Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 11, 2012

Er bókmenntafræði gervivísindi eða misskildi ég þetta svona herfilega?

Mynd
Nú eru komin ein 20 ár síðan ég sat í bókmenntafræðinni. Ég fór þaðan í kennslufræðina og svo í kennslu og hef því aldrei ,,starfað" sem bókmenntafræðingur og er því kannski farin að ryðga eitthvað í fræðunum. Hins vegar hélt ég að ég beitti mínu námi í kennslunni. Nú eru hins vegar farnar að renna á mig tvær grímur. Það fyrsta sem mér var kennt í bókmenntafræðinni var það að höfundurinn væri ,,dauður". M.ö.o. að álit höfundarins á því sem hann hefði skrifað skiptir engu. Höfundurinn heldur að hann sé að segja eitthvað ákveðið en þar sem hann er spegill samtíma síns þá speglar hann margt fleira í verki sínu. Þá getur hann einnig verið að segja eitthvað allt annað en hann heldur. Það nefnilega gerist stundum að fólk telur sig vera einhverrar skoðunar en er það bara alls ekki. Þannig að þegar við ætluðum að túlka eitthvert verk þá þýddi ekkert að hringja í höfundinn og spyrja hann að því hvað hann væri að segja. Hann hefði enga hugmynd um það. Nú má vel vera að