Það væri að bera í bakkafullan lækinn að rifja upp áratugalanga sameiningar(hörmunga)sögu grunnskóla í núverandi Þingeyjarsveit. Við skulum samt, að gefnu tilefni, rifja upp andstyggilegar og vita þarflausar bréfasendingar sveitarstjóra Þingeyjarsveitar til fjögurra kennara Þingeyjarskóla í vor. Það lá ljóst fyrir að segja þyrfti upp kennurum (ekki skólastjóra) vegna fyrirhugaðs flutnings grunnskóladeilda Þingeyjarskóla á eina starfsstöð. Fjórir einstaklingar voru valdir út og fengu áðurnefnd bréf. Skv. 641.is eru bréfin vægast sagt undarleg: Í bréfunum eru settar fram dylgjur um hvers vegna viðkomandi kennarar séu ekki nógu góðir kennarar til að gegna áfram störfum við Þingeyjarskóla á komandi skólaári. Bréfin eru í raun óformleg uppsagnarbréf, en kennurunum er þó gefin kostur á því að andmæla innihaldinu. Tilgangur þessara bréfasendingar er óljós enda óþarfi í uppsagnaferli að senda svona bréf. Að vísu tókst einum aðila að andmæla efni bréfsins og hélt vinnu. Ske
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.