Færslur

Sýnir færslur frá maí 15, 2011

Tíminn

Frá því ég komst til vits og ára hef ég vitað að tíminn líður. Ég átta mig fullkomlega á því að ég eldist með hverjum deginum sem líður og einhvern tíma verð ég gömul. Ef ég er heppin. Því það er jú ekki nema um tvennt að velja; eldast eða deyja. Á tilteknum tíma og rúmi beið mín öldrun. Þetta hef ég alltaf vitað. En satt best að segja þá trúði ég því aldrei raunverulega. Ég vissi að ég yrði einhvern tíma gömul en ég gerði ekki ráð fyrir því að einhvern tíma myndi breytast í núna . Ég hef verið að upplifa ákveðna hluti undanfarin 10 ár eða svo: Ég hætti að skilja hvað stóð í BT auglýsingabæklingunum. Ég fer til læknis og það er barn sem tekur á móti mér. Við þetta barn á ég að tala eins og fullorðna manneskju sem viti hvað hún sé að gera. Fyrir nokkru lenti ég á svona læknabarni sem sagðist ætla að ráðfæra sig við sérfræðingana sem eru orðnir gamlir í hettunni, reynsluboltana. Þessir lífsreyndu karlar eru strákar á sama aldri og ég. Þegar ég horfði á Live Aid í beinni á sínum tíma þá