Færslur

Sýnir færslur frá 2008

Nú árið er (næstum) liðið

Þá eru Pipraðar pælingar formlega liðnar undir lok. Síðastliðinn laugardag var barnið skírt og foreldrarnir giftir. Farið varlega með skotflaugarnar. Gleðilegt nýtt ár og þakka liðið:)

Gleðileg jól

Mynd

Baugsmál gömul og ný

Ég get svo sem ekki dæmt um réttmæti þessara Baugsmála. Nema hvað að í fyrra sinnið hafði ég meiri samúð með þeim feðgum en ég hef nú. Grunar mig að svo sé farið með fleiri. Það getur vel verið að Davíð Oddsson sé að ofsækja Baugsfeðga. Það er alveg ljóst að honum er ekki vel við þá. Svæsnustu samsæriskenningar segja jafnvel að hann hafi þjóðnýtt Landsbankann og í framhaldi sett landið á hausinn af hefndarþorsta. Svo eigi að einkavæða bankana aftur og koma þeim til ,,réttra" aðila.  Hitt má líka vera að eitthvað sé gruggugt í viðskiptaháttum Baugs eins og efnahagsástandið sýnir nú fram á.  Hvað sem því líður þá er eitt sem mér fannst afskaplega athugavert. Í krafti auðæva sinna og eignarhalds á fjölmiðlum hafa feðgarnir farið í persónulegt stríð við embættismenn. Er skemmst að minnast árása á Jón H.B. Snorrason.  Það getur vel verið að Jón. H.B. sé alveg meingallaður maður. Það skiptir bara engu máli. Hann er embættismaður sem er að sinna vinnunni sinni. Áfram halda þeir á þessari

The salt water incident

Litli gutti er með kvef. Eitt kvöldið erum við að fara að sofa og hann er ósköp sáttur og værðarlegur, búinn að súpa og fá hreina bleyju. Nema hvað það snörlar svolítið í nefinu á honum svo ég ákveð að gefa honum saltvatnspúst í nebbann fyrir nóttina. Hann er ekkert ánægður með það en lætur sig hafa það. Svo byrjar að losna um í nebbanum og það kemur snúss út þegar hann andar út en sogast svo inn aftur. Ég reyni að grípa en næ því ekki svo það endar með að ég gríp um nefið þegar hann andar út og næ því þannig. Nema hvað að litli maðurinn er ekki ánægður með svona trakteringar og verður alveg trítil. Orgar og er sármóðgaður lengi á eftir.  Núna þegar ég reyni að setja saltvatn í nebbann þá rykkir hann sér öllum til og frá. Svo ég er bara í því að sprauta saltvatni í augun á honum. Ef barnaverndarnefnd á ekki eftir að koma og taka af mér barnið þá veit ég ekki hvað.

Ef enn er til Samfylkingarfólk...

...bendið þeim þá á þetta.

Ekki keyra

Fyrir stuttu fór Braveheart í smáaðgerð á nefi. (Nefbrotnaði fyrir mörgum árum og þurfti að laga miðnesið.) Hann fékk bækling með ýmsum ráðleggingum. M.a. stóð þar: ,,Þú skalt hvorki keyra bíl né taka mikilvægar ákvarðanir sama dag og þú hefur farið í svæfingu." Þetta er góð ráðlegging sem Íslendingar ættu að taka til greina í ESB-umræðunni. Það er eitthvert panikk í gangi og það á bara að æða í Evrópusambandið. Þetta er ekki rétti tíminn til að taka svona stóra ákvörðun. Þjóðin þarf aðeins að ná andanum fyrst.

Fyrsta kvefið

Minn er sonur súr sefur ekki dúr. Nú er komið kvef karls í litla nef.

Hin aldurhnigna móðir

Ég vil barninu mínu allt hið besta og les mér því til um uppeldi. Í einni bókinni er mælt með því að maður syngi fyrir barnið og fari með þulur. Ég man enga texta svo ég dreg fram Skólaljóðin góðu (sem ég skil ekki af hverju er hætt að kenna). Ég fletti í gegnum hana og syng sumt og fer með annað. Þar sem ég er að þruma Gunnarshólma yfir drengnum lýstur allt í einu niður í huga minn: ,,Aumingja barnið. Það er nógu slæmt að eiga gamla mömmu. En að eiga gamaldags gamla mömmu hlýtur að vera voðalegt!"

Uppsagnir í grunnskólum

Mér er um og ó vegna uppsagna þriggja grunnskólakennara og eins skólaliða  í Hrafnagilsskóla. Aðallega vegna þess auðvitað að ég er nýjasti kennarinn í mínum skóla og þ.a.l. efst á aftökulistanum. Hins vegar finnst mér undarlegt að ríki og sveitafélög séu að skera niður. Lausnin á kreppunni miklu (hinni fyrri) var einmitt að hið opinbera jós út peningum. Þá finnst mér líka skrítið að sveitafélag skuli grípa til þessara aðgerða þar sem sú hætta hlýtur að vera til staðar að fólk flytji í burtu.

Næstum tilgangslaus færsla

Ég ætla að koma að orðinu Echelon  og spyrja Ármann frænda hvort ég megi fá aðgang að blogginu hans? Svo má velta fyrir sér hvort það sé yfirleitt einhver tilgangur með bloggfærslum.

all is full of love

Lyrics | Bjork - All Is Full of Love lyrics

Eftirlaunafrumvarpið

Ég var að lesa Fréttablaðið síðan á laugardag, forsíðuna . Í fyrsta lagi.  Er Davíð Oddsson búinn að vera á fullum eftirlaunum undanfarin ár jafnframt því að vera á fullum launum sem Seðlabankastjóri? Fékk hann kannski biðlaun líka? Í öðru lagi. Sigurði Kára Kristjánssyni finnst breytingarnar á eftirlaunafrumvarpinu ganga alveg nógu langt. Svo klikkir hann út: ,,Ég er síðan alltaf reiðubúinn að ræða það hvort færa eigi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna nær því sem gerist á almennum markaði." Já, sniðugur er hann. Ef þið eruð eitthvað að rífa ykkur þá sviptum við stóran hluta launþega réttindum. Hvað er þetta annað en hrein og klár hótun? Því hann ætlar alveg örugglega ekki að færa laun opinberra starfsmanna til samræmis því sem gerist á almennum markaði. Ætli það..

