Þegar fréttist af bréfi Guðrúnar Ebbu þá var ég alveg viss um að þarna væri ,,sönnunin" komin. Þarna var hún, hafin yfir vafa. Svo horfði ég á viðtalið í gær. Eitt af því fyrsta sem hún segir er að ,,hún hafi ekki munað fyrr en..." Allt í einu fóru að koma fram bældar minningar. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um bældar minningar. Sumir ganga svo langt að segja að þær séu ekki til. Ég er ekki fræðimaður í þessari grein svo ég er enginn stóri dómur um þetta. Ég er ekki heldur að segja að Guðrún Ebba sé að ljúga. Hvað ætti konunni að ganga til? Ég efast ekkert um að Guðrún Ebba trúi þessu sjálf. En á meðan bældar minningar sem sálfræðifyrirbrigði er ekki hafið yfir vafa þá eru allar fullyrðingar byggðar á ný-mundum áður bældum minningum ekki hafnar yfir vafa. Ég er alls ekki að segja það að Ólafur Skúlason hafi verið saklaus maður. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni 1996, ekki vegna ásakananna heldur vegna viðbragða hans við þeim. Hrokinn var yfirgengilegur. Nú er það komið í
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.