fimmtudagur, desember 30, 2004

Þá er Súperflört komin í hús. Ekki veitir af, ég er alveg úti að aka í þessum málum. Ég hefði t.d. alveg getað svarið... en svo skjátlaðist mér svona svakalega. Ég er ennþá hálfhissa að ég skyldi mislesa aðstæðurnar svona rosalega.

Ég er búin að ákveða áramótaheitið. Nei, það er ekki að ná mér í mann.
Þar kom að. Ég er greinilega orðin aðeins of kærulaus í fríinu. Ég er náttúrulega í fríi svo ég er bara róleg á því og ekkert að klæða mig upp á svona sérstaklega. Í gær fór ég út að ganga og ætlaði að gera það líka í dag. (Hef reyndar ekki gert það, damn.) Var kölluð út um hádegi til að fara með í gamlársdagsinnkaupin. Þar sem ég geri ráð fyrir að fara síðan í labbitúrinn þá fer ég í gamlar joggingbuxur og regnstakkinn. Þegar við litla systir erum að fara í innkaupin kemst ég að þeirri niðurstöðu að regnstakkurinn sé of einangrandi fyrir Hagkaup svo ég gríp gamla, götótta lopapeysu af litlu systur. Úti í Hagkaup hittum við svo frænfólk. Eftir hittinguna þá nefni ég það við systur að ég sé nú ekki mjög smart. Þá kemur hjá: ,,Já, ég var einmitt að spá í hvað væri í gangi hjá þér. Þú ert farin að verða ansi casual." Ó, vei. Ég er orðin undarleg.
Best að koma sér í háttinn. Nenni eiginlega ekki að horfa á Any given Sunday. Ég er með Belladonna skjalið á ensku. Finnst hún nú ekki alveg jafn skemmtileg og Da Vinci Code. Mér finnst sögupersónurnar of ungar til að geta verið svona djúpar. But then again þá er ég auðvitað að eldast.
Dreif mig út að ganga í dag. Eða skauta kannski öllu heldur. Dressaði mig upp í pollagalla og vatnshelda skó. Þetta letilíf og ofát er bara farið að vera too much.

þriðjudagur, desember 28, 2004

Þá er jólafríið byrjað fyrir alvöru. Varð innlyksa hjá mútter, Snotru til mikillar gleði. Hún svaf til fóta hjá mér í alla nótt. Svo þegar ég vaknaði í ofnæmisandnauðinni í morgun þá var hún voða góð að hugga mig með því að nudda sér upp við andlitið á mér. Ókey, ekki alveg það sem virkar, litli ofnæmisvaldur. Mikið er púst dásamleg uppfinning.
Þar sem sjónvarpið mitt er svo gamalt þá get ég ekki tengt DVD spilarann við það (sko, ég bara neyðist til að kaupa mér nýtt sjónvarp) svo ég er búin að hanga hjá mútter og Snotru í allan dag að horfa á Friends-seríu nr. 2 sem ég fékk í jólagjöf. Mér finnst ekkert leiðinlegt að fá svona daga. Þeir mega auðvitað ekki vera of margir en nokkrir við og við er fínt.

mánudagur, desember 27, 2004

Mætti á kennararáðsfund áðan þar sem var verið að ræða ýmislegt. Allt í einu gríp ég mig í því að ég er að ræða fjálglega næstu ár og hvað væri gaman að gera og hverju að breyta. Það er greinilegt að ég hef tekið þá ákvörðun í hjarta mínu að segja ekki upp. Enda er hjarta mitt fáránlega trygglynt en það er önnur saga.
Ætli það sé þá ekki best að demba sér í baráttuna og reyna að leggja eitthvað af mörkum.

sunnudagur, desember 26, 2004

Ég er náttúrulega bara meistarakokkur. Kalkúnninn plummaði sig ágætlega. Fékk góða hjálp hjá Nönnu og þakka kærlega fyrir það. Nokkrir fínansar sem ég þarf að laga. Ég held það sé komin hefð fyrir jólaboði hjá mér annan í jólum með kalkún. Sei, sei, já.
Þá er eitt stykki kalkúnn kominn í ofninn. Olíusprautaður, kryddaður og fylltur. Það verður spennandi að sjá hvað gerist.

laugardagur, desember 25, 2004

Úff, maður gerir lítið annað en að borða þessa dagana. Ég verð með jólaboð á morgun og ætla að elda kalkún í fyrsta skipti á ævinni. Er þetta ekki bara stór kjúklingur? Er að fatta svona ýmis tæknileg vandamál varðandi eldunina núna. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Fékk heilan helling af jólagjöfum. Litla frænka lék alveg rosalega á mig. Í fyrra spurði hún hvort mig langaði í trefil. Og ef svo væri þá hvernig trefil. Þá ég fattaði að trefill væri í einum jólapakkanum eins og kom í ljós. Fyrir skömmu spurði hún mig hvort mig langaði í Vinaspilið. Svo var ég í heimsókn og sá glitta í pakka sem var eins og spil í laginu. Ég var auðvitað ofboðslega góð með sjálfa mig og þóttist aldeilis vita hvað leyndist í pakkanum. Kemur ekki bara Popp-punktsspilið í ljós í gærkvöldi! Þá hafði mín lært af mistökunum síðast og ákvað að plata Ástu frænku svona svakalega.

föstudagur, desember 24, 2004

Það er til alveg ægilega fín mynd af Jósefínu þar sem hún situr við aðventuljósið í glugganum. Ég er búin að leita að þessari mynd út um allt en finn bara ekki. Svo þá verður það næst besta að duga.

GLEÐILEG JÓL



fimmtudagur, desember 23, 2004

miðvikudagur, desember 22, 2004

Helgileikurinn.



Við uppfærðum helgileikinn aðeins. Hirðingjarnir voru rapparar og vitringarnir bissness fólk. Þetta var mjög skemmtilegt og krakkarnir stóðu sig alveg frábærlega.
Ég er orðin alveg rosalega þreytt á því að vakna upp með höfuðverk á hverjum einasta degi. Verkjalyf redda þessu þokkalega en mér meinilla við að taka verkjalyf á hverjum degi. Ég vil bara að þessi pest gangi yfir. Þetta tekur alltof laaaangaaaan tíma!

Hins vegar var ég að komast að því hjá Hrund að það er hægt að búa til síðu fyrir dýrin sín! Og nú megið þið geta þrisvar hvað er að fara að gerast.

þriðjudagur, desember 21, 2004

Fórum í kirkjugarðsrúntinn í dag. Settum kransa hjá ömmum og öfum og svo auðvitað pabba. Skelfing líður tíminn hratt. Amma Ásta dó 1980, amma Didda 1988, pabbi og afi Egill 1996 (og Jakob frændi) og afi Ármann 1999. En það er svona, lífið heldur áfram.

Fór með litlu systur í hesthúsið og var eitthvað að dúllast. Ég fer nú meira með svona upp á punt og mér til tilbreytingar. Svo fórum við í jólainnkaupin. Bye, bye, sweet money.

Verst finnst mér að ég er búin að vera með einhverja luðru núna í hálfan mánuð. Ekki nóg til að vera veik en nóg til að mér ,,líði ekki jafn glæsilega og venjulega". Það er samt eins og flensan sé að brjótast út núna. Var orðin slöpp á föstudaginn og svo hefur þetta verið að ágerast. Stíflað nef og hóstakjöltur og svoleiðis. Held ég hafi aldrei lent í svona hæggengri og langvinni pest áður.

Ég er komin í jólafrí enda í algjörri forrétindavinnu á háum launum. Yeah, just eat your heart out and see if I care.

mánudagur, desember 20, 2004

Jafnöldrur

Litla stærri frænka og Jósefína eru jafngamlar. Efri myndin var tekin þegar þær voru báðar á fyrsta ári og hin myndin í fyrra. Varð bara að birta þessa mynd. Þær eru svo sætar að það hálfa væri hellingur.

sunnudagur, desember 19, 2004

Ég bara búin að vera veik núna um helgina. Sem gengur auðvitað ekki þar sem jól eru að ganga í garð svo hitalækkandi og hóstasaft eru búin að halda mér gangandi. Sá á mbl.is að það hefði verið mikil ölvun um helgina svo ég tók sénsinn á að fara í innkaup í trausti þess að margir lægju heima í þynnku. Ég virðist hafa veðjað þokkalega rétt því það var ekki brjáluð traffík og ég fékk bara pínulítið pirringskast sem ég sá strax eftir. Er að reyna að vinna í þessu. Alltaf að reyna að þroskast... dahhh.
Sniðugt að sjá á bloggrúntinum að það eru allir á kafi jólaundirbúningi. Lítið bloggað og færri heimsóknir. Það er bara eins og það á að vera.

föstudagur, desember 17, 2004

Eðalkerran Ford Orion '87 er með ákveðnar sérþarfir. Þá helsta að verða bráðnauðsynlega að vera með svolítið bensín í skrokknum, sérstaklega þegar það er mikið frost. Í gær var bensínstriið komið ansi neðarlega þegar ég var að renna í vinnu um áttaleytið. Þegar ég er á Breiðholtsbrautinni , rétt komin framhjá ljósunum við Sprengisand, drepur drossían á sér. Sem betur fer var ég vinstra megin og gat rúllað upp á umferðareyju. Gat ekki fyrir mitt litla líf munað símanúmer á leigubílastöð en giskaði á eitthvað og hringdi í vitlaust númer. Þá ákveð ég að vekja litlu systur í útkall. Hún bað um smá séns, ætlaði að koma og hjálpa mér með bílinn en gaf ér upp símanúmer á leigabílastöð svo ég gæti komið mér upp í skóla. Ég hringi í 588-5522 og bið um bíl. Þegar ég er búin að því ákveð ég að prófa að starta bílnum og hann flýgur í gang. Svo ég hringi aftur og afpanta bílinn. Set svo í gír og bíllinn drepur á sér. Þá hringi ég aftur og panta aftur bíl. Fer út og stilli mér upp. Þá stoppar bíll með samstarfskonu minni innanborðs og býður mér far. Svo ég hringi aftur og afpanta aftur. Og þá skellti konan á mig! Ég er svo aldeilis bit.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Þá er frumsýningu lokið og mikill leiksigur unnin! Já, og jól að skella á.

þriðjudagur, desember 14, 2004

I do have a question. Bloggerinn minn er á kínversku. Ég er ekki að grínast. Eru fleiri að lenda í þessu og hvernig kemur maður honum yfir á ensku aftur?
Lét 8. bekk horfa á Forrest Gump um daginn og var núna að reyna að búa til vefleiðangur. Er þetta ekki ágætt? Ég held það.
Er ég að tala rosalega mikið um kennsluna þessa dagana? Ég var allt í einu að fatta að mér finnst ofboðslega gaman í vinnunni. Held að það geti m.a. stafað af því að ég kenni bara uppáhldsfögin mín núna.

mánudagur, desember 13, 2004

Ég tók mig til í dag og stal heilum bekk. Bekkurinn minn talaði um síðastliðinn miðvikudag að það gæti verið gaman ef 10. bekkuirnir væru með atriði á jólaskemmtuninni og ákváðum að drífa bara í því og setja upp helgileikinn. Með okkar lagi auðvitað. Verst er að ég kenni hinum 10. bekknum lítið sem ekkert svo ég þarf að stela honum af öðrum kennurum til að geta æft. Ekkert sérstaklega vel liðin fyrir vikið. En þótt við höfum ekki byrjað að æfa fyrr en í dag (við sko, ég er nefnilega svo ferlega mikið með) þá sýnist mér þetta bara ganga vel. Held þetta eigi eftir að verða mjög gaman. Nú er ég að plotta hvernig ég geti stolið þeim á morgun svo það sé hægt að koma búningamálum í horf og rennt yfir cirka tvisvar.

laugardagur, desember 11, 2004

Jóla, jóla

Var örmagna úr þreytu í gær enda að vinna bæði miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Ætlaði að leggja mig í gærdag en gat ekki sofnað og sofnaði ekki í neitt fyrr en seint og um síðir. Gat samt ekki sofið langt fram eftir degi. Fúlt.
Núna um helgina ætla ég að skrifa upp helgileik og búa til spurningar á ensku úr Forrest Gump og Mississippi Burning. Eða taka til fyrir jólin og setja upp jólaskraut. Í staðinn fyrir þetta rambaði ég út um allan bæ í dag í leit að bíl. Já, ég er að hugsa um að yngja upp bílaeignina. Bíllinn minn verður lögráða um áramótin. Fann engan bíl sem mig langaði í svo ég keypti bara Blindsker. Það var fínt. Vil samt endilega að músík myndböndin hans Bubba verði gefin út á disk.Langar að sukka í fortíðarþrá. Ekki fortíðarljóma, ojojoj.
Gerði heiðarlega tilraun til að fara í Hagkaup en þar sem mér leiðist mannfjöldi og og umferðastappa á bílastæðum þá keyrði ég bara fram hjá.
Langar líka í breiðtjaldssjónvarp.Svo auðvelt að fa neyslulán núna og velta þjóðarskútunni. Gallinn er bara að það er allt í lagi með sjónvarpið mitt. Það er að vísu árgerð '81 en það er alveg sama. Það er allt í lagi með það og engin ástæða til að kaupa nýtt.
Þetta er nú meiri blabla færslan.

fimmtudagur, desember 09, 2004

Ég kenni alveg jafnmikið á mánudögum og fimmtudögum en samt finnst mér fimmtudagarnir miklu lengri. Merkilegt.
Tónleikarnir voru bara ágætir í gær. Ég ar auðvitað í gæslu og var mest utan dyra að reka reykjandi fólk af skólalóðinni. Mammúth og Brain Police stóðu upp úr. Strákar og stelpur í Mammúth sem ég var mjög ánægð með. Svo frétti ég að söngvarinn er líklega ungfrú Pollock. Ekki verra auðvitað. Minnir að Raskatið hafi einhvern tíma verið að tala um þetta og hún sé dóttir Danny. Brain Police voru fínir. Gamaldags Rock'n'Roll og síðhærðir skeggjaðir gaurar. Söngvarinn og trommarinn voru með þvílík tilþrif. Söngvarinn fór m.a.s. úr bolnum í síðasta laginu. Hann er með risa-tattú á bakinu. Rokktaugin í gamla fólkinu í gæslunni fór óneitanlega aðeins að titra.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Gvöööð minn góóóður! Endajaxlinn er að drepa mig! Ég hélt að ófétið væri vaxið upp en tekur sig svo til og fær vaxtakipp og er mig lifandi að drepa. Kippa honum úr! Med det samme!
Þarf samr fyrst að fara á tónleikana í Fellahelli, fullt af frægum hljómsveitum, Brain Police, Mammúth, Gay Parad og einhverjar fleiri. (Ég þekki þessar hljómsveitir ekki neitt. Orðin of gömul.)