Mótmælin

Ég gleðst óskaplega í hjarta mínu við fréttir af mótmælum og verð jafnvel klökk á stundum. Samt finnst mér of langt gengið þegar fólk reynir að brjótast inn á lögreglustöðvar og brýtur og eyðileggur. Það erum við sem munum borga skemmdirnar og við höfum bara nóg annað við peningana að gera þessa dagana. Hins vegar hafa Íslendingar brennt sig á því að friðsamleg mótmæli skila engu svo það er kannski ekki nema von að upp úr sjóði að lokum.  Ég vil endilega hafa mótmæli, ég vil að þau séu friðsamleg en auðvitað þurfa þau að skila einhverju. Til að friðsamleg mótmæli virki þarf sennilega að eyða heilmiklum tíma í þau. Fólk hefði sennilega þurft að hafa vaktaskipti í mótmælunum og teppa lögreglustöðina í lengri tíma. Það er alla vega það sem mér dettur helst í hug. 

Tölfræðin

Í 90-95% tilvika pissar sonur minn þegar það er verið að skipta á honum. Hann er líka ótrúlega hittinn:( Vantar svona :)

Reality Check

Þá er það komið á hreint að Ísland er smáþjóð sem hefur enga vigt og aðrar þjóðir geta valtað yfir hana eins og þeim sýnist. Það hefði verið ágætt ef íslensk stjórnvöld hefðu áttað sig á þessu áður en þau eyddu offjár í heimskulegt framboð til Öryggisráðsins.

IMF og skilyrðin

Ég á dálítinn pening í bankanum.  Hingað til hef ég látið hann liggja kyrran því ef við hlaupum öll til og tæmum reikningana okkur þá fyrst lendum við í vandræðum.  Núna hins vegar er það ljóst að ríkisstjórnin er búin að semja við IMF um eitthvað . Það er líka ljóst að ríkisstjórnin er búin að éta ofan í sig mikið af stóru orðunum sem voru látin falla í byrjun. Það á ekki að fara fyrir dómstóla, það má ekki styggja neinn, NATO ákvað að bretarnir kæmu ekki... Það ganga sögur um að það eigi að frysta innlánsreikninga Íslendinga. Í fréttum er rætt um að Íslendingar og ESB búar eigi að sitja við sama borð. Ef eignir bankanna duga ekki fyrir skuldum, og eignir Kaupþings voru að fara fyrir smotterí, þá fá væntanlega allir innlánseigendur bara hluta af peningunum sínum.  Ég er að verða hálfstressuð yfir þessu.  Um hvað er ríkisstjórnin búin að semja?

Hvað skal gjöra?

Ég veit svo sem ekkert hvað á að gera í þessum fjármálum. Satt best að segja skil ég ekki helminginn af þessu. Hvers vegna er t.d. miklu betra að taka upp evru? Hverju mun það breyta í hagstjórn landsins? Ég veit ekki heldur hvar er best að taka lán. Hins vegar er ég mótfallin því að fórna nánast hverju sem er fyrir erlent lán. Núna er ég bara ósköp venjulegt normalatet. Ég naut aldrei hlutdeildar í meintu góðæri. Bíllinn minn er 11 ára gamall og ég á engan flatskjá. Ég leigi hjá skólanum þar sem ég kenni. Undanfarin ár hef ég lagt fyrir hjá verðbréfasjóði hjá Kaupþingi og varfærnum sparibréfum hjá Landsbankanum sem upphaflega voru ríkisskuldabréf. Kaupþing er búið að tilkynna mér að ég hafi tapað 113 þúsundum hjá þeim. Ég veit ekki hvað ég hef tapað miklu hjá Landsbankanum.  Ég lagði fyrir af því ég var að reyna að vera skynsöm, lenda ekki í vandræðum þegar eitthvað kæmi upp á. Eins þegar þvottavélin lagði upp laupana eða þegar bíllinn bilar eins og bílar eiga til. Ég nenni svo sem ek

Ygglibrún

Mynd
Litli maðurinn heldur okkur alveg við efnið. Er samt ósköp stilltur og prúður. Setur stundum í brýrnar ef hann hefur einhverjar meiningar. Er t.d. ekki hrifinn af flassinu.

Strákur

Mynd
Skrapp á fæðingardeildina og eignaðist strák þann 27. okt. Okkur heilsast báðum vel:)

Núna kemur okkur það við

Þegar að bankastrákarnir voru á mesta trippinu þá var allri gagnrýni svarað á þá leið að almenningi kæmi þetta bara ekkert við. Ofurlaun og bónusar út úr kortinu komu okkur bara ekkert við af því að þetta væru sko einkafyrirtæki. Risapartý á erlendri grundu með stórstjörnum kom okkur vissulega ekkert við. Einhver hjá þáverandi KB banka lét það út sér að hann nennti ekki að hlusta á öfundsjúka smáborgara þegar hann fékk Elton John til að syngja í afmælinu sínu. Núna þegar þeir eru búnir að klúðra öllu hverjir sitja þá uppi með skellinn? Við. Núna eigum við að gjöra svo vel að borga brúsann. Hvar ætli að ofurlaunin og bónusarnir þeirra séu? Sviss eða Cayman eyjum?

Til öryggis

Til að fyrirbyggja  allan misskilning þá vil ég endurtaka það sem ég hef sagt áður: Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að þetta blogg ber ekki að taka á einhvern léttvægan hátt. Allt það sem hér er skrifað er  fullkomin og fúlasta alvara.  Ég endurtek:  Fullkomin alvara!  Hér er  aldrei  neinn fíflaskapur á ferð. Ég reyni aldrei, aldrei nokkurn tíma að vera fyndin. Ég skrifa þetta blogg ekki mér til gamans. Ég held þessari bloggsíðu úti til að reyna breyta heiminum. Ég flyt  boðskap!  Ekki fíflagang!

I'll show you terrorism

Við drögum fram sverðin og klippurnar og förum í víking til Bretlandseyja. Ég heimta blóð!

,,Vinir okkar Bretar"

Þegar forsætisráðherra Breta er með dónaskap í okkar garð í beinni útsendingu og hóta málshöfðunum þá getur hann bara étið það sem úti frýs. No friends of mine, the bloody British..

