Færslur

Sýnir færslur frá maí 17, 2015

Sérstæð sakamál

Mynd
Öll eigum við okkar litlu leyndarmál. Mín eru þau að ég hef gaman að teiknimyndasögum allt frá Ástríki upp í Preacher sem mér fannst frábær. Þá hef ég líka það sem enskurinn kallar morbid fascination . Ég man eftir sumarbústaðaferðum með fjölskyldunni þar sem rigningardögum var eytt í að lesa bunkann af blöðum sem hétu Sakamál ef ég man rétt eða Sönn sakamál.   Þegar ég eltist hélst í hendur að Silence of the Lambs varð vinsæl og dr. Guðni Elísson hryllingssérfræðingur hóf kennslu í bókmenntafræðinni. BA ritgerðin mín er um hryllingsbækur og –myndir. Þá las ég og yngri tvibbinn minn bækur um raðmorðingja og fólskuverk þeirra í lange baner.  Preacher Þá las ég að sjálfsögðu sérstæð sakamál í öllum blöðum. Les stundum enn. Nú ætla ég ekki að halda því fram að þetta sé merkilegt eða menningarlegt lesefni. Alls ekki. Hins vegar er þetta eitthvað sem ég hef haft gaman að í gegnum tíðina. Helsta aðdráttaraflið er að þetta er satt. Það eru birtar myndir af fólki og það nafn