þriðjudagur, desember 07, 2004

Í kirkjugarði

Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku,
í þagnar brag.
Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku
einn horfinn dag.

Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið
svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem þeim var gefið,
og einnig ég.

Og ég, sem drykklangt drúpi höfði yfir
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,
eða hinn, sem dó?

Steinn Steinarr

Já, ég var að hugsa um vin minn, hjartkæran.
lkjk
What a marvelous person! You are the splendid
Christmas tree! You are a spirited person who
almost always in a great mood. Your smiles and
laughter are some things that people usually
look forward to in you. You are someone who is
full of energy and ready for a good time. Most
likely you are a social butterfly. All of these
characteristics make you a beautiful person
inside and out. People just really enjoy to be
around you. Merry Christmas =)


What Christmas Figure Are You?
brought to you by Quizilla

Fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá niðurstöðuna var að ég hlyti að hafa fært eitthvað í stílinn einhvers staðar en sá svo að allar niðurstöðurnar eru voða sætar. Oh..
Var að lesa um draumabúðina hjá Þórdísi áðan. Langar í framhaldi að koma þeirri skoðun minni á framfæri að ef bjór og léttvín væri ódýrara og aðgengilegra þá myndi drykkjumenning okkar gjörbreytast. Þessi geðveiku helgarfyllerí myndu hætta og fólk færi meira út í það að sötra gott rauðvín með kvöldmatnum sínum. Ef við skoðum glæpatölur á Íslandi þá er ég nokkuð sannfærð (en ekki viss því ég hef ekki skoðað glæpatölur á Íslandi) að flest allir glæpir eru framdir um helgar á fylleríi. Bara mín skoðun á málinu.

mánudagur, desember 06, 2004

Nei! Nei! Nei! Trúi þessu ekki!
Þá erum við aftur orðin aumingjastétt. ,,Já, kennararæflarnir gefast alltaf upp að lokum." Urrr...
Gerði ekkert um helgina, nema sofa auðvitað. Fann samt bók uppi í hillu, Dumasarfélagið. Hún er ágæt og minnir dálítið á Da Vinci lykilinn. Nema hvað að mér finnst málfarið á henni heldur uppskrúfað og leiðinlegt. Veit ekki hvort það á að vera svona eða hvort það sé kristinn R. Ólafsson þýðandi sem er svona leiðinlegur.
Keypti samt sem áður jólaseríur sem ég þarf að troða upp í glugga. Ég reyndi þetta fyrir tveimur árum og þá setti ég seriuna alla á skakk og skjön. Ég er svo ómöguleg í öllu heimilishaldi að það er bara ekki fyndið.
Er að bíða eftir úrslitum úr atkvæðagreiðslunni miklu. Þau eiga að koma á milli 17:00 0g 18:00.

Fékk tvær vondar fréttir í dag. Þetta er ekki gott. Alls ekki nógu gott.

sunnudagur, desember 05, 2004

Var með Silfur Egils sem undirspil þegar ég greini einhvern snilling segja að helmingur þjóðarinnar sé á Prósak og það dugi að éta þorskalýsi. Hann er ægilega hneykslaður á þessu sem og því að börn séu látin taka Ritalin.
Prósak er ákveðinn brautryðjandi sem gerði mörgum gott en hafði aukaverkanir. Það orðið gríðarleg þróun á þunglyndislyfjum þar sem aukaverkunum var eytt og Prósak nánast dottið upp fyrir. Ég vann á geðdeild í 3 ár og ég horfði á lyfin virka. Það kom inn fólk sem var svipbrigðalaust með hægar hreyfingar og leið djöfullega og gekk út tiltölulega hresst. Lyf virka ekki nema það sé unnið með þeim. Það að éta pillur og halda áfram að liggja inni í rúmi virkar að sjálfsögðu ekki. Lyfin gefa kraftinn til að rísa upp úr rúminu en einstaklingurinn sjálfur verður auðvitað að fara á fætur. Persónulega efast ég um að hálf þjóðin sé á þunglyndislyfjum en miðað við skammdegið sem við búin við finnst mér ekkert óeðlilegt að mörgum líði illa á sálinni, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Hvað viðkemur Ritalini þá hafa líka orðið framfarir í þeim lyfjageira. Ég er jú grunnskólakennari og ofvirkni er raunverulegur sjúkdómur. Og í Guðs bænum, við þekkjum muninn á óþekkt og ofvirkni. Það gera foreldrar líka og að sjálfsögðu gera lækanarnir það líka. Það er ekki verið að gefa óþekkum börnum Ritalin. Ofvirkni lýsir sér nefnilega líka í einbeitingarskorti og athyglisbresti. Þetta hamlar að sjálfsögðu námi mjög mikið. Ég hef séð börn byrja á Ritalini og líða betur. Ég hef spurt þau, af því að innst inni er ég á móti því að gefa börnum lyf, og þau segja oftast að sér líði betur. En þessi lyf eins og öll önnur virka misjafnlega á fólk. Lyf eru hækjur, þau hjálpa á tíma sem er erfiður. Það er ekki meiningin að fólk sé á lyfjum alla ævi. Það er líka mikilvægt að fólk læri að eiga við sinn sjúkdóm og læra inn á sjálft sig.
En að bölsótast út í lyf í sjónvarpssal. Ég frábið mér svona helvítis heimsku.
Það er nú bara eitthvað að þegar maður er kominn í rúmið fyrir 10 á laugardagskvöldi. Ég gat bara ekki með nokkru móti haldið mér vakandi og varð að fórna Ali. Það er ekki svo gott að ég vakni þá eldsnemma og nýtt daginn í einhver ósköp. Nei, nei, var að vakna.

laugardagur, desember 04, 2004

Digital Ísland. Þetta er allt í hassi. Fólk sem er búið að borga áskriftina sína situr sjónvarpslaust og missir af Idolinu og allt og öllu. Það er ekki nokkur leið að ná sambandi við einn eða neinn og svo þegar einhver svarar loksins í öðrum síma en þjónustusíma þá er sagt að ,,einn og einn" afruglari sé ekki að ná sambandi. Hvaða djöfuls kjaftæði. Það myndu ekki allar línur loga hjá þeim ef þetta væri í lagi. Afsláttur af áskrift kannski? Eða bara laga þetta rugl.

föstudagur, desember 03, 2004

,,Óskin skærasta, er að eignast kærasta."

Hólí mólí. Held ég sé hætt við að vilja nýju Birgittu plötuna í jólagjöf. Er hins vegar alvarlega að íhuga að gefa litlu systur ballettskólann fyrir My Little Pony. Man ekki hvað hún átti mikið af þessu fyrir... ca. hundrað... árum síðan.

Svo er spurning að einhenda sér í jólaljósasamkeppnina í ár. Þyrfti reyndar að setja nokkrar seríur í hvern glugga en hva!

fimmtudagur, desember 02, 2004

Mikið verður gott að komast í helgarfrí. Ég vakti til 2 síðustu nótt og barðist við prófin. Þetta er næstum komið. Ætli ég bregði mér ekki í heimsókn til skannersins um helgina. Ég finn dillu vera á leiðinni.
Nei, Kristján Jóhannsson, þú fallandi stjarna og hrokafulla, ókurteisa karlrembusvín. Það eru alveg hreinar línur að ég mun ekki kaupa nýja geisladiskinn þinn.

miðvikudagur, desember 01, 2004

Vil bara koma því á framfæri vegna færslunnar hennar Pullu að Fellaskóli hélt upp á 1. des. með virktum.

Það eru miklar pestir í gangi núna og ég er ekki frá því að ég sé enn með pestarslæðing í skrokknum. Mér líður alla vega: ,,ekki jafnglæsilega og venjulega" eins og litla frænka mín orðaði það svo skemmtilega nýverið.

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Jósefína

Varð bara að birta þessa frábæru mynd af Jósefínu. Mér tókst ekki að klára band-widht á Flickr þennan mánuðinn og er bara hálffúl yfir því. Mig vantar annað hvort digital kameru eða skanner.

Birti líka lífsmottóið. Ég stal þessari mynd einhvers staðar.
Stolin!
Satt best að segja þá hélt ég að þessi á síðustu stundu skúffusamningsdula yrði samþykkt. En nú er ég farin að efast. Ég heyri fólk sem ég var alveg viss um að myndi segja já, vera að tala um að kannski ætti það að segja nei. Mesta rólyndisfólki er nefnilega misboðið. Því finnst vera á sér traðkað og er ekki tilbúið að samþykkja eitthvað at a gunpoint. Að samþykkja eitthvað svo maður fái ekki eitthvað verra í hausinn er ekki sá rökstuðningur sem maður vill hafa fyrir vali sínu. Þetta gæti bara orðið tvísýnt.

mánudagur, nóvember 29, 2004

Nei, nei. Aldrei þess vant þá tókst mér að troða mér í sjónvarpið. Dökkhærð í appelsínugulri flíspeysu ef þið hafið misst af mér. Það er þá alltaf hægt að fara á ruv.is og horfa aftur. Og aftur. Og aftur... Tók mig náttúrulega alveg sérstaklega vel út.

Annars sat ég sveitt yfir þessum prófum til 17:30 í dag. Ég næ því bara ekki að fara yfir þetta í dagvinnunni. Æ, minnir mig á það, ég á eftir að undirbúa tónlistartímann sem ég lofaði hátíðlega að hafa á morgun.
Ríkissjónvarpið kom upp í skóla til að taka mynd af atkvæðagreiðslunni. Mér tókst auðvitað að haga mér svo illa að ég verð örugglega klippt út. Ég festist svo illa á filmu að það er bara alveg með ólíkindum.
Þá er ég búin að kjósa. Úffi púffi...

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Þegar maður er kennari í grunnskóla þá má maður eiga von á hinum ýmsustu uppákomum og að lenda í hinum ýmsustu aðstæðum. Maður þarf t.d. að kunna að synda, skauta og skíða. Svo er skorað á mann í körfubolta og koddaslag á jafnvægisslá.
Miklar kröfur
Og svo þarf maður að vera tilbúinn að bregða sér í hin ýmsustu hlutverk.
Hæfileikar
Reynið svo að halda því fram að kennarastarfið sé ekki krefjandi.

laugardagur, nóvember 27, 2004

Gerði ekki nokkurn skapaðan hlut af viti í dag. Fór ekki yfir 2 próf eins og ég ætlaði. (2 í dag, 2 á morgun og 2 á mánudag, starfsdaginn.) Nei, ég lá bara í rúminu með flensu. Komst eiginlega að þeirri niðurstöðu að það væri bara langgáfulegast. Svo eyddi ég kvöldinu í að horfa á Sam Waterston. Ekki leiðinlegt.
Mér til mikillar gleði þá virðast hálssærindin vera að gefa sig. Ég er komin með nefkvef og hitaslæðing í staðinn. Ca. 20 mínútum eftir að hafa tekið Paratbs og nefúða þá er held ég að ég sé stálslegin og ætla að æða í einhverjar framkvæmdir. Ætti kannski að sitja á mér og láta þetta ganga yfir? Ætli það sé ekki skynsamlegra.
Skrattans, ég vildi að
Rakel
kæmist áfram. Ég kaus hana m.a.s. Það stafar náttúrulega af því að þegar ég var ungur og drykkfelldur vitleysingur (nú er ég bara drykkfelldur vitleysingur ha ha)* þá eyddi ég tveimur sumrum á Raufarhöfn. (Það sem einu sinni var eru gamlar minningar og tölum ekki um syndirnar!) Ég held, ég er ekki alveg viss, en ég held að ég viti hver amma hennar er. Og það er hörkukvendi! Fyrir utan það augljósa að stelpan syngur bara mjög vel. Lýsist einhvern veginn öll upp þegar hún syngur.
Ég hélt reyndar líka með Júlíusi.
en mér finnst óneitanlega alltaf dálítið gaman að horfa á sæta stráka. Systir mín benti mér á að hann er í prófíl alveg sláandi líkur George Michael (þó ekki á þessari mynd). Og það er mikið rétt. M.a.s. með strípur og eyrnalokk.

PS. Látið mig endilega vita ef textinn dettur eitthvert niður út af myndunum. Það gerðist víst síðast.

*Þetta er ekki fyllerísfærsla. Ég er bara að fíflast bláedrú og pen. (Aldrei þess vant. Neeeiii....)

föstudagur, nóvember 26, 2004

Annað hvort er ég að fá hálsbólgu eða streptókokkasýkingu. Veit varla hvort er verra. þetta er svona álíka gott val og á milli MT2 eða gerðardóms.

Og vinsamlegast takið eftir tillitsseminni. Ég er að veikjast um helgi.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Þá er Da Vinci Code námskeiðinu lokið. Þótt presturinn hafi talað mikið á móti bókinni og hrakið flestallt sem Dan Brown heldur fram (ég á eftir að kanna heimildagildi beggja) þá sagði hann samt að Péturskirkjan í Róm ætti heldur að heita Maríukirkja Magdalenu. María er nefnilega postuli postulanna, það var hún sem uppgötvaði upprisuna og bar vitni um hana. Ég fyrirgaf honum talsvert mikið þegar hann sagði þetta. Hann sagði líka að konur hefðu verið mikils metnar í frumkirkjunni og það hefði ekki verið fyrr en um 300 sem karlremban varð algjör. Það er gaman þegar fulltrúi veldisins viðurkennir svona.
Ég skellti prófum á alla línuna og sit nú með 6 bunka sem ég þarf að fara yfir. Hvað var ég eiginlega að pæla? Svo eru endalausir fundir til að plana veturinn, restina af vetrinum, bregðast við, bæta úr... Svo skríður maður út með prófin í bakpoka og ætlar sko að fara yfir þetta allt saman í kvöld. Eða þannig. Síðasta Da Vinci Code kvöldið í kvöld. Nei, það verður sko ekkert farið yfir próf. Ég er líka hætt að vinna sjálfboðavinnu.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Þá er 130.000,- króna mútugreiðslan komin í hús. Skilar sér í heilum 76.000,- kalli. Við erum búin að vera með lausa samninga síðan hvenær? 1. mars, er það ekki rétt munað? Ef við fellum MT2 þá verðum við líklegast að endurgreiða þetta. Æ, þessi helv... bein fara bara í taugarnar á mér. Þetta fer bara allt í taugarnar á mér. Já , ég ætla að vera hlýðin og góð af því að ég fékk ölmusu. As if.
Btw, ég veit að það er fullt af fólki með lægri laun en kennarar, það þarf ekki að segja mér það á kommentakerfinu. Fólk með sambærilega menntun er að vísu ekki með lægri laun en.... Let's not go there.

