Færslur

Sýnir færslur frá júlí 8, 2007

Nauðgun af gáleysi

Ég er enn þá alveg bit út af þessum dómi sem féll í Héraðsdómi um daginn. Hef fylgst með Kastljósinu og eitthvað með umræðum á Moggablogginu. Þar kommentar kona víða og bendir á dóminn og þá eigi maður að skilja þessa sýknun. Jæja, nú er ég búin að lesa dóminn og er samt fyrirmunað að skilja þessa sýknun. Réttarlæknisfræðin staðfestir frásögn stúlkunnar, henni var klárlega nauðgað. Þannig að frásögn hennar af því sem gerðist inni í klefanum er sönn. En af því að hann beitti ekki ofbeldi þá er hann sýkn. Fyrsta lagi þá hélt ég að nauðgun per se væri ofbeldi en ókey það verður að fara eftir laganna hljóðan. Ef það liggur ljóst fyrir að stúlkan segir satt um nauðgunina, eins og réttarlæknisfræðin og dómurinn sjálfur staðfestir, er þá ekki líklegt að hún hafi sagt satt um allt hitt? T.d. það að hann hafi ýtt henni inn í klefann og svo niður á gólfið? Er það ekki ofbeldi? Verjandinn hélt því fram í Kastljósi að ekki væri ,,um ásetningsbrot" að ræða. Að aumingja, vesalings drengurinn