Fyrirspurn

Í sumar kom frétt um skýrslu sem (sic) hagfræðingur/viðskiptafræðingur vann fyrir einhver náttúruverndarsamtök. (smá alzheimer light) Í skýrslunni kom fram að í raun væri þjóðarbúið að borga með álfyrirtækjunum en ekki græða á þeim. Man þetta einhver? Ég þarf að finna þetta til að geta haldið áfram rifrildi á morgun:) Update: Ég fann þetta:) http://framtidarlandid.is/images/stories/utgefid_efni/skyrslur/skyrslaatvinnu.pdf

Endurgreiðsla

Fyrir ca. 10 árum fengu litlir strákar banka á tombóluprís til að leika sér. Leika sér með peninga almennings, peningana okkar. Það var bullandi góðæri í öllum hinum vestræna heimi og menn hefðu þurft að vera verulega illa heimskir til að klúðra málum. Þar sem litlu strákunum tókst ekki að klúðra málunum þá verðlaunuðu þeir sjálfa sig ótæpilega. Ár frá ári verðlaunuðu þeir sig því meir þar til tölurnar voru orðnar fáránlegar. Svo fáránlegar að venjulegt fólk nær ekki utan um þær. Nú er það komið í ljós að litlu strákarnir voru ekki nándar nærri jafn klárir og þeir héldu. Því þykir mér eðlilegt að þessir drengir skili bónusum sínum og ofurlaunum sem þeir klárlega unnu aldrei fyrir og áttu aldrei skilið.  Þar fyrir utan hef ég alltaf litið á þessa peninga sem eign þjóðarinnar og drengina ekkert annað en ótýnda þjófa.

,,Kreppan"

Það ku hafa verið mikið góðæri á landinu undanfarin ár. Ég hef ekki orðið vör við það. Kjarasamningurinn okkar hafði engin rauð strik og launahækkanir voru minni en verðbólgan. Það var samið um launahækkanir í sumar svo mér sýnist við séum talsvert að halda í við verðbólgu. Mér finnst það bara nokkuð sanngjarnt fyrst við fundum ekkert fyrir góðærinu að kreppan fari fram hjá okkur líka. Ég finn sem sagt, enn sem komið er, ekki mikið fyrir þessari ,,kreppu". Nú ætla ég ekki að bara saman kreppuna miklu og ástandið núna, heimurinn er breyttur og eðlilegt að viðmið fólks breytist. En er ástandið svona slæmt? Það er vissulega ekki gott en miðað við fréttir þá virðist allt vera á heljarþröm. Eru fjölmiðlar að fara offari í fréttaflutningi sínum? Það dynja á landsmönnum hver dómsdagsfréttatíminn á fætur öðrum. Er allt að fara til helvítis eða eru fréttamenn að færa í stílinn?

Þriðja heimsstyrjöldin

Ég er huxi. Fyrir rétt tæpum 80 árum skall á kreppa í heiminum. Það er farið í málið í öllum sögubókum. Þ.a.l. hélt ég að heimurinn hefði lært sína lexíu og vissi við hverju væri hægt að búast við ákveðnar aðstæður og hvernig ætti að bregðast við þeim ef þær kæmu upp. Þess vegna skil ég ekki af hverju það er ekki verið að leysa þetta efnahagsmál. Og þá mundi ég það. Síðasta kreppa var leyst með heimsstyrjöld. Bandaríkjamenn langar í stríð.

Skjálfandafljót

Ef fólk styður friðlýsingu Skjálfandafljóts væri frábært ef það vildi skrá það:) http://www.skjalfandafljot.is/skraning.php

Hugsið ykkur

..ef það hefði verið kynjajafnrétti í veröldinni undanfarin árhundruð. Öll listaverkin sem konur fengu ekki að skapa. Allar rannsóknirnar sem konur fengu ekki að sinna. Allar uppgötvanirnar sem konur fengu ekki að gera. Öll stjórnmálin sem konur fengu ekki að koma nálægt. Heimurinn hlýtur að tapa miklu þegar helmingur hugarafls mannkynsins er algjörlega vannýttur.

Friðum Skjálfandafljót!

Það er talsvert eftir en þetta er alla vega komið af stað:)

Breiðavíkurbætur

Áður en ég byrja vil ég taka það fram að ég fordæmi alla kynferðislega misnotkun. Hvort sem hún beinist gegn börnum, konum eða körlum. Hún á aldrei rétt á sér, er aldrei réttlætanleg og aldrei skiljanleg. Það er mjög auðvelt að dæma hluti út frá sjónarhorni samtímans. En er það rétt mælistika? Verður ekki að taka tillit til tíðarandans hverju sinni? Breiðavíkurmálið hefur ekki setið vel í mér og ég ætla að gera grein fyrir hvers vegna. Allt fór þetta af stað þegar fyrrum skjólstæðingar heimilis í Noregi voru dæmdar bætur.  Sú tilfinning að þetta snúist um peninga hefur aldrei vikið og hefur heldur eflst á síðustu dögum. Málflutningur Breiðavíkurdrengja er að þeir hafi verið misnotaðir kynferðislega, þeim hafi verið misþyrmt líkamlega og þeir hafi verið beittir vinnuhörku..  Þá halda margir því einnig fram að þeir hafi verið teknir af heimilum sínum að ástæðulausu. Ég er svo heppin að hafa alist upp í þeirri trú að kynferðisleg misnotkun á börnum væri ekki til. Ekki einu sinni í mínum h

Þessi maður

Mynd
Á að skammast sín og segja af sér.

Stuðningsyfirlýsing

Ég lýsi yfir fullum stuðningi við ljósmæður í kjarabaráttunni. Það er alveg með ólíkindum hvað konur og börn geta alltaf setið á hakanum hjá fyrirmönnum þjóðarinnar.

Getum við gleymt honum núna?

Ég átti skemmtilegt samtal við litlu systur mína um daginn. Mér fannst aðsóknarkennd fyrrverandi borgarstjóra þvílík að hann hlyti að vera eitthvað bilaður. Litla systir svaraði að bragði: ,,Hann er ekkert geðveikur þessi maður. Hann er bara heimskur." Núna þegar hann er ekki borgarstjóri lengur þá væri voða gott að fá smá pásu. Mér þætti alla vega ósköp huggulegt að þurfa ekki að horfa á hann í blöðum eða sjá hann og heyra í sjónvarpi. Ég er búin að fá yfir mig nóg af þessum vitleysisvaðli.

Sýnishorna pestarpakki

Ég er búin að vera lasin í á aðra viku núna. Á þriðjudag í síðustu viku var ég með væga hálsbólgu. Svo skánaði hún en ég fékk dúndrandi hausverk í staðinn á föstudag. Ég svaf alla helgina og hélt mér væri að batna en svo byrjaði eitthvert hóstakjöltur á þriðjudag sem versnaði í gær. Þá var ég send heim úr vinnu. Ég ætlaði að vera með bækistöðvar heima í dag en það gekk ekki eftir. Fór samt fyrr heim úr vinnu og mældi mig. Nú er ég komin með hita. Ég er líka búin að vera frekar slöpp allan tímann og sef mikið. Samt er þetta einhvern veginn ekki nógu afgerandi til að leggjast í rúmið.