Leit í spegilinn áðan. Er ekki örugglega ferlega sjarmerandi að vera fölgræn í framan?

mánudagur, nóvember 22, 2004

Alltaf er allt eyðilagt fyrir manni. Ég er nefnilega woman with a plan. Áætlunin er svohljóðandi: Af því að ég er með framhaldsskólakennararéttindi og það er svo erfitt að fá svoleiðis djobb í Reykjavík þá ætlaði ég út á land. Ógift og barnlaus kerling getur farið hvert sem hún vill og gert hvað sem hún vill. Og þar sem ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að það séu fleiri karlmenn en konur á landsbyggðinni þá er ég auðvitað sannfærð um að ég muni loksins, loksins ganga út. Ég er að útlista þessa snilldaráætlun á kennarastofunni í dag þegar samkennari minn sem hefur kennt í framhaldsskóla segir: ,,Sko, málið er að það eru ekkert mikið betri laun hjá framhaldsskólakennurum." Mig rekur náttúrulega í rogastans og heimta nánari útskýringar. ,,Jú, sko ef maður hefur ágæta yfirvinnu í grunnskóla þá slagar það alveg upp í framhaldsskólakennarann." Við við borðið bendum snögglega á að fæst okkar eru með yfirvinnu. Fyrir utan eina undantekningu. Mig. Ái. Þannig að draumur minn um mun hærri laun er skyndilega rokinn út í veður og vind. Nema hvað að við bendum að grunnlaunin eru hærri svo ég þarf þá ekki að vinna alla þessa yfirvinnu. Hann samþykkir þá en segir svo: ,,Jájá, en þá ertu bara með endalausa verkefnabunka. Ritgerðafjöllin yfir höfðinu á þér út í eitt..." og ég veit bara ekki hvað og hvað. Ég bendi þá á þann vinkil að ég ætli nú líka að ná mér í bónda. Samstarfskona mín ein með reynslu úr sveit ákveður að deila henni: ,,Ég man nú þegar einhleypar kennslukonur komu í sveitina þá fylltist hlaðið af bændum.." Ég, ægilega ánægð: ,,Já, einmitt.." ,,...misjafnlega markeraðir með hestafýlu..." Ég: ,,Ha..?" ,,... Ég get nú ekki sagt að mér hafi fundist þetta aðlaðandi umgangskreds." Svo var hlegið. Alveg rosalega. Planið hefur því orðið fyrir ákveðnum skakkaföllum

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Oh, ég ætla að hafa 3 próf á morgun og á eftir að setja þau upp í tölvunni. Það er svo sem enga stund gert ef ég bara kæmi mér að verki.
Þetta kemur mér svona frekar á óvart. Og þó...

Take the quiz: "Which American City Are You?"

Cleveland
You are blue collar and Rock n Roll. You Work hard and party harder.

Eru fleiri en ég sem þurfa að logga sig nokkrum sinnum inn á Blogger eftir uppfærsluna?

föstudagur, nóvember 19, 2004

Þá er ég komin með launaútreikninginn.
Núna í dag er ég í grunnröðun 232, þrep 4 (30+). Það eru 170.250,- á mánuði. Af því að skólastjórinn minn er svo góður við mig þá fæ ég 4 potta (fór rangt með pottafjölda fyrir einhverju síðan, biðst afsökunar á því) og er því í launaflokki 236 þrepi 4. Það gefur mér laun upp 191.617,- Ég er að vísu með tvo yfirvinnukennslutíma á viku og félagsstarf sem eg fæ greitt fyrir skv. ÍTR taxta. Síðustu útgreiddu mánaðarlaun hljómuðu upp á 160.000,- (Ég er nefnilega með minni yfirvinnu núna en síðasta vetur.)
Skv. nýja samningnum hækka ég upp í 202.157,- í mánðarlaunum. Hey, kúl, það þó alla vega hækkun. Þann 1. janúar 2005 hækka ég í 208.222,- Úlla-laa. 35 ára með 120 háskólaeiningar upp á vasann. Nei, það er ekki nema von að efnahagslífið taki kollsteypu þegar það er verið að borga mér svona kóngalaun.
En, bíðum nú hæg. Þann 1. ágúst 2005 detta skólastjórapottar út og ég þá niður í mína grunnröðun 232. Að vísu kemur rosa hækkun upp á rúm 9% á móti. Ef ég verð með minna en 20 nemendur í bekk þá helst grunnröðun 232 og launin verða 202.152,- En ef ég verð með meira en 20 nemendur í bekk þá fer ég í grunnröðun 233 og launin heil 208.216,- Spurningin er sem sagt, hversu mikið lækka ég 1. ágúst, um 6 krónur eða 6.070,-
1. jan. 2006 hækka ég upp í 207.206,- skv. grunnröðun 232 eða í 213.422,- skv. grunnröðun 233.
1. jan. 2007 232 fer í 211.869,- en 233 í 218.224,-
1. jan. 2008 232 216.636,- 233 223.135,-

Ég er ekki viss um að þegar ég verð orðin 38 ára, enn með mínar 120 einingar og 6 ára kennslureynslu á bakinu að ég verði sátt við 216.636,-

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Góð lýsing.
Þegar maður á um tvennt að velja, vont eða verra, hvort velur maður þá? Ef við höfnum þessari MT2 þá lendum við undir gerðardómi sem er með skýrar forsendur í lögum um engar launahækkanir. Ef við samþykkjum þetta þá fáum við að hlusta á að við höfum valið þetta. Grunnskólakennarar eiga ekki að fá neina leiðréttingu á launum sínum. Undarlegt alveg að það sé hægt að dragast aftur úr en engan veginn hægt að komast á fyrri stað. Ef við höfnum þessu verður þá ekki sagt að við höfum valið gerðardóm? Það er náttúrulega ekki hægt að velja það sem er búið að neyða yfir mann með lögum. En eins og málflutningurinn hefur verið þá er von á öllu. Þetta er ömurleg staða.
Ömurlegar þessar andvökur.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Annað kvöldið á Da Vinci lykils námsskeiðinu. Ég komst hvorki í það að lesa bókina aftur né senda prestinum fullt af spurningu,. Ég var svo gjörsamlega slegin út af laginu núna um helgina. Sessunautur minn tók upp spjall og nefndi þann möguleika að kannski hefði frumkirkjan sjálf tekið upp á því að fela fjölskyldu Jesú þeim til varnar. Hefur ekki verið gott að eiga ættir að rekja til hans þegar ofsóknirnar miklu stóðu yfir. Þetta finnst mér góður punktur. Svo varð mér það á að nefna að ég væri grunnskólakennari. Bad mistake. Ég er nú samt ekki mikið slösuð.

Ég var að muna það núna áðan þegar ég var að norpa úti í kuldanum í korter af hverju ég keypti bíldrusluna í vor. Það er gjörsamlega óþolandi að vera upp á annað fólk komin. Það væri nú gott að eiga eins og eina milljón í vasanum núna og geta keypt sér almennilegan bíl. Hmmmm.....
Ó júbbí jei! Það eru kannski að takast samningar í Karphúsinu! Byggðir á MT. Ó, vei, en æðislegt! En frábært! Ég fæ kannski ekki alveg jafnmikla launalækkun í kjölfarið á 7 vikna verkfalli og MT bauð upp á. Ég er svo glöð! Ég er svo hamingjusöm! Og svo fæ ég líka bein! Það er hent í mig 4 beinum! Ó þetta er svo mikil sæla! Ég bara snýst í hringi og elti á mér dillandi skottið!

Yeah right. Eat shit and fucking die.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

O, sei, sei. Þar var hégómagirndin kitluð. Ég á ljóð dagsins á Ljóð punktur is. Ég er nú bara pínu montin. Það þarf nú alveg ótrúlega lítið oft til að gleðja mig. Minnir mig á hvað ég var ánægð að fá vaðstígvél í sumarvinnunni.
Þá er ég staðin upp úr flensu og er tilbúin í vinnu. Uppsagnarbréfið er undirritað ofan í tösku.
Dálítið merkilegt að heyra það í fréttunum að Menntamálaráðuneytið er að vinna í því að bæta nemendum upp kennslu sem þeir misstu í verkfallinu. Í gær var menntamálaráðherra búinn að ræða þetta við sveitastjórnirnar. Þetta hefur að vísu ekkert verið rætt við kennara. Ætla Þorgerður Katrín og Stefán Jón að sinna þessu sjálf eða á að smella smá nauðungarvinnuákvæði við refsingarlögin?
Ég hlustaði á kennara í útvarpinu um daginn sem ég held að heiti Birna. Þar sagði hún að hún skuldaði þessari þjóð ekki neitt. Ég tek undir það. Ég skulda þessari þjóð ekki neitt.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ef einhver heldur að þetta sé auðvelt þá leiðréttist það hér með. Þetta er mjög erfitt.
Það leynir sér ekki að foreldrar eru reiðir í dag. Börn þeirra eru vanrækt í skólum landsins með grátstafinn í kverkunum. Þurfa að fara ein heim í kafaldsbyljum a milli húsa. Allt í lagi,ég skil reiði foreldra upp að vissu marki. Hins vegar þá var það í öllum fréttatímum á öllum stöðvum í gær að grunur léki á undarleg kennaraflensa væri að breiða úr sér. Þannig að í rauninni skil ég ekki alveg af hverju þetta kemur foreldrum svona a óvart.
Hins vegar skil ég ekki ámælið sem kennarastéttin situr undir. Það hlýtur hverjum heilvita manni að vera það ljóst að þetta eru svívirðileg ólög sem snerta alla verkalýðsbaráttu í landinu. Kennarar nýttu sér lögbundinn rétt sinn og höfnuðu vondri miðlunartillögu. Þá grípur Alþingi í taumana og setur verri lög. Það sem felst í lögunum er minna en það sem fólst í tillögunni. Okkar er refsað fyrir að nýta okkur lögbundinn rétt okkar. Lögin eru með níðþunga sveitastjórnaslagsíðu. Svo þunga að það er ekki hægt að tala um neitt annað en samráð ríkis og sveita til að brjóta á launþegum. Svo er talað um virðingu fyrir lögunum.
En hvað segir þetta þeim stéttum eru að fara í sína kjarabaráttu? Að það sé betra að samþykkja vont tilboð en fá á sig enn verri refsingarlög. Er þetta lýðræðið sem við viljum búa við? Er þetta ,,samningsrétturinn" sem við viljum að ríki í landinu?
Það er vont að vera veik og geta ekki mætt í vinnu. Er að horfa á Ísland í bítið. Mikið rosalega fær Jónína Bjartmars að mala. ,,Bull og kjaftæði. Bull og kjaftæði. Bull og kjaftæði." Það eina merkilega sem hún er að segja frammi fyrir alþjóð er að það stóð aldrei til að semja. Fulltrúar sveitafélaganna nefndu það ekki einu orði að það vantaði fjármuni. Af hverju ekki? Af því að það stóð aldrei nokkurn tíma til að teygja sig einn sentimetra í átt að kröfum kennara. Undarlegt líka að hlusta á það kjaftæði að ,,við vorum bara að skera á hnútinn. Við komum ekkert nálægt þessum samningum." Hvern ertu að reyna að blekkja? Það er lögfest láglaunastefna gagnvart kennurum í þessum lögum. Alþingi getur ekki vikið sér undan ábyrgð. Allur kjaftavaðall heimsins getur ekki firrt þá þeirri ábyrgð.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Steinn Steinarr er eitt af mínum uppáhaldsskáldum. Hann lýsir betur líðan minni þessa dagana en ég get sjálf.

Ræfilskvæði

Ég er réttur og sléttur ræfill,
já, ræfill, sem ekkert kann.
Ég hélt þó hér forðum, að guð og gæfan
myndi gera úr mér afbragðs mann.

Ef til vill framsóknarfrömuð,
því fátt er nú göfugra en það,
og ef til vill syngjandi sjálfstæðishetju
með saltfisk í hjartastað.

En allt lýtur drottins lögum,
í lofti, á jörð og í sjó.
Ég eltist og snýst við minn eigin skugga
og öðlast ei stundar ró.

Sem réttur og sléttur ræfill
ég ráfa um stræti og torg,
með hugann fullan af hetjudraumum,
en hjartað lamað af sorg.
Æ skrambans! Er ég ekki bara að fá flensu.

laugardagur, nóvember 13, 2004

Hetja mín og fyrirmynd


ARGGGHHHHH!!!!!!!!!

Blótsyrði dauðans!
casablanca
"You must remember this, a kiss is still a
kiss". Your romance is Casablanca. A
classic story of love in trying times, chock
full of both cynicism and hope. You obviously
believe in true love, but you're also
constantly aware of practicality and societal
expectations. That's not always fun, but at
least it's realistic. Try not to let the Nazis
get you down too much.


