga, alltaf. Um helgar og jól og áramót. Meistari og lærlingur, í haust. Mjólkurbásinn. Þar sem veturinn dvaldi lengi við hafa vorvekin dregist en það þarf að gera túnin klár. Sum þarf að plægja, sá grasi og valta, önnur þarf bara að slóðadraga og bera á. Það þarf sem sagt að fara yfir túnin aftur og aftur og aftur.... Hluti af túnunum á Hálsi. "Best að tengja þetta." Sprungið dekk. Ekki gott. Til þess þurfa græjurnar að vera í lagi og virka. Svo þarf auðvitað bara að setjast upp í dráttarvélina og keyra af stað. Og keyra allan daginn langt fram á kvöld og jafnvel nótt. Hólmar að valta. Í gær
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.