Ritskoðun fjölmiðla

Um daginn var fundur með umhverfis- og samgöngumálaráðherra á Húsavík. Fjölmiðlar komu og gerðu málinu skil og voru þau skil öll á þann veg að Húsvíkingar og nærsveitamenn væru ,,reiðir". Um daginn frétti ég að Morgunblaðið hafi verið á staðnum og m.a. tekið ítarlegt viðtal við fólk sem býr nálægt fyrirætluðu álveri og verður að leggja niður búskap ef það kemur. Gefur að skilja að þetta fólk er ekki hlynnt álveri. Svo birtist í Morgunblaðinu örlítil klausa um fundinn þar sem helst kemur fram að Húsvíkingar og nærsveitamenn séu ,,reiðir". Viðtalinu við fólkið er algjörlega sleppt. Þegar ég fer að hugsa um það þá hefur fréttaflutningur allur verið á þessa leið. Allir Húsvíkingar og nærsveitamenn fagna ákvörðun um álver. Nei, þetta er ekki rétt. Allir Húsvíkingar og nærsveitamenn styðja álver. Nei, það styðja ekki ,,allir" álver. Allir Húsvíkingar og nærsveitamenn eru reiðir vegna ákvörðunar umhverfisráðherra um heildstætt umhverfismat. Nei, þetta er ekki heldur rétt. Mörgu

Sumarfríi lokið

Vinna hófst á mánudag. Annað hvort þoli ég alls ekki loftið og lyktina í húsinu eða ég er lasin. Mér líður alls ekki jafn brilljant og venjulega.

Kannski er ég vond

en ég get ekki vorkennt Ólafi F. Þetta er fullorðinn maður sem á að vita hvað hann er að gera. Pólitík er harður heimur, við hverju bjóst hann? Sérstaklega þar sem hann sjálfur hefur leikið sama hráskinnaleikinn. Hann er algjörlega obsessed á því að allir séu svo vondir við hann og leggi hann í einelti. Og hefur verið lengi. Hann sem var bara með pínuponsu einræðistilburði. Kræst...

Hæstiréttur

Við vitum það vel að menn sitja í dómarasætum á Íslandi vegna tengsla og kunningsskapar. Ég hélt að mesta hættan væri pólitísk tengsl. Mér hreinlega bregður þegar ég les þetta: Héraðsdómur Reykjavíkur varð ekki við þeirri beiðni 31. júlí síðastliðinn og þann úrskurð staðfesti Hæstiréttur í gær. Meirihluti dómenda Hæstaréttur í málinu, þeir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson, telur að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur til að ætla að maðurinn brjóti gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt. Ég held að það sé orðið ljóst að hér þurfi að breyta leikreglum og velja hæfasta dómarann.

Dýravinurinn

Ég hló mikið þegar litla systir sagði mér þessa sögu um daginn.

Vannýtt auðlind Suður-Þingeyinga

Mikill fjöldi fólks hefur liðið matarskort á undanförnum árum. Núlifandi Vesturlandabúar þekkja hann aðeins af afspurn. Nú er svo komið að matarskortur og hækkandi matvælaverð gerir vart við sig í flestum löndum heims. Enn sem komið er finnum við aðeins fyrir þessu í léttari pyngju en sá möguleiki er alveg til staðar að skömmtun á hveiti og hrísgrjónum verði tilfinnanlegur. Ástæður þessa eru hlýnandi veðurfar, uppskerubrestur í Nýja-Sjálandi og Kína, ræktun lífræns eldsneytis og versnandi efnahagsástand á heimsvísu. Í svona ástandi er varhugavert að ætla að smáþjóð sitji að bestu bitunum á niðurgreiddu verði. Við erum eyþjóð, háð flutningum í lofti og láði. Flutningum sem knúðir eru af síhækkandi eldsneyti. Íslendingar verða að gæta að fæðuöryggi sínu og eina leiðin til að tryggja það er að tryggja matvælaframleiðslu innanlands. Það er alltaf betra að vera aflögufær en skorta. Okkar helstu matvælaframleiðendur eru bændur. Því miður eru margir þeirra að hrekjast frá búskap. Andstætt a

Dynasty

Mynd
Eftir að hafa velt málinu fyrir mér ákvað ég að vera í sumarfríi í sumar. Ég spurðist fyrir um sumarafleysingar á elliheimilinu. En nú er ég orðin vön því að ráða mér sjálf í vinnu og tilhugsunin um að vera undir hælnum á öðru fólki var bara einhvern veginn... Ekki freistandi. Þegar ég ræddi þetta við minn heittelskaða brosti hann og spurði hvort ég vildi ekki bara vera fjósakona hjá honum í sumar. Svo það varð úr. En þar sem ég fer yfirleitt í kvöldmjaltirnar (þegar ég fer) þá á ég frí á morgnana. Einn morguninn uppgötvaði ég að Skjár 1 var að endursýna Dynasty og datt ég svona nett inn í það. Það er búið að fara alveg ótrúlega í taugarnar á mér hvað kvenfólkið gerir nákvæmlega ekkert í þessum þáttum nema vera sætar. Svo small í þáttaröð 3 (þetta gengur mjög hratt fyrir sig) og þá allt í einu var komin jafnréttisvakning. Fallon farin að vinna og Alexis tekin við Colbyco. Krystle hins vegar gerir ekkert nema að væla. Pirrar mig mikið. Það má náttúrulega spyrja af hverju ég er að horfa

Undarlega mikil traffík

Það er linkað á mig úr ýmsum áttum og ýmislegt sagt. Það er ágætt. Bara nokkur atriði sem ég vil að séu á hreinu. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og bjó þar fyrstu 35 ár ævinnar. Þá flutti ég út á land og bý í nágrenni Húsavíkur. Svo ég veit bæði hvernig það er að búa í Reykjavík og úti á landi. Það er mjög gott að búa hér. Það er ekki allt á heljarþröm. Hins vegar vantar okkur fólk. Fólk nefnilega skapar líka vinnu. Álverið á Bakka er ekki til að skapa atvinnu fyrir heimafólk. Ef heimafólk fer þangað í vinnu þá vantar fólk í aðra vinnu á Húsavík. Mínar spekúlasjónir snúast um hvernig við fáum annað fólk hingað á svæðið. Mér er fullkomin alvara með Listaháskólann. Það á hvort sem er að byggja nýtt hús. Það getur ekki verið mikið dýrara að byggja það á Húsavík en í Reykjavík. Einhvern tíma var sett sú stefna að flytja opinbera starfsemi út á land. Það hefur ekki gengið eftir. Hvað eru margir Háskólar í Reykjavík? Ef einhver iðja er ekki staðbundin þá er það list. Settar hafa verið upp

