Ég er búin að vita það alla mína ævi að það eru skemmtistaðir í miðborginni. Ævi mín er talin í nokkrum tugum svo þetta er ekkert nýtt fyrirbrigði. Það hefur aldrei nokkurn tíma hvarflað að mér að kaupa mér húsnæði í miðbænum einmitt vegna þess að ég veit að drukkið fólk er hávaðasamt og getur verið til vandræða. Þess vegna finnst mér svolítið sérstakt að kaupa sér íbúð í miðbænum þar sem er vitað að eru skemmtistaðir, kvarta svo undan hávaða og ætlast til að skemmtistaðirnir loki. En það er kannski bara ég.
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.