Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 28, 2005
Mynd
Bak við veggi martraðar myndin af þér lifir, margoft hef ég gullið mitt reynt að komast yfir. Know the feeling. Meistari Morthens
Mynd
Undur og stórmerki hafa gerst! Ég fékk bólu á kinnina en ekki hökuna! Svona er lífið fábrotið í sveitunum:) (Ég hélt einmitt að bólur væru teen terrors !)
Útborgunardagur, eða þannig. Það liggur fyrir nú þegar að tekjurnar dekka ekki útgjöldin. Sem þýðir að ég verð að taka út af bankabókinni og ég þoli það alls ekki. Mér líður illa ef ég á ekki pening í bankanum. Það hefur ekkert með það að gera að ég er í krabbamerkinu, það er bara óheppileg tilviljun. Netbankinn hjá KB banka var í tvö ár að hlaðast inn á ADSL-inu í Reykjavík. Ég er að verða gjörsamlega vitstola að sitja yfir innhringisambandinu í Aðaldælahreppi. Þessir bankastjórar ættu að setja eitthvað af millónunum sínum í að laga þessa heimasíðu. Eða gefa landsbyggðum háhraðasamband. Það er náttúrulega ferlega sniðugt að gera kröfu um upplýsingatækni í Aðalnámskrá en tryggja ekki öllum nemendum aðgang að netinu. Netsamband lá niðri í Hafralækjarskóla lon og don síðasta vetur. Fólk hlær kuldalegum hlátri ef maður nefnir netið. Hins vegar fékk ég þær dásamlegu fréttir í gær að skattur af leigutekjum er ekki nema 10%. Skelfing varð ég ánægð, hélt nefnilega að það væri 40% eins og af ö
Mynd
Það er byrjað að hausta in the Main Valley eins og sést á þessari mynd. Snjórinn er kominn langt niður í hlíðar. Kýrnar vinkonur mínar neituðu að sitja fyrir og halda sig á bak við. Hins vegar fór ég í heimsókn í fjósið á Árbót og klappaði kálfum. Öll strákanautin sem eru á leið í sláturhúsið fyrir jól. Ég ætla að halda áfram að trúa því að kjöt sé ræktað á trjánum. Það eru líka pínulitlir kálfar sem eru náttúrlega bara með því sætasta sem maður hefur séð. Hjá þeim var eitt svín í sjúkraplássi. Ég þekki núna muninn á Galloway nauti og íslensku. Við ákváðum sem sagt að hreyfa okkur aðeins fyrst það kom smá hlé á vonda veðrinu. Það er líka nauðsynlegt.
Nobody Loves Me Nobody loves me nobody cares If life is empty and full of tears I've longed for true love searched everywhere Nobody loves me nobody cares Searching for true love has been in vain Through years my heart has suffered with pain Life's lonesome burden now I must bear Nobody loves me nobody cares Nights on my pillow I dream of love Through space I gaze at the stars above They seem to whisper from way up there Nobody loves you nobody cares A lonesome heart and a troubled mind In this world now is all I find I look to heaven for I know there Someone will love me someone will care Já, þetta er erfitt líf. Snuff...
Mynd
(Myndin er góð þótt síðan sem ég fann hana á sé vafasöm.)
Mynd
Ég er alveg hætt að sjá Garfield í hausnum. Er það bara ég eða er það almennt alls staðar? Bloggerinn minn er á kínversku þótt tölvan sé stillt á ensku og allar aðgerðir gerðar eftir minni. Ég er með endalaust bólupartý á hökunni. Um leið og ein er að gefa sig kemur bara önnur. Það er afskaplega lítið að gerast hjá mér:)
The poor little flies are just dropping lika flies. Ég hef komist að því að eitt af því sem fylgir sveitinni er meira dýralíf. Mér þykir ósköp ljúft að heyra í kúnum í næsta garði. Því miður hef ég ekki heyrt í hananum sem galar á hinum undarlegustu tímum nágranna mínum til mikillar mæðu. Hins vegar er ég bara í því þessa dagana að sópa gluggakisturnar sem þær umturnist ekki í fjöldagrafir flugna. Ég sópaði líka upp nokkrum köngulóarhræjum um daginn en hef sem betur fer bara rekist á eina lifandi. Svo var verið að segja mér að hér á lóðinni þrifist sérstaklega harðgerð tegund músa, svokallaðar bílamýs. Þær eiga það til að skríða upp í vélahúdd í leit að hlýju, deyja svo væntanlega skelfilegum dauðdaga (ég vil ekki hugsa um það) og svo þarf að eyða tugþúsundum í viðgerð til að hreinsa út músahræ úr vélinni. Það hefur margoft verið eitrað fyrir þeim og alls konar kúnstir en ekkert virkar. Það ætti kannski að leyfa kattahald! Ha?! Ég sakna Snotru.
Detti mér allar dauðar úr höfði... Það er ekki lengur hávaðarok hérna. Tréin bærast reyndar en liggja ekki flöt við jörðu svo það verður að teljast framför. Ég get m.a.s. opnað glugga. Ég var búin að lofa vettvangsferð við fyrsta tækifæri, það skyldi þó bara aldrei verða á morgun.