Röng sjúkdómsgreining

,,Fólk flytur af landsbyggðinni vegna þess að þar er enga vinnu að fá." Þetta er fullyrðingin sem eftir er unnið. Þ.a.l. er mjög rökrétt að ætla að ef atvinna er sköpuð á svæðinu þá komi fólkið. Við þurfum í rauninni ekkert að fabúlera um það, við erum með raunverulegt dæmi á Austfjörðum sem við getum skoðað. Skv. fullyrðingunni ætti allt að vera í bullandi blóma og uppbyggingu á Austfjörðum því þar er nú kominn stór vinnustaður. Það er hins vegar ekki raunin. Það vantar enn fólk í álverið, íbúðir seljast ekki og ekkert blómstrandi menningarlíf. Á Húsavík hafa undanfarin ár verið u.þ.b. 200 verkamenn á staðnum. Þeir voru 136 í júlí og fer fækkandi vegna lágs gengis krónunnar. Fyrirtæki á staðnum ná ekki að manna stöður og sláturhúsið sér ekki fram á að fá mannskap í haust. Það vantar sem sagt ekki vinnu á Húsavík. Hvað á álverið þá að leysa? Af hverju ætti fólk frekar að vilja vinna í álveri á Húsavík frekar en öðrum fyrirtækjum á Húsavík? Af hverju ætti fólk frekar að vilja vinna

Listaháskólinn...

...myndi sóma sér vel á Húsavík.

Góða veðrið

Ég lagðist út í sólbað. Í 5 mínútur. Það er ólíft vegna hita.

Kattafréttir

Við fórum í aðra auglýsingaherferð og tókst að koma tveimur öðrum kettlingum út. Þá eru bara tveir eftir og það er strax miklu betra. Svo það er búið að taka ákvörðun um að þeir fái bara að vera og lifa. Eitthvað er Lilla ekki að treysta þessu því hún flutti að heiman með börnin í gær!

Vöruverð og hagræðing

Ég hef lengi tilheyrt einni óvinsælustu stétt landsins og nú er ég að tengja mig annarri, bændum. Þrátt fyrir að neysla almennings á íslenskum landbúnaðarafurðum sé í kringum 10% þá bera nú bændur samt ábyrgð á allri dýrtíð. Hagur almennings myndi snarbatna ef tollar yrðu afnumdir og leyft að flytja inn erlent kjöt og mjólk. Örugglega, alveg most diffenetly. Stórgrosserar eru nefnilega þekktastir fyrir einmitt það að stuðla að bættum kjörum almennings. Auðvitað gengur Baugi það helst til sem helsta málsvara aukins innflutnings. Þeir ætla örugglega ekki að vera innflytjendur og heildsalar hráefnisins. neinei, alls ekki. Og þegar þeir eru búnir að slátra íslenskum landbúnaði og allri samkeppni þá helst útlenda kjötið örugglega áfram ódýrt. Baugur er nefnilega alltaf að hugsa um hag alþýðunnar. Af hverju í ósköpunum ættu þeir að hækka útlenda kjötið þegar það er eina kjötið á markaðnum? Það er alveg með ólíkindum að mér skuli detta þetta í hug. En ég ætlaði að ræða um hagræðinguna. Búið o

Samfylkingin og stóriðjustefnan

Húsvíkingar eru sannfærðir um að þeir séu að fá álver. Þ.a.l. er ekki lagt í neitt annað og ekkert annað skoðað, eins og t.d. heilsuþjónusta í Heiðarbæ. Sjálf sé ég fyrir mér Spa-City á Þeistareykjum þar sem ríkir og feitir Ameríkanar koma í afvötnun og megrun en sú hugmynd nýtur ekki almennrar hylli. Þeir sem eru á móti álverinu hafa mjög hljótt um það. Það er farið með það eins og mannsmorð. Eða eins og maður sé að taka matinn af diskum barnanna. Þess vegna hefur fólk mjög hljótt um það. Nema ég, það vita allir að ég er á móti álverinu. En ég er auðvitað aðflutt, við erum ekki að tala um ættingja eða aldagamla vini. Ég hef hins vegar ekki lagst í harða baráttu því ég er ekkert viss um að þetta álver komi hér yfir höfuð. Það sem styrkir mig í þeirri skoðun núna er samfylkingin sem slær í og úr. Í kosningabaráttunni setti Samfylkingin fram Fagra Ísland. Margt hefur nú verið rætt og ritað um það og Samfylkingin túlkar Fagra Ísland út og suður. Hins vegar skrifaðu Össur undir viljayfirl

Blessuð fegurðin..

... er ekki raunveruleg . Það er ekki skrítið að stúlkunum okkar líður ekki vel.

Að biðja börnum sínum lífs

Það gengur illa með kettlingana. Þeir eru orðnir 10 vikna gamlir og við erum búin að auglýsa þá í þrjár vikur út um allt Norðurland. Það er einn farinn og það var fjölskylduvinur sem tók hann. Það hefur enginn hringt. Ekki ein einasta fyrirspurn. Níu kettir á heimilinu er of mikið. Fólk er farið að hafa áhyggjur. Ef þeir ganga ekki út þá getur þetta ekki endað nema á einn veg. Það er eins og Lilla, mamma þeirra, skynji þetta einhvern veginn. Um daginn kom hún inn með fugl, setti hann á gólfið og kallaði á kettlingana. Síðan hefur verið fuglafiður út um öll gólf á hverjum einasta morgni og iðulega verið komið að kettlingunum að borða. Í dag sátum við tengdafaðir minn að hádegisverði að borða fisk. Lilla sat og mændi og betlaði bita. Tengdapabbi gaf henni að lokum. Hún tók bitann í skoltinn, hoppaði niður af stólnum, setti bitann á gólfið og kallaði á kettlingana. Það er eins og hún sé að segja við okkur: ,,Sjáið. Ég get alveg gefið þeim að borða. Þeir mega líka borða matinn minn."

Bókin á náttborðinu

Mynd

Hávaðinn

Ég er búin að vita það alla mína ævi að það eru skemmtistaðir í miðborginni. Ævi mín er talin í nokkrum tugum svo þetta er ekkert nýtt fyrirbrigði. Það hefur aldrei nokkurn tíma hvarflað að mér að kaupa mér húsnæði í miðbænum einmitt vegna þess að ég veit að drukkið fólk er hávaðasamt og getur verið til vandræða. Þess vegna finnst mér svolítið sérstakt að kaupa sér íbúð í miðbænum þar sem er vitað að eru skemmtistaðir, kvarta svo undan hávaða og ætlast til að skemmtistaðirnir loki. En það er kannski bara ég.