What Romance Movie Best Represents Your Love Life?
brought to you by Quizilla

Fann þetta próf hjá Farfuglinum og ákvað að prófa. Er að reyna að hugsa um eitthvað annað en að grýta alþingismenn með fúleggjum. Það gengur frekar illa.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Guð minn góður! Ég var að lesa um þetta frumvarp á vef Kennarasambandsins. Er ekki í lagi með þetta fólk!? ,,Skólastarf ætti því að vera með eðlilegum hætti eftir helgi." ,,Eðlilegum" hætti! Haldið þið að skólastarf verði með ,,eðlilegum hætti" eftir þetta?
Mikið óskaplega á eftir að vera gaman í vinnunni. Starfsánægjan alveg blússandi af hverju andliti. Oh, hvað skólastarfið á eftir að verða frjótt og skapandi og skemmtilegt.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Jemundur, var allt í einu að fatta að annar einstaklingur sem ég kannast (því miður) við og er með ofsóknaræði á alvarlegu stigi gæti mistúlkað síðustu færslu á þann veg að ég sé að tala um hann. Ég er ekki að tala um þig! (Ég er náttúrulega að tala um þig í þessari færslu en ekki síðustu.) Eintaklingurinn í síðustu færslu er einstaklingur sem ég ber virðingu fyrir og er líkamlega veikur, ekki andlega.
Ef ríkisstjórnin fær leyfi frá ASÍ þá verða sett lög á verkfallið. Það skiptir auðvitað ýmsu með hvaða forsendum lögin eru en mér finnst líklegt að ég segi upp.Ég er alveg til í að fara eithvað annað.
Fékk þær fréttir í gær að einstaklingur sem ég þekki er alvarlega veikur. Vona alveg innilega að það lagist allt.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Fór í fyrsta tímann í kvöld af þremur um Sögu kirkjunnar og Da Vinci lykilinn hjá leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Það var fullt út að dyrum, Da Vinci lykillinn greinilega algjör bóla. Nú, það lá náttúrulega ljóst fyrir að námsskeið á vegum þjóðkirkjunnar sem prestur kennir myndi reyna að leiðrétta hlut kirkjunnar. Ég er þarna til að láta vísa mér veginn í heimildirnar því ég veit ekki hvar ég á að léita. Hins vegar verð ég að segja eins og er að mér fannst presturinn full-hlutdrægur. Fyrsti tíminn fór sem sagt í að staðfesta það að Jesús var ekki giftur. Bara svo það sé alveg á hreinu. Þarf væntanlega ekki að taka fram að fyrst hann var sko bara alls ekki og engan veginn giftur þá gat hann ekki hafa sett stofnun kirkjunnar í hendur konu. Hjúkk itt strákar, þarna rétt sluppum við með skrekkinn. Ég hef samt athugasemdir við rökfærsluna.
Það eru engar heimildir um það að Jesús hafi verið giftur eða hafi átt börn. Ókey, ættum við að skoða fjölmiðla, bækur, heimildir í dag. Er mikið talað um það að karlmenn séu giftir? Nei, það er yfirleitt ekki nefnt. Það er iðulega tekið fram ef konur eru giftar og þá hverjum. Það er líka iðulega tekið fram ef konur eiga börn. Mér er sérstaklega minnisstæð fyrirsögn á þá leið að þriggja barna móðir hefði klifið Everest eða eitthvert fjall. Það er aldrei tekið fram hversu mörg börn karlar eiga sem klífa fjöll. Auk þess held ég að það hafi bara ekkert þótt merkilegt að karlar væri giftir og ættu börn 0-33 þannig að af hverju ætti það að vera eitthvað sérstaklega nefnt? Konur voru/eru skilgreindar út frá tengslum sínum við aðra, ekki karlar. Svo ekki sé talað um að ef kirkjuþingið í Nikeu ákvað að eyða öllum heimildum um það að Jesús hefði verið giftur er þá eitthvað undarlegt að engar heimildir finnist? Voru heimildir það miklar á þessum tíma og við erum að tala um tæplega 2000 ára gamlar heimildir. Það að engar heimildir finnist finnst mér bara ekki sanna neitt.
Þá nefnir hann guðspjall Maríu Magdalenu sem segir ekkert um að þau hafi verið gift, það eina sem það segir er að hann hafi kysst hana á kinnina ef ég man rétt. Það sé ekkert kynferðislegt við kossinn. Ókey, finnst okkur líklegt að eitthvað hot'n'heavy hafi verið sett í guðspjall árið 40? Finnst okkur það líklegt? Ekki mér.
Þá er komið að Síðustu kvöldmáltíðinni eftir Da Vinci. Jóhannes var yngsti lærisveinninn og sá sem Jesús elskaði, þess vegna var hann alltaf næstur Jesú. Jóhannes var alltaf gerður kvenlegur á öllum málverkum. Er það í alvöru betra að hann hafi verið hommi? Ekki að það sé neitt að því en er í alvöru allt betra en hann hafi verið giftur?
Smá útidúr. Komið hafa upp kennngar um að kynskipti hafi átt sér stað í Njálu. Að Njáll, karl hinn skegglausi hafi í raun verið kona og Bergþóra, stóra brussukerlingin hans hafi verið karlinn. Það sem styður þessa kenningu er t.d. skeggleysi Njáls sem hlýtur að teljast mjög undarlegt og það að þau hjónakor bjuggu á Bergþórshvoli. Er ekki líklegt að bærinn heiti eftir bóndanum? En það gat auðvitað ekki verið sett á skinn að hetjan Gunnar hafi leitað ráða hjá konu. Það hefði verið kempunni til minnkunar.
Þetta nefni ég því er ekki líklegt að fyrst konur voru svona aumt og ömurlegt fyrirbæri í den tid að þær máttu ekki og gátu ekki skipt karlmenn máli að María hafi bara verið breytt svona pent í unglingspilt? Spyr sú sem ekki veit. Presturinn sagði að við mættum senda honum póst með spurningum. Is he in for a treat!

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Mér finnst bæði leitt og óþarft að Þórólfur skyldi segja af sér. Vísa bara til þess sem ég hef sagt áður um þetta mál. Ansi er ég samt hrædd um að þetta snúist minna um heilaga vandlætingu en að einhver hafi séð sjálfum sér færi á borgarstjórastólnum.
Það er samt dálítið fúlt að detta aftur í svona ,,pásu". Þetta er eins og lífið sé einhvern veginn í pásu. Maður er eitthvað að dóla og slæpast en getur ekkert gert af viti því að verkfallið gæti leysts allt í einu. Ég veit t.d. ekki hvort ég ætti að reyna að fá mér vinnu, ég var eiginlega búin að ákveða það fyrir rúmri viku síðan en þá skall allt í einu á frestun. Get ekki flogið út, peningalaus og... Verkfallið gæti allt í einu verið búið. Er gaman að fara hringinn í nóvember? Bíllinn minn er reyndar búinn á því. Gæti náttúrulega fengið einhverja kaupleigu og svo bara den tid den sorg. Nei, ætli það sé ekki bara DVD og þunglyndið.
Tveir góðir.

mánudagur, nóvember 08, 2004

Þetta eru nokkuð afgerandi niðurstöður. Enda var ég ekki í verkfalli í 6 vikur til að sætta mig við launalækkun. Þá er bara spurning hversu lengi í viðbót verkfallið varir.
Ég bíð alveg spennt eftir kosninganiðustöðum og hvernig við þeim verður brugðist. Það væri náttúrulega eftir öllu að ófétið verði samþykkt!

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Oh, damn it! Ég var að reyna að búa til ljóð en ég hef engan rhytma. Ef einhver kann þetta þá má gjarna benda mér á villurnar. Ég veit að það eru bara 5 atkvæði í 2. og 4. línu þriðju vísu. Ákvað bara að það væri í lagi. Það er það kannski ekki?

Draugagangur í sálinni


Upp í eymdarinnar kirkjugarð
eltir draumurinn sjálfan sig.
Rumskar vofa þess sem aldrei varð
og vefur sér utan um mig.

Þá svíða aftur gömlu sárin,
sorgin leikur á hörpu brag.
Nú flæða aftur tregatárin,
taktfast muldra sitt raunalag.

Í skjóli nætur skuggar líða
skunda í mitt hús.
Í örmum mínum ástin blíða
aldrei varð mér fús.

Í náttmyrkursins vofuveröld
vakna gamlar þrár og kætast.
Höfuðsins draugar dansa í kvöld
draumar sem munu' aldrei rætast.




Jemundur, ég hef klúðrað einhverju!

Og þó, kannski ekki. En er sniðugt að hafa prófílinn þarna?
Tek út Don't tread on me.
neeii

Jósefína og litla stærri frænka að kljást fyrir 14 árum síðan. Þær eru jafngamlar og mamma passaði frænku á meðan stóra systir var í skólanum. Stóra systir átti sko Kleópötru mömmu Jósefínu og þær voru óléttar á sama tíma.

Dálítið mikið piparjúnkulegt að tala um kettina sína og systrabörn? Ég var að átta mig á þessu þegar ég skoðaði myndasíðuna mína áðan að ég er orðin alveg týpísk piparjúnka. Kattamyndir og litlu frænkurnar.
Ég og litla systir förum alltaf að hlæja þegar við horfum á Simpsons og Patty og Selma Bouvier birtast á skjánum í Spinster City Apartments. Þetta er alveg framtíðarsýnin.
,,Ég á engan hlut að þessu máli. Annan en þann að hafa setið í stjórninni." Já, þessi oggó pínu litla stjórnarseta þarna. Það er nú óþarfi að gera úlfalda úr mýflugu.

laugardagur, nóvember 06, 2004

Alltaf gaman að fá ruslpóst. Typpastækkana og klámtilboð dynja á manni. Það hefur farið í taugarnar á mér að þessi ruslpósta forrit fatti það ekki að ég er kvenkyns. En mér brá dálítið núna áðan þegar ég fékk þennan póst: Astasvavars, Anxiety Pills - Low Cost.
Jeee!!! Núna eru ruslpóstaforritin orðin of góð! How did they know!!
Neeii...
Æ, ég veit ekki alveg með hann Þórólf. Mér finnst eiginlega ekki sanngjarnt að hann sitji uppi með skömmina af þessu samráði og forstjórarnir sleppi. Af hverju að hengja litlu kallana? Ef maður er í þeirri stöðu að vinna einhvers staðar og yfirmennirnir eru að fremja lögbrot hvað gerir maður þá? Kærir þá til lögreglu, er rekinn með skít og skömm með það mannorð að maður sé ekki trygglyndur starfsmaður? Fær hvergi vinnu nema kannski að sætta sig við lægri status en maður er vanur og getur ekki boðið fjölskyldunni upp á það sama og venjulega. Eða, tekur maður þátt og leitar sér að annarri vinnu á meðan? Var það ekki það sem hann gerði? Ekki það að ég sé að verja borgarstjórann eitthvað sérstaklega, mér er nokk sama hver er borgarstjóri á meðan hann er vinstra megin við línuna. Mér finnst bara skrítið að það sé ráðist að Þórólfi úr öllum áttum en þjóðin minnkar ekkert viðskipti sín við glæpafyrirtækin. Er ekki einhver þversögn í þessu? Forstjórarnir sleppa, fyrirtækin sleppa en Þórólfi er slátrað. Það er pólitísk skítafýla af þessu.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Brunaði í BT strax eftir vinnu til að fjárfesta í Shrek 2 ,,strax í dag". Þegar á staðinn er komið sé ég að myndin kostar ca. 2.700,- Ég er ekki alveg nógu ánægð með það þar sem Troy kostaði ekki nema ca. 1.700,- Læt mig nú samt hafa það enda búin að fá útborgað:) Fer svo að athuga hvort Live Aid DVD diskurinn sé kominn því fyrst var talað um 1. nóv. (Sé núna að hann á ekki að koma fyrr en 16.) Fer og spyr einhvern kornungan starfsdreng hvort læfeid sé ekki komið. Hann starir á mig eins og hann hafi bara aldrei heyrt þetta áður. (Sem hann hefur væntanlega ekki gert.) Svo ég bæti því við að ég sé nú bara búin að bíða í 20 ár. Hann fær enn þá meira goose-look á andlitið en segist ætla að fletta þessu upp fyrir mig. Virðist samt halda að þetta sé vive eitthvað sem ég leiðrétti auðvitað snarlega enda vaskur kennari. Hann kemur aftur og segir að ,,þetta" (einn stærsti viðburður tónlistarsögunnar, þetta unga fólk! Fussum svei!) sé ekki komið inn enn. Ég þakka pent fyrir upplýsingarnar og lyfti Shrek og spyr hvort það sé ekkert verðstríð við Elko núna. Andlitið lýsir því að jú, ljósin eru kveikt en það er enginn heima. En svo kemur að það hafi verið hægt að fá tösku en þær gætu verið búnar. Ég þakka kærlega fyrir þetta líflega spjall og fer á kassann. Heimta að sjálfsögðu tösku en þær voru víst búnar.
Maður er eitthvað tættur þessa dagana. Ég er búin að taka hvert trompkastið* á fætur öðru. Mín kommúníska taug varð særð svo illilega að ég hvessti mig talsvert við nemendur mína. Þau voru samt svo sæt við mig að taka það ekki alvarlegar en það að þau spurðu mig stríðnislega í næsta tíma hvort ég væri farin að anda aftur. Ég ætla ekki að skrifa um nemendur mína á þessum vettvangi en bekkurinn minn er samt æðislegur:)
Ég er líka búin að vera á arginu yfir vesalings skólastjórnendum síðastliðna þrjá daga. Ég veit samt ekki alveg af hverju, við erum eiginlega sammála. Ég ætla ekki heldur að tala um yfirmenn mína á þessum vettvangi en ég er nefnilega með alveg fína yfirmenn. Ég er bara talsvert ánægð í vinnunni. Held það sé bara eitthvað undirliggjandi stress í gangi. Er mjög hrædd um að það sé von á löngu verkfalli. Var verið að segja mér að Mannréttindadómstóllinn hefði snuprað ríkisstjórnina/Alþingi fyrir að setja lög á sjómannaverkfall. En við gefumst ekki upp!

Svo fórum við systur og litla frænka í Dýraríki að kaupa kattamat. Þar festumst við fyrir framan stórt fuglabúr og fylgdumst með 6 litlum fuglum troða sér sitt á hvað í litla rólu. Það var ekki pláss fyrir nema 5 svo einn þrýstist alltaf upp. Sá sem þrýstist upp settist ofan á hina og tróð sér niður þar til einhver annar þrýstist upp. Þetta fannst okkur ferlega fyndið og hlógum og flissuðum fyrir framan fuglabúrið í lengri tíma. Stundum þarf svo lítið til að gleðja mann.


*Vinsamlegast athugið að stundum er fært í stílinn for dramatic purposes.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Skemmtilegur þessi Michaelangelo þáttur. O, mig langar til Rómar.
Þetta er búið að vera ljóti dagurinn.
Fyrst var ég trakteruð á þvílíkum dónaskap að ég næ bara ekki upp í nefið á mér ég er svo sármóðguð. Og svo fékk ég alveg fáránlegar fréttir. Eðli málsins samkvæmt þá get ég ekki rætt það á opinberum vettvangi en í grófum dráttum snýst það um þetta:
Fólk fær góða hugmynd og maður gengur undir manns hönd til að hrinda henni í framkvæmd. Þetta kallar á að skriffinnskubáknið taki við sér. Svo loks þegar það er búið að ýta nógu mikið og hafa mjög mikið fyrir þessu þá sér báknið að það getur nýtt sér hugmyndina en ekki á þann hátt sem upphafsfólkið fór af stað með. Upphaflegu hugmyndinni er bara ýtt út af borðinu og fólkið sem er búið að vinna í þessu situr eftir með sárt ennið.

Og til að kóróna allt saman þá vann fíflið hann Bush! Hvað er að þessum Könum?

