Færslur

Sýnir færslur frá maí 10, 2020

Nýtt cover

Mynd
Jæja, ég er orðin leið á þessu coveri á facebook-inu mínu. Ég hélt að Jón Björn Hreinsson myndi kannski sjá sóma sinn í að taka út þetta skítakomment þar sem hann leggur til að fjölskylda með tvö börn á grunnskólaaldri yrði mökuð út í skít. En greinilega ekki. Hann þóttist ekki kunna það en blokkaði okkur svo. Hvort skyldi nú vera flóknara? Þannig að ókeypis auglýsingum mínum fyrir örvæntingu hans og einsemd er hér með lokið. Vilji einhver kona skoða garpinn mæli ég með að viðkomandi afli sér upplýsinga hjá systur hans.

Mæðradagurinn

Mynd
Varúð: Persónuleg færsla. Ég hef einhverra hluta vegna gert frekar lítið úr mæðradeginum þegar kemur að sjálfri mér. Ég hringi í mömmu eða sendi blóm en ég minni strákana mína ekki á hann. Ekki eins og ég læt manninn minn vita af konudeginum með góðum fyrirvara og meiningum. Þetta er bara svona og var í raun ómeðvitað. Það var ekki fyrr en í fyrradag að ég sá þessa færslu á facebook að ég áttaði mig á þessu. Mig langaði alltaf til að eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Einn harðsvíraðasti trúleysingi sem ég þekki segir að allar lífverur hafi þörf fyrir að bera erfðaefni sitt áfram. Kannski er það umhverfið sem þrýstir á því guð veit að nóg er af fólkinu. Ég veit ekki af hverju og ætla ekki einu sinni að reyna að svara því en mig langaði að eignast börn og ég veit að fullt af konum langar að eignast börn. Við getum það bara ekki allar. Og þó svo að ég hafi verið svo heppin að ná að eignast tvo stráka þá er það ekki sjálfgefið. Ég hef svo sem sagt þessa sögu áður. Í fy