Snati og frisbí-diskurinn

Mynd
Við Snati eigum frisbídisk sem við leikum okkur oft með. Við erum yfirleitt ekki að leika sama leikinn, ég er að leika leikinn: Ég kasta, þú sækir og kemur með til mín. Hann er að leika leikinn: Þú kastar, ég sæki, svo reynir þú að ná disknum af mér. Í gær var yndislegt veður og við vorum að leika okkur. Ég var með hundanammi í vasanum sem hann átti að fá í hvert skipti sem hann kæmi með diskinn. Það virkaði ekki. Hann og Lubba sleiktu bara nánast gat á buxnavasann. Í eitt skiptið sækir hann diskinn og leggst svo niður með hann í seilingarfjarlægð. Lubba kemur og leggst við fæturna á mér til að fá klapp. Snati þolir það mjög illa þegar Lubba fær athygli svo ég sest á hækjur mér og klappa Lubbu. Hann stekkur á fætur og kemur með diskinn. Gengur fram hjá mér, sleppir disknum á jörðina og mígur á hann.

Brjálaða Bína

Mynd
Eftir áramót fór ég að fara reglulega með Braveheart í fjósið. Er ég því starfandi fjósakona í sumar:) Í eitt skiptið beið kvíga eftir okkur til að bera og sá ég í fyrsta skipti kálf fæðast. Þetta er naut svo að framtíðin er nokkuð svona.. já, hamborgari. Ég hef hins vegar alltaf verið hrifin af kúnni eftir þetta. Þar sem þetta var fyrsti kálfurinn hennar þá var hún nú komin í virðulegan hóp mjólkurkúa. Kýr eru alltaf með mótþróa fyrst eftir burð en þessi var í uppreisn lengi. Hún stikaði í mjaltabásnum og reyndi að sparka. Var hún óðar nefnd Brjálaða Bína. Þegar kýr láta svona þá er ekkert sem heitir, það verður að binda fót við rör og var það gert. Nú undir vor var farið að sljákka í minni og stendur hún hin þægasta og lætur mjólka sig.Hins vegar bar svo við þegar við settum þær út að mín vaknaði heldur betur aftur til lífsins. Hún æddi út með kúnum og var ekki vitund stressuð eins og hinar kvígurnar (ungar kýr, óbornar eða bara búnar að bera einu sinni). Nokkrar þustu niður heimreið

Varúð: Kattasaga

Mynd
Þegar við Braveheart byrjuðum saman þá var einn köttur á bænum, læðan Lína. Um haustið fór mágur hans utan og læðan hans Lúna kom í fóstur. Því miður fór það svo að Lína varð fyrir bíl og þurfti að aflífa hana. Í kjölfarið var keypt endurskinsól á Lúnu. Þegar líður á haustið fer Lúna að þykkna. Kemur upp úr dúrnum að í eitt skiptið hafði ekki sést á eftir pillunni ofan í hana. Í nóvember 2006 eignast hún svo þrjá kettlinga. Það tekst að gefa einn en Lilla og Kató verða eftir og eru nú fastir fjölskyldumeðlimir. Kató er fljótlega geldur en Lúna og Lilla eiga að vera á pillunni eða fá sparutu. Eitthvað hefur klikkað því á haustdögum 2007 byrjar Lilla að þykkna. Þegar á líður byrjar Lúna að þykkna líka. Nú eru góð ráð dýr. Í nóvember eignast Lilla 5 kettlinga. Þegar þeir verða rólfærir reynir Lúna að stela þeim og fer að mjólka þeim. Skömmu seinna eignast hún sjálf tvo kettlinga. Endaði þetta í ákveðinni kommúnu þar sem mæðgurnar ólu kettlingana upp saman og nærðu. Það var yfilýst markm

Tinni og tíminn

Ég pantaði tvær Tinnabækur frá Amazon um daginn. Þetta eru safnbækur þannig að það eru tvær til þrjár sögur í hverju hefti. Ég pantaði hefti eitt og tvö, svona til að byrja með. Það er rauður borði utan um fyrra heftið sem á stendur Collectors volume eða eitthvað þvíumlíku. Í því sem ég er að rífa þetta af sé ég að þetta stendur aftan á borðanum: An essential volume for collectors This volume includes the first two stories about Tintin created by Hergé, Tintin in the land of the Soviets (1929) and Tintin in Congo (1931). Both books are very much of their time. In his portrayal of the Belgian Congo, the young author reflects the colonial, paternalistic attitudes of his era. Some of today's readers may find his stereotypical portrayal of the African people offensive. Ég veit hreinlega ekki hvað mér á að finnast. Ég hélt að flestir áttuðu sig á því að bækur væru börn síns tíma. En það er alla vega svo komið að Tinni er kominn með varnaðarstimpil.

Út af með dómarann.

Ég held að það sé orðið nokkuð ljóst að íslenskir dómstólar eru að drepast úr kvenfyrirlitningu. Það er í alvöru búið að dæma þessum drulludela miskabætur . Dæmin eru nú orðin ófá: Konan sem reitti manninn til reiði. Stúlkan sem sagði ekki nei og var þ.a.l. ekki nauðgað... Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart miðað við yfirmann dómsmála í landinu.

En óvænt.

Fjölmiðlar fara nú allir af stað vegna greinarinnar í Mogganum. Greinin er þörf og mikið hugrekki hjá aðstandendum að opna málið upp á gátt. Það er samt merkilegt hvernig um málið er fjallað, sérstaklega á Stöð 2. ,,Af hverju gerðuð þið ekki neitt? Af hverju brutust þið ekki inn og tókuð börnin?" Eigum við aðeins að skoða fréttaflutning undanfarin tvö til þrjú ár og þær vinnuaðstæður sem fjölmiðlar eru búnir að skapa því fólki sem vinnur að barnavernd. Það getur hver sem er komið fram og sagt nánast hvað sem er. Sagan er samt yfirleitt samhljóða í stórum dráttum: ,,Vonda, ljóta barnaverndarnefndin tók mig/barnið mitt/ættingja minn af heimilinu út af mannvonsku einni saman. Where do I sign for the check?" Fjölmiðlar eru búnir binda hendur barnaverndarnefnda. Vegna umræðunnar undanfarið er verið að loka meðferðarheimilum. Það er verið að taka í burt eitt úrræðið. Ég er búin að vita það í mörg ár þvílíkur djöfuldómur þarf að ganga á til að börn séu tekin af heimilum sínum. Ég ve