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

,,Þetta er eins gott og að fá koss frá fallegum manni" sagði samstarfskona mín þegar hún prufaði white extra sweet fruit. Þá skil ég af hverju ég er búin að vera húkked síðan í sumar. Ég hélt reyndar að það væri vegna þess ég notaði alltaf fruit nikótín tyggjó þegar ég var að hætta að reykja þá hefði slegið saman línum í hausnum á mér. En þetta er miklu betri skýring.
Æ, maður er bara eitthvað slappur í dag. Spennufall eftir alla reiðina í gær og fyrradag. Það er samt gott að vera byrjuð að vinna, ég ætla hreint ekkert að neita því.

Ég ætla að láta fylgja hérna til gamans texta sem ég setti saman um það hvernig er að færast af yngsta stigi upp á miðstig. Það er engir stuðlar né höfuðstafir enda bara gert til gamans. Sungið við Lagið um það sem er bannað. (Ég mundi eftir þessu í dag af því að ég var að kenna 2. bekk tónmennt í forföllum og við sungum Lagið um það sem er bannað m.a.)

Miðstig

Það má ekki lengur skrifa rangt
ekki heldur hafa alltof langt.
Ekki fara í fýlu þótt einhver sé að spæla
ekki einu sinni fara að væla.

Það má ekki týna af trjánum lauf
jafnvel þótt þau séu alveg skrauf.
Ekki sækja bolta sem lenti úti í runna.
Ekki segja ,,kunti” heldur kunna.

Þetta kennaralið er svo skrítið
það er alltaf að skamma mann
þó maður geri ekki neitt
það er alltaf að skamma mann.

Það má ekki spegla tölustaf
og ekki heldur stinga bara af.
Leysa fullt af þrautum til að læra að reikna
ég sem vil bara læra að teikna.


Það má ekki hlaupa alltof hratt
og ekki heldur halla undir flatt.
Ekki bara troðast heldur ganga hægra megin
ekki gera svona heldur hinsegin

Viðlag.

mánudagur, nóvember 01, 2004

Jæja, þá er miðlunartillaga og atkvæðaseðill komið í hús. Miðlunartillagan var að vísu búin að berast út í tölvupósti um helgina svo maður er búinn að kynna sér málið.

Samþykkir þú miðlunartillögu Ríkissáttasemjara?

Nei 'skan. Glætan.
Úff, ellin skall á mér með offorsi og látum í dag. Allt í einu fékk ég bara þvílíkt tak í hnéið að það var með naumindum að ég gæti stigið í löppina. Svo haltraði ég um og rétt marði það að dragast upp stigana. Þetta var eins og það þyrfti að braka í hnénu en ég gat ekki látið það gerast. Svo hvarf þetta jafn skyndilega og það skall á. Ég er bara alveg bit.
Ég ætla aðeins að hvíla verkfallið. Það eru komin mánaðamót svo ekki aðeins fengum við útborgað (sigur!) heldur get sett inn myndir á myndasíðuna líka sem er auðvitað aðalmálið.

Kolfinna vargatítla. Var sett í pössun til okkar og við neituðum að skila henni.
Vargatítla

Frábær mynd af Jósefínu að skoða í pottana. Alveg með það á tæru að það sé verið að sjóða eitthvað handa sér.

Fína pína og fiskipotturinn

sunnudagur, október 31, 2004

Já, já. Það á sem sagt ekkert að borga okkur fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna. Sniðugt, smá kúgun svona. Við skulum ekki gleyma því, þrátt fyrir allt, að það voru viðsemjendur okkar sem fóru fram á að verkfallinu yrði frestað. Mikið rosalega ætla ég að leggja mig fram svona launalaust og undir kúgun. Djöfulsins skítapakk.
Mikið innilega ætla ég ekki að samþykkja þessa notuðu skeinipappírstillögu.
Ásmundur fer fram á að verkfalli verði frestað svo kennarar og börn finni þefinn af kræsingum hins venjulega lífs. Það vita það allir að það er erfitt að fara aftur. Það myndast sundurlyndi hópnum eins og hefur sýnt sig á spjallrásinni. Eins og áður sagði þá verða börnin og foreldrarnir mjög óhressir ef verkfallið skellur á aftur. Og það er einmitt málið. Tillagan er ekki góð, nánast sú sama og samninganefndin hafnaði um daginn. Svo af hverju var samþykkt að fresta verkfalli? Jú, það er búið að vara núna í sex vikur og engin lausn í sjónmáli. Verkfallssjóðurinn er að verða búinn en það eru mánaðarmót. Aha! Ef verkfallinu er frestað þá fá kennarar útborgað og aðeins hægt að spara verkfallssjóðinn. Og ekki nóg með það. Þessi eina vika sem verður kennd er vetrarfrísvikan, lögboðaður frítími kennara og nemenda. Ef Fræðsluráð vill endilega láta kenna, sem það vill, þá verður að borga kennurum yfirvinnu alla dagana. Þetta væri alveg verulega flott refskák ef peðin væru ekki 45.000 börn.
Hins vegar hef ég heyrt því fleygt að við fáum ekki útborgað. Þrátt fyrir að mér finnist plottið dálítið rosalegt þá held ég að sveitafélögunum sé nú ekki stætt á því. Þetta var útspil viðsemjenda okkar, þeir verða bara að taka mótleiknum þótt þeir hafi leikið af sér.

Annað sem ég heyrði um daginn. Ég vissi að síðustu samningar hefðu verið samþykktir með naumum meirihluti. Það var veriðað segja mér að sá meirihluti hefði verið 51%. Það vill svo fáránlega til að skólastjórnendur sem eru á hærri launum eru atkvæðisbærir og leiðbeinendur einnig sem eru oft bara tímabundið í kennslu. Þá voru síðustu samningar mjög góðir fyrir eldra fólkið. Faðir einnar var að fara á eftirlaun og þessi samningur hentaði því fólki mjög vel. Þannig að þessi ,,góði" samningur síðast var kosinn yfir kennara af fólki sem þurfti ekki að vinna eftir honum.

laugardagur, október 30, 2004

Skildi ég það rétt að samninganefndin hefði samþykkt að fresta verkfallinu til að við fengjum fyrirfram greiddu launin okkar útborguð fyrir nóvember? Ég er ekki sátt við svona vinnubrögð og finnst þau ekki siðleg.
Það búið að vera umræða um það í fjölmiðlum hvernig eigi að koma í veg fyrir þessi endalausu verkföll kennara og tryggja rétt barna til náms. Allir eru sammála um (í fjölmiðlunum) að verföll séu úrelt vopn sem eigi að banna. Hvernig kennarar og aðrar stéttir eigi að heyja sína kjarabaráttu í staðinn er ósagt látið. En krafan um að banna kennurum að fara í verkfall er mjög hávær.
Það er auðvitað mjög sniðugt. Það verður þá haldið áfram að valta yfir kennara á skítugum skónum og þeim borguð smánarlaun. Fólk mun hrekjast úr stéttinni og lítil sem engin endurnýjun mun eiga sér stað. Hvernig börn eiga að nýta sér réttinn til náms í kennaralausum skólum veit ég ekki enda ekki mitt vandamál þar sem ég verð hætt og farin.
Lausnin er hins vegar mjög einföld. Hvernig á að koma í veg fyrir þessu ,,endalausu" verkföll kennara?
Haldið ykkur fast, þetta er alveg ný hugmynd og fersk og engum í fjölmiðlunum hefur dottið þetta í hug.
Hvernig væri að borga þeim mannsæmandi laun svo þeir þurfi ekki í verkfall. Duh...

föstudagur, október 29, 2004

Macchiavelli myndi standa upp og klappa Ásmundi Stefánssyni lof í lófa fyrir stórkostlega stjórnkænsku ef hann væri á lífi. Það sem var öðruvísi í þessari kjaradeilu miðað við þær sem á undan eru gengnar var hin mikla samstaða kennara og stuðningur við samninganefndina okkar. Kröfugangan sýndi það og sannaði svo um munaði enda kennarar orðnir langþreyttir á launakjörum sínum. Hvað er þá til ráða? Jú, það verður að svína fram hjá samninganefndinni og brjóta upp samstöðu kennara. Miðlunartillagan er fram hjá báðum samninganefndum, þær hafa mest lítið um hana að segja. Hvers vegna samninganefnd kennara samþykkti að fresta verkfalli skil ég hins vegar ekki og vil gjarna fá skýringu á því. Þvi það sem þetta hefur í för með sér er mjög einfalt:
Ég sjálf finn hvað ég er fegin og ánægð að vera byrjuð aftur að vinna. Mig klæjar í lófana að byrja kennsluna og keyra námsefnið áfram. Sérstaklega 10. bekkinn minn. Þjóðfélagið er ánægt að skólarnir séu aftur byrjaðir. Það eru allir ánægðir að lífið sé komið í eðlilegar skorður.
Halldór Ásgrímsson mætir í útvarpið og talar um að kennarar séu að fá: ,,verulegar kjarabætur". Birgir Björn talar um að: ,,þetta sé mikill kostnaðarauki fyrir sveitafélögin".
En hvað ef þetta er ekki rétt? Hvað ef þetta er einhver míní-hækkun? Ég hef enga hugmynd á hvaða forsendum ég er að vinna þessa dagana. Er ég að vinna á gamla skítasamningnum sem ég var í verkfalli í 6 vikur til að losna undan? Eða er ég að vinna á einhverri miðlunartillögu sem ég veit ekki einu sinni hver er? Við fáum tillöguna ekki í hendurnar fyrr en á mánudaginn. Okkar forsvarsmenn mega ekki koma og kynna okkur samninginn. Við megum ekki sýna utanaðkomandi fólki hann. Helst á hver og ein(n) að sitja heima hjá sér með dregið fyrir gluggana og finna út úr þessu sjálf(ur). Það er eitthvað gruggugt. Og þótt það megi ekki segja frá innihaldi tillögunnar þá mun hún leka í fjölmiðla. Það er næsta víst hvernig sú umfjöllun verður. Halldór er búinn að setja tóninn. Fréttaflutningur verður á þá leið að þetta sé góður samningur sem felur í sér verulegar kjarabætur. En ef svo er ekki hvað gera kennarar þá? Það verður mjög erfitt að fella tillöguna. Ég vil ekki fara aftur í verkfall. Foreldrar vera mjög óánægðir ef börnin verða send heim aftur. Þjóðfélagið verður kennurum enn andsnúnara en áður því allir verða sannfærðir um að miðlunartilagan feli í sér kjarabætur.
Já, Ásmundur, þetta var verulega klókt.
VÓÓÓAAAAA!!!!!!
Fer að vinna! Fer að vinna! Fer að vinna! Fer að vinna! Fer að vinna! Fer að vinna!

fimmtudagur, október 28, 2004

Sá dreng í dag á hjóli og hann var að tala í GSM. Er ekki skylda að vera með handfrjálsan búnað á hjóli?

Fór með litlu systur í hesthúsið, bara svona til að gera eitthvað annað en að sitja á rassinum í allan dag. Þar sat ég á rassinum og horfði á hana mála.
Í hesthúsinu er fullt af högnum og þar á meðal tveir bræður. Þeir eru voða krúttitúttur og finnst gott að láta klappa sér en eru gjarnir á að merkja mann sér til eignar. Nú finnst mér það svo sem ágætt að eitthvað karlkyns skuli vilja eiga mig en þetta var ekki alveg tegundin sem ég hafði í huga.

Þar datt íbúðalánið inn um dyrnar og gjaldþrotið hætt að vera fjarlæg ógn. Vinna virðist vera eina skynsamlega lausnin en ég hef samt á tilfinningunni að verkfallið sé að fara að leysast. Ekki nema að vonin sé að hlaupa með mig í gönur. Það væri þá ekki í fyrsta skipti. Vont að hafa ekki spádómsgáfu. Ég hefði byrjað strax að vinna hefði ég vitað að þetta yrði svona langt. Núna finnst mér það ekki ekki taka því. But then again þá virðist engin lausn í sjónmáli.

Talandi um eðal hljómsveitina Nylon. Í haust þegar skólinn var að byrja þá mætti fólk í smartibus fötunum sem það hafði keypt um sumarið. Á fyrstu dögunum varð ljóst að einar fjórar áttu nákvæmlega eins jakka. Það er náttúrulega alveg glatað að vera smart og fínn og horfa svo á sama outfittið allsstaðar. Þá spurði einn hvort þær væru búnar að stofna pæjuhljómsveitina Stylon. Og er það nú hin opinbera skýring.

miðvikudagur, október 27, 2004

Jííí... Ég má ekki missa af Nylon maraþoninu á morgun!
Fór í ræktina í kvöld. Yfirleitt fer ég bara í gallanum heim og baða mig þar en núna ákvað ég að skella mér í sturtu í ræktinni. Það er risastór spegill í sturtunum. Ó, vei. Þar hrundi sjálfsmyndin algjörlega.
Það er ekki að spyrja að dugnaðinum, búin að þrífa heilt herbergi hátt og lágt. Afraksturinn er þeim mun meiri að ég bý, þrátt fyrir að vera hátekjumanneskja, í tveggja herbergja íbúð.
En af því að ég er að taka til þá fann ég gamalt tímarit Morgunblaðsins með viðtali við Helgu Braga og Stein Ármann. Og ég fór að pæla að núna dynur á okkur mikil umræða um offitu, sérstaklega á meðal barna. Hins vegar kom í sjónvarpið um daginn konur frá Speglinum og Bugl til að ræða um átröskunarsjúkdóma. Ég veit að átröskunarsjúkdómar eru mjög alvarlegir en er offita svona ofboðslega alvarleg eins og af er látið? Jú, mér skilst að börn séu að fái týpu 2 af sykursýki en síðast þegar ég vissi, og mér getur að sjálfsögðu skjátlast, þá var týpa 2 læknanleg. Auðvitað þarf að sporna við offitufaraldrinum en ég er ekki viss um að það sé rétt að þessu staðið. Nær áróðurinn til þeirra sem hann þarf að ná eða nær hann til hinna sem eru í hættu að fara að svelta sig og fá alvarlegri sjúkdóma fyrir vikið? Fyrir nú utan það að fyrirmyndirnar sem börnin hafa eru grindhoraðar. Og þá er ég ekki bara að tala um kvenkyns fyrirmyndir heldur strákana líka. Þeir vöðvastætir og skornir. Ég sá viðtala við Usher (sem ég held að sé voða vinsæll núna) og hann var að lýsa því að hann færi reglulega í stólpípumeðferð til að ,,hreinsa" sig.
Svo er náttúrulega ekki sama hvernig að þessu er staðið. Mér er t.d. sérstaklega minnisstætt viðtal við næringarráðgjafa í Fréttablaðinu fyrir þó nokkru sem lýsti því hversu ógeðfellt væri að sjá feitt fólk að dansa. Mér getur aftur og enn skjátlast en ég hélt í fávisku minni að öll hreyfing væri af hinu góða. En svona umfjöllun hvetur feitt fólk ekki til að hreyfa sig, er það? Hins vegar vil ég taka það fram af því að það er sérstaklega verið að tala um börn og offitu að ég er nú grunnskólakennari og ég sé ekki öll þessu feitu börn sem eiga eiga skv. umfjöllun að vera á landinu. Ég sé hins vegar mikið grönnum og ívið of grönnum stúlkum.
Mig langar að varpa fram spurningu. er raunverulegur ,,offitufaraldur" í gangi sem ógnar heilsu barna og fullorðinna eða ættum við að endurskoða fegurðaskyn okkkar aðeins?
Ég er ennþá með aðkenningu að þessum hausverk. Hreint ekki ánægð með það.
Ég þarf nauðsynlega að vita hvenær verður samið. Sá að það var verið að auglýsa eftir fólki á Grund í fullt starf og hlutastarf og alls konar. Ef það verður samið fljótlega þá tekur því ekki að sækja um en ef þetta dregst enn á langinn þá væri ágætt að hafa vinnu. Verkfallssjóðurinn á jú bara að endast í 8 vikur. Should I stay or should I go?

