Færslur

Sýnir færslur frá júlí 3, 2016

Mótvægisaðgerðirnar Part II

Mynd
Í fyrri pistli mínum nefndi ég að fjórir einstaklingar misstu vinnuna en ég átta mig vissulega á að mótvægisaðgerðir geta aldrei miðað að ákveðnum einstaklingum. Það sem ég vildi sagt hafa er að sveitarstjórnin lagði niður fjögur störf fyrir menntaða einstaklinga. Ég vona að þetta beri ekki með sér menntahroka en ég veit ekki betur en landsbyggðina vanti störf fyrir menntafólk. Það er alla vega ein af þeim röksemdum sem notaðar eru fyrir allsherjarlausnina álver, að í þeim eru m.a. störf fyrir menntafólk. Í umræðum um vanda landsbyggðar hefur verið talað um að á landsbyggðinni sé einsleitt samfélag. Störf fyrir háskólamenntað fólk hafa flust og beinlínis verið flutt á höfuðborgarsvæðið. Talað hefur verið um „ atgervisflótta “ og „spekileka.“  Í umræðum um Bráðaaðgerðir í byggðamálum á Alþingi þann 23. september 2014 sagði Oddný G. Harðardóttir: „ Ein mikilvægasta auðlindin og fjárfestingin er fjárfesting í menntun ungmenna á svæðinu. Það er menntunarstig svæðisins sem