Færslur

Sýnir færslur frá maí 8, 2016

Forseti elítunnar

Mynd
Þá hefur forsetinn hætt við að hætta við að hætta. Það er gott en ég furða mig á því hvernig honum gat mögulega dottið það í hug upphaflega að hætta við hætta.  Hann hélt því fram að það væru svo miklir "óvissutímar" að það vantaði "kjölfestu" og að hans mati hafði enginn framkominna forsetaframbjóðenda það til að bera. Að forsetinn leyfi sér að dæma fólk á þennan hátt er auðvitað kapítuli út af fyrir sig en látum það vera að sinni. Þessi meinta óvissa sem forsetinn vísaði til var óánægja almennings með þær upplýsingar að þáverandi forsætisráðherra og tveir aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar ættu eða hefðu átt hluti í aflandsfélögum. Ríkt fólk sem telur að hið sama eigi ekki að gilda um það og umbjóðendur þess. Fólk sem tók þátt í því að mergsjúga landið á árunum fyrir hrun og á siðferðilega hlutdeild í hruninu. Efnahagshruni sem bitnaði á alþýðu þessa lands á meðan elítan geymdi "sína" fjármuni í skjóli frá sviptingunum innanlands og stórgræddi á