þriðjudagur, október 26, 2004

Er búin að vera með dúndrandi djöfulsins hausverk í allan dag sem verkjalyf vinna ekki á. Hata svoleiðis hausverki.
Er ekki ánægð með lífið og tilveruna. Farið að leiðast þetta hangs og bið. Leiðist að bíða eftir einhverju sem ég get ekki haft nein áhrif á né gert neitt í.
Æ, þetta er bara einhver nöldurfærsla. Hætti og sný mér að hinum skjánum. Missti af Survivor í gær.
,,Það er merkilegt að heyra forystusveit kennara tala um að þeir hafi efni á því að fara í langt verkfall því verkfallssjóður sé svo digur. Það er ekki eins og verkfallssjóður sé kominn af himnum ofan heldur eru það kennararnir sjálfir sem borga í hann, allt of háa fjárhæð mánaðarlega. Hins vegar er vonlaust fyrir þá að ná þessum dýrmætu krónum til baka nema með því að fara í verkfall. Þetta er í meira lagi undarlegur hvati, og raunar ætti samninganefnd sveitarfélaganna að gera það að skilyrði fyrir samningum að hætt verði að fita þennan sjóð. Í verkfalli greiðir verkfallssjóður hverjum kennara í fullu starfi 3000 kr. hvern verkfallsdag eða um 90.000 kr á mánuði. Launahækkunin þarf því að vera umtalsverð einungis til þess að vinna upp launatapið í verkfallinu. "

Þetta sagði Davíð Guðjónsson um Enn eitt kennaraverkfall á Deiglunni um daginn.

Það eru náttúrulega hinar ýmsustu túlkanir um hina ýmsustu hluti. Þegar kennarar fara í verkfall þá er það til að ná út eign sinni. Svo reiknað út að þeir stógræði á tilboðum af því að þeir eru að fá bætur. Það væri voða gott ef það væri hægt að komast að niðurstöðu um þetta.
Hins vegar finnst mér það liggja ljóst fyrir að ,,bæturnar" hljóti að vera eign kennara þar sem þær koma af laununum okkar. Og verkfallssjóðurinn er ekki endalaus, þar inni er aðeins það sem við höfum greitt í hann.
Það átti sér umræða um það fyrir verkfall hvort maður gæti unnið í verkfallinu og hirt bæturnar líka. Mér og nokkrum fannst það ekki eðlilegt en öðrum fannst það eðlilegt því þetta væru peningar sem við ættum.
Það er eitthvað af fólki að vinna og hirðir bæturnar líka. Ber þeim þeim að endurgreiða þær? Fólk missir atvinnuleysisbætur um leið og það byrjar að vinna. Ef verkfallssjóðurinn er ekki eign kennara þá hlýtur það sama að gilda um verkfallsbæturnar og atvinnuleysisbæturnar.
Um daginn þegar við systur vorum í bílastússinu þá var kona á bensínstöðinni að (sennilega) láta yfirfara bílinn eitthvbað fyrir veturinn. Afgreiðslumaðurinn er eitthvað að hjálpa henni og ég heyri hana segi hátt og snjallt: ,,Þetta að framan? Ég kann ekkert að opna það." Þegar ég kem út aftur þá er búið að opna húddið og maðurinn að spyrja um eitthvað og svörin alltaf á þá leið að: hún bara viti það ekki. Alltaf var þetta tilkynnt með hárri röddu og eins og hálfgerðu stolti.
Mikið rosalega fara svona ósjálfbjarga kellingar í taugarna á mér sem halda að það sé sjarmerandi að vita ekkert, kunna ekkert og geta ekkert. Skjóta þær.
Veit ekki hvort mér finnst þetta Duran Duran come-back eitthvað sniðugt. Að vísu fannst mér rosa gaman á Deep Purple tónleikunum í sumar og Egó í haust og það er náttúrulega bara trip down the memory lane. Ég myndi definitly mæta ef Wham væri með come-back. Vantar bara neon bleikar grifflur. Átti aldrei svoleiðis.

mánudagur, október 25, 2004

Ágætur Kastljós þáttur. Ég er mjög ánægð með Jón Pétur. Gæti vel hugsað mér hann sem formann einhvers staðar. Góð spurning. Er það svona svakaleg frekja að fara fram á það að fólk um þrítugt verði með 230 þús. í mánaðarlaun 2008?

Kennarar borga í verkalýðsfélagið sitt af laununum sínum. Hluti af þessu fer í Vinnudeilusjóð. Ég hlýt því að álykta að þær ,,bætur" sem ég er að fá í verkfallinu séu í raun peningar sem ég á. Einhver snillingur hélt því nú fram að kennarar væru að fara verkfall aðallega til að ná peningunum sínum út. Þess vegna skil ég ekki af hverju við þurfum að borga staðgreiðslu af bótunum þar sem við erum nú þegar búin að því. En við borgum sem sagt staðgreiðslu af bótunum. Tel ég einnig nokkuð einsýnt að borga þurfi skatt af eingreiðslunni æðislegu sem dásamlega góði Ríkissáttasemjarinn bauð upp á. Allar meiningar um að kennarar séu að fá 190 þús. fyrir október með því að samþykkja þetta tilboð og þ.a.l. að stórgræða eru því tóm tjara. Ég tók 10 þús. út úr bankanum sem ég átti inni. Skv. sömu rökum hlýt ég þá að vera fá alveg 200 þús í tekjur fyrir október!
Ekki alveg.

Var í Verkfallsmiðstöðinni í morgun og hlustaði á Eirík. Það er rétt athugað hjá honum að það vekur væntingar að hafa samninganefndirnar í Karphúsinu. Falskar væntingar þegar þau steyta alltaf á sama steininum. Hvaða tilgangi þjónar það?

Ég hlustaði líka á kennarann sem stóð upp og hvatti fólk til dáða. Hún var góð.
Af gefnu tilefni vil ég taka fram að það er ekki, ég endurtek, það er ekki viðtal við mig í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Þótt ég sé barmgóð og svaðalega sexí að öllu leyti þá er ég 34 ára og dökkhærð svo þetta passar ekki.

sunnudagur, október 24, 2004

Bíllinn minn, sem er ekki nýr og fínn jeppi eins og Birgir Björn á heldur Ford Orion '87, er eiginlega ónýtur. Bifvélavirkinn minn sagði að hann væri piece of crab og tæki því ekki að gera við hann til að koma honum í gegnum skoðun. En hann er samt með skoðun út nóvember svo ég hafði hugsað mér að keyra hann út. Nema hvað að í fyrradag vill hann ekki bakka út úr stæðinu. Gæti verið sambland af kulda og bensínleysi. Það er nefnilega gat á tanknum svo ég get ekki fyllt hann og þarf að koma mjög oft við á bensínstöðvum. Og svo byrjaði hann að juða og dó. Í kvöld dreg ég litlu systur út í björgunarleiðangur, kaupa bensín á brúsa sem mér tókst að sjálfsögðu að sulla út um allt og gefa mér start. Nema hvað, bíllinn fer ekki í gang. Ég sé mína sæng útbreidda og held að hann sé bara búinn á því. Þá stingur litla systir upp á að kaupa ísvara og setja í bensínið því það sé væntanlega raki í tanknum þar sem það er gat á honum. Ég hef svo sem litla trú á því en til í allt og viti menn! Bíllinn bara flaug í gang! Ég á klára litla systur.
Það er engin spurning að Pitt-inn er sætur.


Hins vegar er það ákveðið umhugsunarefni að hann er ekkert sérstaklega mikill leikari. Hann er frægur aðeins og eingöngu vegna þess að hann er sæt ljóska með flottan kropp. Karlkyns útgáfa af Pamelu Anderson. Svo, af hverju eru sætir strákar mikils metnir með há laun en ekki stelpur? Ekki það að ég ætli að opinbera mínar fantasíur mikið á opinberum vettvangi en þá eiga þær það allta sameiginlegt að aðalleikarinn hefur nafn og andlit. Getur verið að það sé okkur konum sammerkt á meðan karlar eru meira í þessu nameless, faceless dæmi?
Sætir strákar á hvíta tjaldinu eru engin nýlunda. Clark Gable, Cary Grant, sjálfur Valentino. Þessir menn eru náttúrulega frægir út af því að þeir voru svo myndarlegir og konur höfðu svo gaman af að horfa á þá.
Er þá ónefndur sá sætasti af öllu sætu, nánast fullkomið eintak af karlmanni, Gregory Peck. Peck í hlutverki Atticus Finch er hin fullkomna blanda.

Ef það kæmi töfradís og byði mér að fara inn í þennan heim og giftast Atticus Finch í líkama Gregory Pecks þá myndi ég sko ekki þurfa að hugsa mig um.
Skellti mér aftur í ræktina. Ég er að verða svo mössuð! Fór svo í kaffi til stóru systur, maður má nú ekki horfalla. Þar er lítil kisustelpa í heimsókn sem smellpassar bara við allt í íbúðinni. Frænkurnar eru auðvitað alveg veikar að halda henni en hún á heima annars staðar. Fólkið er bara ekki heima og hún hefur sennilega sloppið óséð út. En ef það er ekki þetta fólk sem á hana þá...

laugardagur, október 23, 2004

Fékk 6 daga ókeypis kynningu svo ég stakk nefinu inn á líkamsræktarstöð og andaði á tækin. Það var ekkert svo óskaplega skelfilegt. Ég er að vísu alveg klárlega ómeðvituð um æfingagallatískuna í dag en var samt ekki hent út og hlátrasköllin voru ekki mjög há. Ætla að prófa að fara aftur á morgun. Sé svo til aftur kynningartímabilið. Búin að styrkja líkamsræktarstöðvar nokkrum sinnum með fjárframlögum án þess að taka neitt út í staðinn. En þetta var ekkert svo slæmt...
Leyfði mér að apa upp höfundarréttaryfirlýsinguna (viðeigandi) á síðunni hjá Sverri og laga að mínu. Vona að það sé í lagi. Breyti því ef svo er ekki.
Það varð sem sagt ofan á að vera heima og horfa á Troy. Alveg ómögulegt að fara út á meðal fólks. Það var líka allt kvenfólkið í fjölskyldunni að horfa á gæjana, nema litla frænka sem skildi bara ekkert í þessu!
Ég er algjörlega miður mín yfir meðferð Hollywood á Illionskviðu. Þetta er ekkert minna en skemmdarverk. Sagan er hreinlega skrifuð upp á nýtt! Svo skil ég ekki hvernig var hægt að sleppa goðunum svona gjörsamlega. Ég sá fyrir mér flott atriði með hjálp tækninnar. Eitthvað í anda myndaskreytingar Alex H. Blum á Ilionskviðu.

Nei, nei, guðunum er bara alveg sleppt. Mér finnst samúðin samt liggja hjá Trójumönnum og engin spurning að það er Hektor sem er mesta hetjan. Veglyndur og hugrakkur fjölskyldufaðir.

Pitt-inn brást ekki. Sá hefur verið duglegur að æfa! Man eftir því þegar ég sá hann fyrst í Thelma & Louise. Við systurnar misstum báðar kjálkana niður á gólf.
Eric Bana hefur allt til að bera sem prýtt getur æðislegan karlmann. Myndarlegur, dökkhærður og skeggjaður. Hann heillar mig samt ekki. Það er bara eitthvað. Orlando Bloom er náttúrulega bara barn, unglingsfrænku fannst gaman að horfa á hann:)

föstudagur, október 22, 2004

Hef ekki enn náð að horfa á Troy. Það var svo yndislegt veður í dag að ég þáði að fara í hestaskoðunarferðalag. Þá liggur auðvitað beint við að horfa á hana í kvöld en það er skyldumæting í partí í kvöld. Hmmmm... Þetta er ægileg dilemma.

Ólafur Proppé sagði í fréttunum áðan að honum fyndist í sjálfu sér eðlilegt að fólk fjárfesti í menntun sinni og sækti sér síðan hærri laun á vinnumarkaði. Á fólk að fá borgað fyrir menntun?! Þvílíkur menntahroki!

Skv. Daníel þá eru háskólamenntað fólk á almennum markaði með 370 þús. í laun og framhaldsskólakennarar með 330 þús. Ég þarf greinilega að athuga minn gang eitthvað.
Skellti mér á skyggnilýsingarfund í gær. Það var bara gaman. Það kom ekki múgur og margmenni í heimsókn til mín. Skil að sjálfsögðu ekkert í því. Ég var næstum því búin að láta búa til fyrir mig stjörnukort um daginn. Tel auðsýnt að það er eitthvað að.

Ætla að drífa mig og kaupa Troy út á kredit og slefa yfir Brad Pitt. Að vísu hélt ég alltaf með Hektor og Trójumönnunum hér í gamla daga þegar ég átti teiknimyndasöguna en sá sem leikur Hektor er bara ekki nógu sætur.

fimmtudagur, október 21, 2004

No, no. Búið að fresta samningaviðræðum um tvær vikur. Ásmundur ætlar örugglega að athuga hvað Alþingi gerir. Ef það verða sett lög þá verður stríðsástand. Ef það verða ekki sett lög þá verður verkfallið langvinnt. Er að hugsa um að leita mér að vinnu.
Ég var að fá alveg ömurlega hugmynd. Kannski er það sem ég hélt að væri ótrúlega óheppileg tilviljun alls engin tilviljun heldur ástæða. Það myndi útskýra margt. Enda tilviljunin var alveg með ólíkindum.

