Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 23, 2015

Að meta hæfi

Mynd
Það væri að bera í bakkafullan lækinn að rifja upp áratugalanga sameiningar(hörmunga)sögu grunnskóla í núverandi Þingeyjarsveit. Við skulum samt, að gefnu tilefni, rifja upp andstyggilegar og vita þarflausar bréfasendingar sveitarstjóra Þingeyjarsveitar til fjögurra kennara Þingeyjarskóla í vor. Það lá ljóst fyrir að segja þyrfti upp kennurum (ekki skólastjóra) vegna fyrirhugaðs flutnings grunnskóladeilda Þingeyjarskóla á eina starfsstöð. Fjórir einstaklingar voru valdir út og fengu áðurnefnd bréf. Skv. 641.is eru bréfin vægast sagt undarleg: Í bréfunum eru settar fram dylgjur um hvers vegna viðkomandi kennarar séu ekki nógu góðir kennarar til að gegna áfram störfum við Þingeyjarskóla á komandi skólaári. Bréfin eru í raun óformleg uppsagnarbréf, en kennurunum er þó gefin kostur á því að andmæla innihaldinu. Tilgangur þessara bréfasendingar er óljós enda óþarfi í uppsagnaferli að senda svona bréf.  Að vísu tókst einum aðila að andmæla efni bréfsins og hélt vinnu. Ske

Ónýt sjálfsmynd þjóðar

Mynd
Við höfum öll heyrt þessa sögu: Nokkrir smákóngar í Noregi undu ekki yfirgangi Haraldar hárfagra og fóru til Íslands. Hér settust þeir að til að njóta frelsis og sjálfstæðis. Synir þessara frelsishetja urðu miklir garpar, svo miklir að við erum enn að lesa af þeim sögurnar í Íslendingasögum. Slíkur og þvílíkur er uppruni íslensku þjóðarinnar. Sei, sei, já. Þessi útgáfa hentaði Íslendingum afskaplega vel á nítjándu öld og öndveðri tuttugustu á meðan barist var fyrir sjálfstæðinu. Niðurlútir og langsveltir nýlendubúarnir þurftu svona tröllasögur til að ljúga í sig þróttinn. Ljúga segi ég því auðvitað stenst þetta enga skoðun. Fyrir það fyrsta þá voru það engir smákóngar sem komu til Íslands, það voru yngri bræður sem fengu ekkert land. Við getum alveg gefið okkur að þeir hafi verið höfðingjasynir en ég er nokkuð viss um að þeir hafi ekki fjölmennt á skipin og skipt á milli sín verkunum. Nei, ég er nokkuð viss um að það hafi verið sirka einn höfðingjasonur á hverju skipi og