Rasisminn

Ég veit ekki hvernig umræðan um rasisma Frjálslynda flokksins hófst í kosningabaráttunni, ég sá t.d. aldrei fræga grein Jóns Magnússonar um málið. Hins vegar fylgdist ég með seinni hluta umræðunnar og það sem sló mig þá var að það mátti alls ekki ræða málið. Ef einhver impraði á því þá var hann umsvifalaust úthrópaður rasisti. Minn eiginn formaður sagði að það yrði: að stíga varlega til jarðar" og hmm og ha það má alls ekki ræða málið. Á meðan eykst kynþáttahatur og andúð þjóðarinnar jafnt og þétt. Og allir eru ofsalega hissa. Samt er hægt að skoða nákvæmlega sama ferlið hjá mörgum þjóðum. Hvað er langt síðan að Tyrkjum var hleypt inn í Þýskaland til að vinna láglaunastörfin og kynþáttahatur spratt upp í kjölfarið? Hvað hafa hinar skandinavísku þjóðirnar ekki verið að upplifa? Um hvað snýst þetta í raun? Það er verið að flytja inn ódýrt vinnuafl til arðræna. Og svo er ódýra vinnuaflið notað sem svipa á íslenska launþega. Það er nákvæmlega það sem þetta gengur út á. En, uss, við s

Hið undarlega sálarástand

Ég er búin að vera kennari í 6 ár. Ég hef verið bitin, það hefur verið hent í mig bókum og mér og ástvinum mínum hefur verið hótað lífláti og öðru þaðan af verra. Um daginn átti t.d. að bíða heima hjá mér þekktur handrukkari. Vörpulegir drengir (rúmlega 180 cm og 100 kg) hafa stillt sér upp fyrir framan mig og spurt hvað ég myndi gera ef þeir berðu mig. ,,Ætli ég fari ekki bara að gráta" hef ég yfirleitt svarað. En núna get ég sagt: ,,Ég kæri þig og fæ 10 milljónir." Ég ætla að segja það beint út. Ég fagna þessum dómi. Hingað til hef ég ekki upplifað neitt nema algjört réttindaleysi. Ég hef komið inn á það á þessum vettvangi áður að aðstandendur geta farið hamförum í rógburði sínum og við getum ekkert gert okkur til varnar. Þessi kennari sem voru dæmdar 10 milljónir er 25% öryrki fyrir lífstíð. Hún má eiga von á því að fá höfuðverkjaköst alla ævi. Samt, samt dirfðist hún að fara fram á bætur! Þvílík frekja! Og það úr hendi forráðamanns barnsins sem slasaði hana! Þetta segir n

Úr borg í sveit.

Ég er fædd og uppalin í Reykjvík. Og það sem meira er, ég er þriðju kynslóðar Reykvíkingur. Ég á enga sveit. Ég get ekki farið á ákveðinn stað og sagt: ,,Hér er uppruni minn.” Hvort sem það er vegna þessa, sagna Laxness, söngva Bubba eða bara vegna taugatrekkjandi umferðar Reykjavíkur þá hefur lengi verið í mér löngun til að flytja út á land. Haustið 2005 lét ég verða af því. Ég flutti þvert yfir landið í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu. Aðaldalur er landbúnaðarhérað sem sækir flesta þjónustu til Húsavíkur og stærri aðgerðir til Akureyrar. Ég get í sjálfu sér ekki sagt að það sé einhver stórkostlegur munur. Að vísu heita áttirnar hér suður-norður-austur og vestur en heita í Reykjavík hægri-vinstri-fram og til baka. Ég er enn þá rugluð. Það eina sem ég veit er að ef ég stend við skólann þá eru Ýdalir í austur. Ýdalir eru bara ekki alltaf í nágrenninu. Það er náttúrulega ekki hægt að ,,skreppa” út í búð ef eitthvað gleymist því verslunarferð er 40 mínútna akstur. Ég er núna stoltur frys

Óeirðir?

Ég er algjörlega búin að missa samúðina með vörubílstjórum. Framkoma þeirra er til skammar. Borgaraleg óhlýðni er eitt, hryðjuverk annað. Hvernig væri að við kennarar tækjum upp þessa baráttuaðferð? Um helgar og á sumrum þá leggjum við bíldruslunum okkar þvert á alla vegi til að mótmæla því að við höfum ekki efni á nýjum bílum né bensíni. Við getum alveg sleppt því að fara í verkfall og missa launin okkar á meðan. Við skulum hafa það alveg á hreinu að vörubílstjórar eru að keyra út. Þeir eru ekki að leggja niður vinnu. Þeir eru ekki að tapa neinu. Það er bara verið að hrella almenning. Bændur gætu tekið sér þetta til fyrirmyndar líka. Farið með nautin sín niður í bæ og sleppt þeim lausum til að mótmæla því að þeir geti ekki lengur heyjað fyrir þau vegna áburðarverðshækkana. Það er þá hægt að mótmæla innflutningi á nautakjöti í leiðinni. Þetta er orðið algjörlega fáránlegt og ekki koma þeir vel fyrir í sjónvarpinu, blessaðir. ,,Nei, nú verður þetta sko bara verra!" ,,Já, ég ætla sk

Útsýnið

Mynd
Hvenær, ó, hvenær fer þessi snjór? Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.

Að sitja sem fastast

Sjálfstæðismenn eru búnir að átta sig á því að það er alveg sama hvað þeir gera, ef þeir bara sitja sem fastast þá gengur fárviðrið yfir. Þorsteinn Davíðsson situr sem fastast í dómarasæti sem annað fólk var mun hæfara í. Árni M. Mathiesen situr sem fastast í ráðherrastól þrátt fyrir að hafa veitt honum embættið út á ekkert nema ættartengslin. Það er enginn rökstuðningur fyrir þessari embættisveitingu annar og ef óskað er eftir öðrum ástæðum þá ræðst hann bara að viðkomandi með dylgjum og dónaskap. Sbr. umsagnarnefndin og Umboðsmaður Alþingis.Villi Vill situr sem fastast í borgarstjórn þrátt fyrir algjört klúður í REI málinu og ætlar sér klárlega aftur í borgarstjórastólinn. Davíð Oddson situr sem fastast í Seðlabankanum og hækkar stýrivexti upp í hið óendanlega þótt hver sérfræðingurinn á fætur öðrum komi fram á sjónarsviðið og fullyrði að þetta sé úr sér gengið stjórntæki. Og íslenska þjóðin yppir bara öxlum og heldur áfram að borga vexti. Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson se

Fagra Ísland

Á tímabili fyrir kosningar voru Vinstri-Grænir komnir upp í rúm 20 prósent í skoðanakönnunum. Þá virtist kvikna á perunni hjá einhverjum að umhverfismál væru farin að skipta Íslendinga máli. Ómar Ragnarsson þustu fram á völlinn með hægri græna og Samfylkingin fór að tala um fagra Ísland. Allt er þetta gott og blessað. Í raun er mér sama hvaðan gott kemur. Og þar sem ég er fyrst og fremst vinstrisinni og svo umhverfissinni þá skil ég það mjög vel að fólk vilji hafa val um að kjósa hægri eða miðju plús umhverfismál. Árni Páll Árnason mætti í Silfur Egils með honum Hafliða Húsvíkningi og þegar Haflðið gekk á hann um hvort reisa ætti álver á Bakka ef Samfylkingin væri í ríkisstjórn þá sagði Árni, að mig minnir alveg örugglega, nei, það yrði gert stóriðjuhlé. Ég er frekar vonsvikin í dag. Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.

