mánudagur, nóvember 27, 2006

Dót fyrir stóra stráka

Fór á vetrarsýninguna í iþróttahöllinni á Akureyri í gær. Þar var aðallega verið að sýna vélsleða og svoleiðis dótarí. Það sló mig talsvert að annars vegar var auglýsing sem sagði: ,,Icehobby - dót fyrir stóra stráka" og hins vegar var eitthvert vörumerki sem sagði síðan: ,,Fyrir alvöru menn með hreðjar". Einhverra hluta vegna fannst mér ég ekkert sérstaklega velkomin þarna.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...