Jæja, ég komst ekki á listann. En það skiptir engu máli í dag. Ég lenti nefnilega í slysi með drenginn með mér í bílnum. Var að fara fram úr (ég var á ca. 50 í framúrakstrinum) og áttaði mig ekki á að það væri svona hrikaleg hálka. Skiptir engum togum en bíllinn bara fer af stað og það er ekki við neitt ráðið. Rekst utan í hinn bílinn og hann fer út af, ég í hálfhring og út af hinum megin. Hinn ökumaðurinn er sennilega eitthvað marinn en að öðru leyti sluppu allir heilir á húfi. Ég þakka Guði, svo einfalt er það.
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.