Ástæðan fyrir því að ég hangi heima og í tölvunni: Ég er að ,,taka til". Hahahaha...
Kirkjugarður minninganna

Úr alfaraleið í myrkrinu
krafsa ég með blóðrisa fingrum í frosna jörð.
Reyni að husla líkið
af andvana fæddri ást
við hliðina á voninni
sem dó í haust.

Drama, maður, draaamaaa....!
Mér fannst fréttaumfjöllun um kröfugönguna okkar í gær harla ómerkileg. Það er búið að vera kennaraverkfall í rúman mánuð. Does anybody give a shit?

Bætti við þremur skemmtilegum bloggurum. Nenni ekki að taka til, les bara blogg.

Mental note to self: Ef þú vilt halda heilanum hættu þá að nota Otrivin.

miðvikudagur, október 20, 2004

Mætti galvösk í kröfugöngu í dag. Var búin að dúlla mikið við spjaldið mitt og flúra bleikum hjörtum sem á stóð:

Á lausu
Á von á launahækkun


Markmiðið var svo auðvitað að troða mér fyrir framan sem flestar myndavélar og koma skilaboðunum á framfæri. En þegar ég mætti með fína spjaldið mitt á Kjarvalsstaði sem var hiitingarstaður þá réðust samkennarar mínir á mig og rifu af mér spjaldið og sögðu: ,,Nei, Ásta! Þetta er ekki svona kröfuganga!" Ég er sko bara sorrý, svekkt og sár. Þau voru bara öfundsjúk út í fína spjaldið mitt. Að vísu sá ég það síðan að þetta var ágætt því vegna kulda þá þurfti ég að dúða mig frekar mikið og fann enga húfu aðra en þessa rauðu og hún er frekar óflatterandi. Ég var að vísu í fínu, fínu vetrarkápunni minni en í þykkri peysu undir og með trefil svo ég leit í rauninni út eins og tunna með rauðum tappa. Svo það var kannski bara gott að þau skyldu taka af mér spjaldið fyrst ég tók mig ekki nógu vel út.

Kröfugangan var fjölmenn og fundurinn mjög góður. Þetta var miklu betra en 1. maí gangan sem var í rauninni bara fámenn líkfylgd verkalýðsbaráttu í landinu. Að öðrum ólöstuðum þá var Jón Pétur Zimsen laaaangbestur. Alvöru verklýðsforkólfur sem hélt þrumuræðu. Ég held að ég hafi heyrt þrumuræðu í fyrsta skipti á ævinni. Sem er auðvitað bara sorglegt og segir okkur mikið um pólitík nútímans sem er upplituð af ímyndunarhönnuðum. Never, ever rock the boat. Alltaf að vera litgreindur, mellow og yfirvegaður. Engar ástríður, ekki vera annt um neitt. Ég er stolt af því að vera grunnskólakennari og tilheyra alvöru verkalýðsfélagi.

Áfram, áfram, áfram kennarar!
Áfram, áfram, áfram kennarar!
Við bökkum ekki baun!
Hærri laun!

Þetta var að þróast í gegnum gönguna. Veit því miður ekki hverjir eiga heiðurinn að því.
Ég horfði á Spaugstofuna í fyrsta skipti í langan tíma um daginn. Þar voru þeir með nýjan texta við Stál og hníf þar sem sagði: Krít og tafla er merkið mitt. Trúnaðarmaðurinn okkar var búinn að semja nýjan texta við lagið áður en verkfall skall á og þar sagði: Krít og svampur er merkið mitt. Mér finnst það betra.

Það viðrar vel til kröfugöngu.

þriðjudagur, október 19, 2004

Þetta er skemmtileg grein og mæli ég með að fólk lesi hana. Ég þekki það úr minni vinnu að sitja á stundum á alveg vita tilgangslausum fundum þar sem heillöngum tíma er eytt í eitthvað blaður sem skilar svo engri niðustöðu.Þetta pirrar mig því þetta truflar mig frá hinni raunverulegu vinnu sem er kennslan og undirbúningurinn fyrir hana. Því þegar ég kem heim til mín þá vil ég helst leggjast upp í sófa og lesa góða bók. Eða horfa á kassann. Eða bara whatever.
Hins vegar held ég að allt þetta annríki komi til af því að fólk skilgreinir sig svo mikið út frá vinnunni sinni. Mér er minnisstætt samtal sem ég varð einu sinni vitni að. Samstarfsmaður minn er segja frá því að honum hafi seint að kvöldi til um sumar orðið það á að keyra dálítið greitt einhvers staðar úti á landi. Annar samstarfsmaður grípur andann á lofti og segir: ,,Já en, þú ert kennari. Hvurslags fyrirmynd ert þú?" Þetta þótti mér alveg magnað því samkvæmt þessu þá er ég kennari allan sólarhringinn allan ársins hring. Ég lít ekki þannig á að ég sé fyrst og fremst kennari sem gegnir nafninu Ásta. Ég er einstaklingurinn Ásta sem vinnur sem kennari.
Þá ætla ég til gamans að vitna umræðu sem kom einu sinni upp um það hverjir mættu sjást fullir niðri í bæ. Stjórnmálamenn eru náttúrulega algjört tabú og prestar og svo kennarar. Kennarar eiga nefnilega að vera góðar fyrirmyndir. Ég mótmæli þessu bara alveg eindregið. Við hljótum að átta okkur á því að fólk er bara fólk hvaða starfi sem það gegnir. Og þótt það sé ár og dagur síðan ég var full niðri í bæ síðast af þeirri einföldu ástæðu að ég er bara orðin gömul og þreytt og nenni ekki að standa í þessu þá áskil ég mér samt alveg fullan rétt til þess.
Láðist að nefna það í síðustu færslu að ofnæmið fer alveg ofboðslega í taugarnar á mér líka. Það hamlar því að ég geti lifað eins og ég vil lifa. Ég get ekki haft gæludýr inni á heimilinu og þegar ég heimsæki hesthúsið þá fer allt í voll. Ég er ennþá með einhvern vibba í augunum eftir glerullina.

Ef ég hefði vitað að verkfallið myndi dragast svona á langinn þá hefði ég ekki gert það sem ég gerði þegar ég gerði það því þá hefði ég kannski getað fengið vinnu í verkfallinu. Hins vegar gerði ég það sem ég gerði þegar ég gerði það til þess að ég myndi ekki fara að vinna í verkfallinu því þá myndi mér bara halda áfram að líða eins og mér leið. Og það var ekki gott. Mér líður að vísu ekkert betur núna en veit þó að það verður betra og það er alltaf ágætt að vita það.

Búin að skrá mig á námskeið um sögu kirkjunnar og Da Vinci lykilinn. Hlakka til.

mánudagur, október 18, 2004

Djö..., and..., hel... djö.... Ég bara þoli þetta ekki! Ég þoli það ekki að vera í þessu vanmetnaskítastarfi! Ég þoli það ekki að þetta hel... pakk geti ekki drullast til að semja við okkur! Ég þoli það ekki að þetta land þurfi að vera svona fáránlega lítið að maður geti bara ekki prumpað án þess að hálf þjóðin viti af því ! Ég þoli ekki þennan helv.. kulda og ég þoli ekki þessa ríkisstjórn og þetta Fjármálaráðherrafífl sem telur jafnrétti til aukaatriða!
Ég vil fá betri vinnu einhvers staðar annars staðar! Helst í öðru landi! Þol'ett'ekki! Þol'ett'ekki! Þol'ett'ekki! Þol'ett'ekki! Þol'ett'ekki!
Ég fór með litlu systur í gær að rífa glerullareinangrun úr hesthúsinu. Við höfðum vit á því að vera með grímur svo við fengjum ekki rykið í nefið en þegar maður er með grímu þá er ekki hægt að vera með hlífðargleraugu. Mig klæjar svo í augun og vibbinn sem vellur... Ætla bara ekkert að fara nánar út í það. Ég er líka öll upphleypt í andlitinu eftir þetta. En það er samt ágætt að hafa eitthvað fyrir stafni. Sem minnir mig á það að ég á enn eftir að þrífa íbúðina. Æi...

laugardagur, október 16, 2004

Jáhá. Það er víst almennari skoðun en ég hélt að kennaramenntunin sé í rauninni ekki háskólamenntun. Það var verið að segja mér frá einhverri könnun sem einhverjir drengir gerðu (mér tókst blessunarlega að missa af þessu) sem gaf það til kynna að kennaranámið væri skítlétt og alveg sama prógrammið og var í gangi áður en kennaranámi var breytt í háskólanám. Svo ekki sé talað um færsluna hjá málbeininu. Ég ætla að leyfa mér af alkunnum menntahroka mínum að taka það fram að ég kem úr Háskóla Íslands svo ég á ekki hagsmuna að gæta í þessari umræðu (annarra en þeirra auðvitað að þetta er að bitna á laununum mínum).
Ég sá í kommentakerfinu hjá málbeininu:,,Orðið sem nú fer af Kennaraháskólanum, með fullri virðingu fyrir þeim sem sannarlega eiga heima og eru þar af fullum "heilindum", er að þeir sem meika ekki lögfræðina eða hagfræðina fara í stjórnmálafræði. Þeir sem gefast upp á stjórnmálafræðinni fara í Kennaraháskólann." (Ágúst Flygenring)
Ung kona sem er nýútskrifuð úr KHÍ og var að byrja að kenna í haust var að segja okkur að af því að henni gekk alltaf vel í námi og var með háar einkunnir þá var fólkið í kringum hana mjög hissa á því að hún vildi verða kennari.
Ég get eiginlega ekki séð að ef Kennaraháskólinn er í raun svona skítléttur að kennarar eigi að gjalda fyrir það. Þetta heitir Kennaraháskólinn, þetta er viðurkennt háskólanám. Fólk verður að hafa lokið stúdentsprófi til að komast inn. Svo þegar fólk hefur lokið sínu háskólanámi og er byrjað að vinna í sinni réttindavinnu þá er bara allt í einu komið: ,,Nananananaaa... Þetta er ekkert alvöru háskólanám, nanananananaaa...." Mér finnst það nú bara heldur skítt. Það hlýtur að vera á ábyrgð yfirvalda að gæta þess að það sem er boðið upp á sem háskólanám standi undir þeirri nafngift. Það er ekki hægt að koma eftir á og segja eitthvað annað.
Og í staðinn fyrir að auka þá kröfurnar í Kennaraháskólanum (og best að taka það fram núna að ég hef enga trú á að þetta sé rétt) að þá á að borga kennurum á þeim forsendum að þeir séu í raun illa menntaðir! Eigum við þá ekki bara að breyta skólanum aftur í það að vera Kennaraskóli sem þarf ekki stúdentspróf inn í. Gera hann að starfsgreinaskóla. Af hverju erum við að blekkja fólk og telja því trú um að það sé í háskólanámi þegar svo er ekki? Mér finnst reyndar eðlilegt að gera þá kröfu til fólks sem er að koma börnum til mennta að það sjálft sé menntað en mér getur svo sem skjátlast í því.

fimmtudagur, október 14, 2004

Skrapp í Verkfallsmiðstöðina og hitti samkennarana. Það var ágætis pepp og gaman. Verkfallspósturinn segir frá heimsókn nokkurra kennara til Sigurðar Geirdals bæjarstjóra í Kópavogi: ,,Hann sagði að grunnskólakennarar væru með mörg hundruð þúsund á mánuði og væru illa menntaðir og gætu ekki borið sig saman við háskólamenntað fólk. Er það nema von að illa gangi við samningaborðið þegar viðsemjendur okkar eru ekki betur upplýstir en þetta?" Nei, það er ekki skrítið.
Við vorum líka að velta fyrir okkur hvað fólki væri eitthvað sama um þetta verkfall. Einn vinnufélagi stakk upp á því að það væri svo mikið að gera hjá fólki og það væri svo upptekið af sér og sínu (ekki illa meint btw) að það hefði bara hvorki tíma né áhuga á að spá í þetta. Þeir sem ættu börn kæmu þeim einhvern veginn einhvers staðar fyrir og svo mallaði þetta bara. Að það væri komið upp ákveðið andvaraleysi í þjóðfélaginu. Og ekki misskilja mig, ég er ekki bara að tala um verkfallið þótt mér finnist þetta koma mjög skýrt fram varðandi það. Það er orðið mikið eins og hver og einn sé að hokra í sínu horni og sinna sínu.
Svo koma upp umræður að fólk eigi að semja sjálft við sína vinnuveitendur og eigi ekki að þurfa að vera í verkalýðsfélögum. Ég get ekki ímyndað mér að það geti orðið til góðs. Það halda allir að hann eða þetta ,,ég" geti alltaf samið betur en náunginn.
Þetta er svona eins og með skólasjóraflokkana. Skólastjórar eru bara mannlegir eins og gengur. Hvað ef kennari er á öndverðum meiði í pólitík? Hvað ef skólastjóranum bara beinlínis líkar ekki við kennarann? Þá getur hann refsað og umbunað alveg eftir eigin hentugleika. Ég vil taka það fram að ég hef ekki heyrt um svona tilvik og mínir yfirmenn virðast skipta þokkalega réttlátt niður. En ég er auðvitað með alla þrjá pottana svo auðvitað er ég sátt.
Æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa sýnt það að þeir geta ekki verð hlutlausir og það eru ekki þeir ,,hæfustu" sem eru verðlaunaðir. Þess vegna finnst mér það vafasamt að setja það í hendur einhvers einstaklings að meta það hversu ,,hæf" ég er og hversu há laun ég á skilið. Þá vil ég frekar að það sé bundið í samninga.
Ja hérna hér. Ég er bara búin að fá heilan helling af heimsóknum í dag. Og það á vinnutíma. Ekki get ég legið á netinu og lesið bloggsíður í minni vinnu.

