Það er ekki hægt að segja með góðu móti að frúin á Hálsi hafi gaman að heimilisverkunum. Nei, þau eru með því allra leiðinlegasta sem ég veit. Ég veit ekki vel af hverju það stafar. Kannski vegna þess að þegar ég var krakki þá neyddi móðir mín mig til að þurrka af og ryksuga í stofunni á reglulegum basis. (Uppeldi til ábyrgðar eða eitthvað svoleiðis.) Hún hafði líka gaman að smáum skrautmunum sem hún hlóð alls staðar. Alls staðar. Í allar gluggakistur, á allar hillur, á öll borð.... Það er ekkert mál að þurrka af einni gluggakistu en þegar það þarf fyrst að tína alla skrautmunina úr henni og raða þeim svo til baka... Ekki alveg jafn einfalt. Sem krakki og táningur þá bara þoldi ég þetta ekki. Þoldi. Það. Ekki. Þá hefur mér dottið í hug, af minni alkunnu hógværð, að ég sé bara ekki vinnukona. Ég er drottning. (Og voru nú sopnar hveljur ;) ) Þannig að ég játa það að ég hef ekki ofreynt mig á húsverkunum í gegnum tíðina. Þjáðst óskaplega? Já. Ofreynt mig? Nei. En svo fl
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.