Snati að leik

Mynd
Ég hendi upp rófunni minni... ... og gríp hana aftur. Núna er ég orðinn dálítið þreyttur á þessu. Best að geyma hana á góðum stað. Ha-ha! Þú veist ekkert hvar rófan mín er! Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.

Ótrúlegt

Mér tókst að skila skattaskýrslunni í dag. Miðað við fátæka og eignalausa konu þá var það talsvert vesen. Ég þurfti að hringja tvisvar í skattinn, einu sinni í sýslumanninn í Reykjavík og einu sinni í Íbúðalánasjóð. Mér til mikillar furðu, og talsverðar viðkvæmni, þá voru allir sem ég ræddi við ekkert nema elskulegheitin og þægindin. Ég er með einhverja undarlega tilfiningu, hún er hlý... Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.

Framhald

Það fór illa fyrir Flórens eftir allt saman. Hún var eitthvað dofin eftir ófarirnar svo það var kallaður út dýralæknir. Þá var komið loft undir húð sem þýðir að eitthvað hefur farið úrskeiðis, hún hefði t.d. getað verið rifbeins brotin. Svo nú er hún komin á gresjurnar miklu. Greyið. Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.

Hitt og þetta

Þá eru páskarnir komnir og farnir. Ég er mætt galvösk í vinnuna nema hvað það er engin vinna! Samviskusemin ríður ekki við einteyming. Við brugðum okkur suður fyrir páska til að fara í fermingu. Nú er litla frænka orðin stór. Sveitavargurinn brá sér vissulega í búðir og eyddi peningum. Okkar tókst samt alveg að klikka á að fara í matvöruverslun og komum heim að tómu koti seint á miðvikudagskvöld. Sem betur fer eigum við fína frystikistu sem ýmislegt leyndist í. Þegar við fórum að mjólka á páskadagsmorgun var ein kýrin dottin í flórinn, hafði einhvern veginn tekist að lyfta grindinni og detta niður. Hún hafði greinilega verið búin að sprikla í einhvern tíma því hún var alveg að niðurlotum komin og komin með kölduna. Það var sprautað á hana heitu vatni og mikið mál að koma henni upp því hún sjálf gerði ekkert. Væntanlega orðin dofin í löppunum, greyið. Sem betur fer tókst að koma henni upp en hún er eitthvað dauf í dálkinn. Spurning að fá dýrasálfræðing til að veita áfallahjálp. Snati ve

Mistök

þarna varð mér á messunni. Ég fæ 12 þúsund kall í bílastyrk svo ég hef bara 4 þúsund til að eyða og spreða. Shit... Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.

Ríka konan

Úlla-la, ég var að fá kauphækkun. Nú er ég með 238 þús. á mánuði. Það þýðir að ég fæ 186 þús. útborgað. Lágmarksframfærsla fyrir einstakling er 170 þús. svo ég hef alveg 16 þús. til að eyða og spreða! Ég veit bara ekki hvað ég á að gera við allan þennan pening! Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.

Helstu tíðindi

Mynd
Þegar við Braveheart byrjuðum saman þá voru 3 hundar (tíkur) á bænum, þrjár kynslóðir. Það fór nú svo illa einhvern tíma í fyrra að það var bakkað á þá elstu og þurfti að aflífa hana. Í haust kom hundur í heimsókn og lék grunur á að báðar tíkurnar væru hvolpafullar og allt myndi fyllast af hvolpum plús allir kettlingarnir sem voru á leiðinni. Sem betur fer var það bara sú yngri sem var hvolpafull. Svo eignast hún bara einn hvolp. Daginn eftir eða þann næsta koma þrír dauðir og í kjölfarið deyr hún sjálf! Hún var búin að henda þessum eina frá sér og við reyndum að halda honum á lífi samkvæmt leiðbeiningum frá dýralækni en því miður dó hann í höndunum á okkur. Get ekki lýst því hvað þetta var ömurlegt allt saman. Í staðinn fyrir að allt væri að drukkna í hundum var nú bara einn hundur á bænum. Hún virtist vera að leggjast í hálfgert þunglyndi og var einmanaleg úti við. Eftir áramótin sagði samstarfskona mín frá því að tíkin á bænum hennar hefði eignast hvolpa, að vísu allt hunda. Það
Þann 11. janúar fór ég með tölvuna mína í uppfærslu sem átti bara að taka einn tíma. Hún er þar enn. Að vísu kom í ljós, eftir að tölvumaðurinn var búinn að berjast við hana í lengri tíma, að það væri bilun í móðurborðinu. Það var akkúrat bilun í móðurborðinu stuttu eftir að ég keypti hana og það var sett í hana nýtt móðurborð. Þannig að ég á að fá varahlutinn í ábyrgð. Það er auðvitað voða næs en... ég er að verða dálítið langeyg eftir tölvunni minni. Get t.d. ekkert bloggað. Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.

Læðupúki sléttunnar

Það er undarlegt með okkur. Við eyðum svo miklum tíma í að bíða. Bíða eftir öðrum tíma, þrá annan tíma. Stöndum á stoppistöðinni og bíðum eftir því að lífið taki okkur upp í. Viljum ekki vera, viljum fara. Og þegar við erum farin þá söknum við. Stundum nægja nokkrir tónar til að setja söknuðinn af stað. Það var ’81 eða ’82 að félagsheimilið Læðupúki sléttunnar var stofnað. Við krakkarnir í stigaganginum fengum að yfirtaka hitakompuna í kjallaranum. Þarna átti að fara fram margs konar og mikils háttar starfsemi. Úr henni varð lítið. Við vildum vera fullorðin en vorum það ekki. Það var ekkert flóknara en það. Hins vegar var mikið spjallað og hlustað á plötur. Einn okkar, nafngjafinn, kom með gamla ferðaplötuspilara mömmu sinnar. Bubbi var í Egó, Rokk í Reykjavík í algleymi og við hlustuðum á Bítlana. It’s been a hard day’s night. Hann vildi vera hippi því að pabbi hans og mamma höfðu verið hippar. Eftir á að hyggja fær það varla staðist. Þau voru vart af barnsaldri þegar hann fæddist s

Nýtt ár

Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár til allra. Þakka liðið. Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.