Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 30, 2008

Uppsagnir í grunnskólum

Mér er um og ó vegna uppsagna þriggja grunnskólakennara og eins skólaliða  í Hrafnagilsskóla. Aðallega vegna þess auðvitað að ég er nýjasti kennarinn í mínum skóla og þ.a.l. efst á aftökulistanum. Hins vegar finnst mér undarlegt að ríki og sveitafélög séu að skera niður. Lausnin á kreppunni miklu (hinni fyrri) var einmitt að hið opinbera jós út peningum. Þá finnst mér líka skrítið að sveitafélag skuli grípa til þessara aðgerða þar sem sú hætta hlýtur að vera til staðar að fólk flytji í burtu.