Ég er 52 ára gömul kona. Ég hef verið kona alla mína ævi. Ég hef upplifað, og upplifi enn, mikla kvenfyrirlitningu. Já, það er enn mjög mikil kvenfyrirlitning í heiminum og á Íslandi. Eftir að ég varð miðaldra kona þá er ég að upplifa nýjar víddir fyrirlitningar, ósýnileika og þöggunar. [i] Þegar fyrri metoo bylgjan reið yfir þá voru margir svo hissa á framkomunni og áreitinu sem konur höfðu orðið fyrir. Ég var ekkert hissa. Ég hafði lifað þetta. Það er mjög fróðlegt að greina orðræðu. Stúlkur niður í táningsár eru „ungar konur.“ Karlmenn hátt á þrítugsaldri eru „drengir.“ Við hjónin erum með sameiginlega facebook-síðu. Fyrst var hún mín en svo var ég allt í einu komin í hina ýmsu bílaklúbba svo greinilegt að eiginmaðurinn var að skoða facebook undir mínu nafni. Mér fannst því eðlilegt að hafa hana á báðum nöfnum. Eins undarlega og það kann að hljóma þá varð ég vör við breyttar undirtektir og viðbrögð þegar ég-ið sem tjáði sig gat mögulega verið karlkyns. [ii] Stundum hef é
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.