miðvikudagur, mars 04, 2009
Tíðindi dagsins
Jæja, ég komst ekki á listann. En það skiptir engu máli í dag. Ég lenti nefnilega í slysi með drenginn með mér í bílnum. Var að fara fram úr (ég var á ca. 50 í framúrakstrinum) og áttaði mig ekki á að það væri svona hrikaleg hálka. Skiptir engum togum en bíllinn bara fer af stað og það er ekki við neitt ráðið. Rekst utan í hinn bílinn og hann fer út af, ég í hálfhring og út af hinum megin. Hinn ökumaðurinn er sennilega eitthvað marinn en að öðru leyti sluppu allir heilir á húfi. Ég þakka Guði, svo einfalt er það.
sunnudagur, mars 01, 2009
Hvernig ber að borða graut
Þegar skeiðin kemur þá opnar maður munninn upp á gátt. Þegar grauturinn er kominn upp í munninn þá ýtir maður honum út á neðri vörina með tungunni. Þegar grauturinn er kominn á neðri vörina þá reynir maður að sleikja hann þaðan og ýtir hluta af honum í leiðinni niður á höku. Þegar mamma kemur með skeiðina til að hreinsa grautinn af hökunni og neðri vörinni þá er mjög mikilvægt að bíða þar til hún hefur náð smá af honum í skeiðina og snúa þá höfðinu til hægri og vinstri. Þetta tryggir að grauturinn fer út um mest allt andlit. Þetta er svo endurtekið við hverja skeið. Þegar grauturinn er sennilega búinn en maður er ekki viss þá er hægt að athuga það með því að stinga öllum puttunum upp í sig. Það er þrefalt gagn í þessu: Maður kemst að því hvort grauturinn er búinn, maður atar ermarnar út í graut og ef maður er nógu snöggur þá er líka hægt að setja graut í buxurnar.
Svona ber að borða graut.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...