Færslur

Sýnir færslur frá júlí 5, 2020

Ófrægingarherferð narsissistans

Mynd
Eftir Lauren Norris. Þýtt að hluta, fengið héðan: https://www.boernechristiancounselor.com/blog-christian-counseling/when-a-narcissist-runs-a-smear-campaign Hvað er ófrægingarherferð (smear campaign)? Ef þú hefur einhvern tíma haft einhvern náinn í lífi þínu með narsissíska persónuleikaröskun narcissistic personality disorder þá þekkirðu væntanlega ófrægingarherferðina vel. Ófrægingarherferð er þegar narsissistinn býr til falskan veruleika um þig með lygum og blekkingum. Ég las frábæra tilvitnun hjá Greg Zaffuto í “ From Charm to Harm and Everything in Between With a Narcissist ” sem lýsir þessu vel: „Narsissistar óttast opinberun eða sannleikann um sjálfa sig, SÉRSTAKLEGA ef þeim finnst sér ógnað. Þeir munu rægja viðkomandi, trúverðugleika og æru með lygum, hálfsannleika og illgjörnu slúðri. Narsissistinn leikur á tilfinningar og kenndir áheyrandans með sögu sem er nógu trúleg án þess að hægt sé að setja NÁKVÆMLEGA fingur á hverjar ásakanirnar eru, en er nógu áhrifamikil og illgjör

Davíð og Golíat

Mynd
Þann 2. júlí birtist grein í Fréttablaðinu þess efnis að ungur maður, Davíð Atli Gunnarsson, hefði ekki komist inn í viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri. Davíð var heldur undrandi á þessum móttökum enda dúxaði hann úr Framhaldsskólanum á Húsavík árið á undan. Ég kenndi Davíð í Framhaldsskólanum og get lítið annað sagt en að Háskólinn á Akureyri er að missa frá sér mjög góðan nemanda. Davíð er bæði samviskusamur og greindur og ég veit fullvel að hann yrði fljótur að vinna upp þann viðskiptafræðigrunn sem strandar á. Hann hefur unnið í bókabúðinni á Húsavík undanfarið ár og hefur vafalítið bætt þar í sarpinn. Hins vegar átta ég mig vel á að Háskólinn verður að hafa eitthvert viðmið, einhver inntökuskilyrði. Orð gamalla kennara vega lítils og með réttu. Það breytir því þó ekki að með ströngum inntökuskilyrðum sínum er HA, á ákveðinn hátt,  að mismuna nemendum eftir búsetu. Og þá komum við að vanda málsins; Framhaldsskólinn á Húsavík er lítill skóli, hann getur ekki boðið upp á a