Færslur

Sýnir færslur frá október 9, 2011

Ég þori varla að segja það...

Þegar fréttist af bréfi Guðrúnar Ebbu þá var ég alveg viss um að þarna væri ,,sönnunin" komin. Þarna var hún, hafin yfir vafa. Svo horfði ég á viðtalið í gær. Eitt af því fyrsta sem hún segir er að  ,,hún hafi ekki munað fyrr en..." Allt í einu fóru að koma fram bældar minningar. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um bældar minningar. Sumir ganga svo langt að segja að þær séu ekki til. Ég er ekki fræðimaður í þessari grein svo ég er enginn stóri dómur um þetta. Ég er ekki heldur að segja að Guðrún Ebba sé að ljúga. Hvað ætti konunni að ganga til? Ég efast ekkert um að Guðrún Ebba trúi þessu sjálf. En á meðan bældar minningar sem sálfræðifyrirbrigði er ekki hafið yfir  vafa þá eru allar fullyrðingar byggðar á ný-mundum áður bældum minningum ekki hafnar yfir vafa. Ég er alls ekki að segja það að Ólafur Skúlason hafi verið saklaus maður. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni 1996, ekki vegna ásakananna  heldur vegna viðbragða hans við þeim. Hrokinn var yfirgengilegur. Nú er það komið í

Elsku besta Vinnumálastofnunin

Núna er góða fólkið hjá Vinnumálastofnun búið að ákveða að sveitarstjórnaseta mín flokkist undir ,,hlutastarf". Að vísu flokkar stéttarfélagið mitt sveitarstjórnarsetuna ekki undir hlutasatrf heldur ,,fundarsetu" sem reiknast ekki sem prósentuvinna en eins og góða stúlkan hjá Vinnumálastofnun bentu mér svo vinsamlega á um daginn þá vinnur Vinnumálastofnun ekki með verkalýðsfélögunum. Vinnumálstofnun hefur sem sagt ákveðið það, algjörlega upp á eigið einsdæmi og einhliða að sveitarstjórnaseta mín flokkist sem 16% hlutastarf og hefur skert atvinnuleysisbæturnar mínar sem því nemur, niður 84%. Núna skulda ég VMST fullt af pening og hún er byrjuð að draga hann af mér. Mikið varð ég glöð þegar ég fékk útborgað síðast. Samt hef ég alltaf gefið upp launin og verið dregið af mér í samræmi. Ég mæti á fundi tvisvar í mánuði. Þeir eru svona 3-4 tímar. Þetta er sem sagt alveg heill einn vinnudagur í mánuði. Síðast þegar ég vissi þá var vinnuvikan skilgreind sem 40 stundir. Þá ætti mánu

Tannlæknaraunir

Tannlæknirinn minn, sem ég er mjög ánægð með, hefur verið í fríi og/eða vinna annars staðar undanfarið. Í byrjun júlí er hringt í mig frá tannlæknastofunni og mér boðin skoðun sem ég þigg. Að vísu, er þá bætt við, er þetta nemi. Hmmm. Ég ákveð samt að  þiggja þessa skoðun því hvernig eiga þessir krakkar að læra ef þau fá ekki að spreyta sig.Auk þess fann ég ekki fyrir neinu og var tiltölulega sannfærð um að allt væri heilt. Ég mæti á tilnefndum tíma og neminn skoðar mig. Allt heilt nema hvað að einn fyllingin er farin að ,,leka" og neminn vill endilega fá að laga hana. Í stórum jaxli. Ég skal viðurkenna að ég vildi það ekki. Hjartað sagði nei, en höfuðið sagði já, af fyrrgreindri ástæði. Hvernig eiga þau að læra... Ég mæti aftur og neminn gerir við fyllinguna. Samanlagt var þetta 40 þús. króna fyrirtæki. Viðgerðin fór fram á fimmtudegi. Þá um helgina finn ég að það er ekki allt í lagi með fyllinguna, það svona ,,dúmpar" á hana og ég get ekkert notað tönnina. Ég hringi á má