miðvikudagur, október 13, 2004

Í sumar vann ég sem ófaglærður starfsmaður á geðdeild. Undarlegt alveg að ég skyldi þurfa þess eftir þessi rífandi laun síðasta vetur. Það vill bara þannig til að í sumar duttu útborguð laun niður í 130 þús. sem ég efast nú samt ekki um að sumum finnist rosalega gott. En þegar það er búið að borga húsnæðislánin og hina og þessa reikninga og svo auðvitað fara í lúxusferð með Iceland Express til Svíþjóðar til vera við fermingu (einmitt, hvað er ég kvarta, lifi bara eins og drottning) þá var bara ekkert mikið eftir. Svo stóð auðvitað til að klæða ættaróðalið með bárujárni (já, ég sé það núna að ég veit greinilega ekki aura minna tal). Bárujárnið var reyndar valið vegna þess að það er ódýrast. Svo vissi ég að það myndi skella á verkfall.
En ég fann alla vega launaseðil frá því í sumar þegar ég vann sem ófaglærður starfsmaður, maður þarf ekki einu sinni að hafa grunnskólaprófið. Útborguð laun fyrir júlí voru 94.662,- Nú ber að hafa það í huga að skattkortið mitt var hjá Fræðslumiðstöð svo ofboðslega háu tekjurnar mínar þaðan yrðu ekki skattlagðar svo ég borgaði fullan skatt af spítala-laununum. Ég er nú ekki mjög skattfróð en í fyrra var persónuafslátturinn á mánuði 26.825,- Svo ef við mínusum það þá hefði ég átt að fá útborgað 121.487,- Vinsamlegast takið eftir að kennaralaunin án yfirvinnu eru 130.922,- og eins og ég hef komið inn hérna einhvers staðar þá er sú yfirvinna sem ég hef mjög sjaldgæf í kennarastéttinni eða einn kennari í hverjum skóla, félagsstarfskennarinn.
Mér finnst að sjálfsögðu rétt að taka fram að spítalavinnan er vaktavinna og þennan mánuð skipti ég á 6 dag- og/eða kvöldvöktum fyrir 6 næturvaktir en ég tók engar aukavaktir svo ég vann ekki meira en 100% vinnu þennan mánuðinn.
Ég vil nú bara gjarna fara að komast aftur í vinnuna mína. Hátekjuvinnuna miklu sem fólk með stúdentspróf eitt að vopni slær út í launum og er svo bara hneykslað að maður sé ósáttur við kjörin. Almáttugur að kennarar skuli dirfast að bera sig saman við aðra launþega í landinu. Ég er búin að öðlast djúpstæðan skilning á því af hverju það gengur svona illa að semja ef þetta er viðhorfið.
Bendi á bloggið hans Daníels Freys. Hann hefur verið mjög skeleggur að setja fram sjónarmið kennara og útskýra stöðuna.
Eitthvað vesen á Blogger... urr...
You are Marilyn Monroe!
You're Marilyn Monroe!


What Classic Pin-Up Are You?
brought to you by Quizilla

Audda... Eins og eithvað annað hafi komið greina.

þriðjudagur, október 12, 2004

Við systurnar fórum í heilsubótargöngu á nýverið, held alveg örugglega um helgi, og þá heyrðum við í partíi og var að spila gamalt eighties lag. Ég þaut alveg beina leið í reykmettaðan kjallarann á Otrateignum. Ah, nostalgían. Svona ,,list" var vinsæl í þá tíð

og skreytti margan vegginn og gott ef ekki plötualbúmin. Var ekki Duran Duran með svona umslag.
Alla vega, ég var sem sagt líka að muna að Live Aid á að koma út á diski 1. nóv. Bíð spennt.
Það er umræða núna í gangi um auglýsingar Kennarasambandsins og málflutning kennara, að við séum að væla og fara fram á samúð. Það fannst mjög klárlega í byrjun að fólk hafði mjög lítinn skilning á kjarabaráttu kennara. Það héldu allir að kennarar hefðu samið svo vel síðast. Ég hélt það reyndar líka þangað til annað kom í ljós. Þess vegna eru þessar auglýsingar til að sýna fólki að þetta er ekki rétt, við erum á skítakaupi.
Það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði að kenna er hvað þetta er mikil vinna. Ég hef unnið víða og þetta er erfiðasta vinnan sem ég hef verið í. Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju ég er svona þreytt allar helgar. Og það er ekki bara ég. Það þarf ekki nema líta yfir kennarastofuna rétt fyrir jól eða á vorin og sjá að þar eru allir á síðustu bensíndropunum.
Ég vona að ég móðgi ekki neinn þegar ég segi að 18-25 börn geta verið mjög fjörug. Maður þarf að vera vakandi fyrir öllu sem er að gerast í stofunni. Nú getur verið að fólk hlæi og hugsi: ,,Hva, alltaf er ég vakandi í minni vinnu." Ertu alveg viss? Koma aldrei nokkur augnablik þar sem þið gleymið ykkur aðeins í huganum, flettið Mogganum, farið og fáið ykkur kaffi, lendið á smá kjaftatörn? Þetta gerist ekki hjá kennurum. Við erum á tánum hverja einustu mínútu. Þar sem er mikið af börnum þar er mikill hávaði. Hafið þið unnið í hávaða?
Það eru fundaseturnar, sumar hverjar vitatilgangslausar og ég er ekki einu sinni byrjuð í endurmenntuninni. Og svo þarf að undirbúa kennsluna. Það eru mjög margir sem hreinlega skilja þetta ekki. Og þá erum við byrjuð að tala um talsvert ósýnilega vinnu. Jú, auðvitað get ég setið uppi í skóla og búið til tímaáætlun, ég geri það iðulega. En svo dettur manni í hug heima hjá sér að það gæti verið skemmtilegra eða betra að gera þetta öðruvísi eða eitthvaðð sem hægt er að gera seinna. Þá byrjar maður að fletta í bókum eða leita á netinu eða setja niður nýja áætlun.Ég er nefnilega alltaf að hugsa um kennsluna. Ég hélt að það væri af því að ég er tiltölulega nýbyrjuð en heyri að hinir kennararnir eru svona líka.
Svo er ákveðið að það eigi að vera skóli fyrir alla. Það er mjög falleg hugsun og alveg er ég hlynnt öllu sem heitir víðsýni og fordómaleysi. En hvað þegar nemendurnir með námserfiðleikana og hegðunarvandann eru orðnir hluti af 25 manna bekk? Getur kennarinn sinnt öllum? Ætli að mesta púðrið fari í þann sem er með mestu lætin? Hverjir sitja þá á hakanum? Meirihluti bekkjarins kannski?
Svo kemur Fræðslumiðstöð líka með þetta einstaklingsmiðaða nám sitt kjaftæði. Ég hef sagt það áður og ég segi það enn, ég vinn ekki tuttuguogfimmfalda vinnu á einföldu skítakaupi. Það kemur væntanlega á óvart en ég er hlynnt einstaklingsmiðaðri námsskra, hún gengur bara ekki upp í bekkjarkerfi.
Og nú ætla ég að hætta mér inn á hættusvæði. Sumir foreldrar eru ekkert í lagi. Ég veit um kennara sem þurfti lögreglufylgd í skólann vegna hótana. Ég veit um kennara sem hafa fengið kæruhótanir. Flestallir kennarar lenda í því einhvern tíma á sínum kennsluferli að fá foreldri upp á móti sér og þurfa að sitja undir svívirðingum, hótunum og klögunum. Og kennarar hafa engan rétt. Við verðum bara gjöra svo vel að sitja undir þessum viðbjóði. En við skulum hafa það á hreinu að 99.5% foreldra eru hið besta fólk.
Fyrst ég er byrjuð að tala um foreldra. Ég er mjög hlynnt foreldrasamstarfi og hef átt gott samstarf við foreldra. Það er alltaf best þegar kennarar og foreldrar geta unnið saman að velferð nemenda. Þetta tekur engu að síður dálítinn tíma. Mér finnst það alveg þess virði en mér finnst líka að það megi alveg taka tillit til þess. Samstarfskennari minn einn lýsti því að hann hefði opnað tölvupóstinn sinn rétt fyrir háttinn og þar hefði verið bréf frá foreldri. Hann var byrjaður að svara þegar hann áttaði sig á því að þetta var vinna.
Svo eru hlutir mismunandi eftir skólum. Í fyrra var ákveðið að vinna öll mál á einstaklingsgrunni. Það er hvatningarkerfi svo það eru ansi margir punktar sem maður getur þurft að færa inn í Stundvísi. Þá er líka hægt að gera skólasóknarsamning. Það er nú bara heljarmikil bókhaldsvinna.

Að endingu.
Ég heiti Ásta Svavarsdóttir.
Ég er 34 ára.
Eftir fjögurra ára Háskólanám (BA í bókmenntafræði og kennsluréttindi) er ég með 191.000 í grunnlaun.
(Tvöfalt leyfisbréf + 3 pottar vegna teymisvinnu m.a.)
Í fyrra sá ég um félagsstarf nemenda og var að meðaltali með 5 yfirvinnutíma í viku plús 5 umframkennslutíma.
Ég fékk útborgað 175.000 á mánuði.

Ég er kennari.
Þótt skömm sé frá að segja þá skrópaði ég á fundinn í Háskólabíói. Ég er algjör stéttasvikari.

Bætti Sveita-Hörpu á vinstri vænginn. Ég treysti á að öll réttarböll og þorrablót verði auglýst skilmerkilega!

Þar sem ég er búin að klára upload kvótann fyrir mánuðinn á myndasíðunni (mér til mikillar furðu náttúrulega) þá get ég ekki birt mynd af Kolfinnu strax. Það er auðvitað bara alveg glatað.

mánudagur, október 11, 2004

Er þetta Jessica Simpson dæmi ekki eitthvað undarlegt? Ég hef tvisvar dottið inn í myndbönd með henni. Í bæði skiptin var hún að flytja gamalt lag (cover) og ég hélt að ég hefði slysast inn í .... hmmm eitthvað annað en tónlistarmyndband tilfæringarnar voru þvílíkar.

sunnudagur, október 10, 2004

Ég komst í skanner. Þetta er Jósefína.


Þetta er Snotra.


Og þetta er Krúsi.


Þá vantar bara mynd af Kolfinnu en því verður reddað snarlega.

Ég lenti í smá umræðum í dag um menningu. Tilefnið var útvarpsþáttur á Sögu þar sem var verið aðtala um menningu og tveir þátttakenda höfðu farið á einhverja voða menningarviðburði. (Ég er kannski ekki alveg hlutlaus enda enn í sjokki eftir Mósaík menningarofursnobbið.) Þá vildi sá þriðji nefna til menningarviðburðinn Idol sem væri nýbyrjaður. Yfir þessu var viðmælandi minn yfir sig hneykslaður.
Ókey, ég er miður mín yfir því að Séð og heyrt sé eitt mest lesna blað landsins en ég fylgist með Idol og hef gaman af. Hvarflar samt ekki að mér að halda að það sé menningarviðburður. But then again, af hverju ekki? Þetta er samtímamenning. Samtíma-popp-menning eins og litla systir nefndi það. Það sem mér finnst vera lýsandi fyrir hugmyndir okkar um menningu er kvikmyndagagnrýni sem ég las fyrir mörgum árum um Dead Man. Gagnrýnandinn skildi ekkert í myndinni og sagði það beinum orðum. Þ.a.l. var niðurstaðan sú að myndin hlyti að vera stókostlegt listaverk! Nei, elskan, myndin er tómt djöfulsins bull.
Ég held að hugmyndir okkar um menningu og listaverk séu búin að gera menningu og listaverk okkur framandi. Við erum upptekin af einhverju uppprumpuði snobbi. Og ef einhver ,,klíka" segir að eitthvað sé listaverk þá trúir meirihlutinn því eins og nýju neti af því að hann heldur að list sé hvort sem er eitthvað óskiljanlegt. Sem er slæmt því meirihluti fólks fer á mis við öll þau stórkostlegu listaverk sem til eru í heiminum. But then again, hver segir til um það hvað sé list og hvað ekki? Ég held að maður verði að fara eftir eigin skoðun og því hvernig verkin tala til manns. Og því hljóta skoðanir á list að vera mismunandi. Ég veit það alla vega með fullri vissu að myndin Óbærilegur léttleiki tilverunnar er ekki stórkostlegt listaverk heldur klén ljósblá ræma. Ég veit það líka með fullri vissu að Milan Kundera er ekki stórkostlegur rithöfundur heldur viðbjóðslegt karlrembusvín. Og ég veit það með fullri vissu að ég vil sjá Sixtínsku kapelluna aftur áður en ég dey.

laugardagur, október 09, 2004

Jemundur eini hvað það er auðvelt að plata gömlu frænku. Litla skvísa og vinkona komu hlaupandi á síðustu stundu af því þær voru sko að fara í bíó og báðar mömmurnar voru búnar að leyfa það sko, en hvorug mamman var heima sko, þannig að þær voru eiginlega að missa af myndinni. Svo Ásta idijót drífur sig auðvitað af stað og keyrir skvísurnar í bíó. Suckeeeeerrrr.....

Neeii, þetta var allt í lagi. Ég ýki aðeins:)
Ég var andvaka í nótt og skildi bara ekkert í því. Alveg þangað til að ég var að laga mér kaffi núna áðan að mér datt í hug að þetta gæti staðið í einhverju sambandi við kaffibollana 15 sem ég drakk í gærkvöldi. O, jæja, ég las bara reyfarann minn. Það er ekki eins og það skipti einhverju máli á hvaða tíma sólarhringsins ég vaki eða sef.

föstudagur, október 08, 2004

Deilan er í hnút og engin lausn í sjónmáli. Verkfallssjóðurinn endist ekki endalaust og hvað er þá til ráða? Ég neyðist væntanlega til að fá mér vinnu. Þar sem ég hef tilhneigingu til að brenna brýrnar að baki mér þá verð ég væntanlega að reyna eitthvað nýtt. Einu sinni var mikið auglýst eftir ráðskonum í sveit, ætli að það sé alveg hætt? Ég gæti alveg hugsað mér að verða sveitamaddama og slár tvær flugur í einu höggi. Geri að sjálfsögðu ráð fyrir að krækja í bóndann.
reyndar bý ég svo vel að hafa unnið í sumar fyrir bárujárni sem reyndist síðan skemmtilega ódýrara en ég hélt það yrði svo ég ligg enn á smá sumarhýru. Ég er líka ógift og barnlaus og 90. þús duga til að halda mér uppi. Þ.e.a.s.ef ég geri ekkert annað en að halda mér á lífi. Mér finnst reyndar undarlegt að ég borga í verkalýðsfélagið af launinum mínum sem er tekinn skattur af og svo þarf ég að borga staðgreiðslu af verkfallsbótunum. Er þetta ekki tvísköttun? Og ná þessar bætur skattleysismörkum. Mér finnst þetta eitthvað undarlegt.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...