Héraðsmiðillinn 641.is sendi meirihluta sveitarstjórnar, byggingarfulltrúa og sveitarstjóra Þingeyjarsveitar fyrirspurn í leiðara nýverið. Meirihlutinn svarar í dag. Nú gæti ég sagt ýmislegt um loftárásir og ad hominem rökvilluna* en ritstjórinn boðar andsvör seinna í dag. Hermann er stór strákur og getur séð um sig sjálfur. Nei, það er hugtakanotkun sem ég ætla að velta fyrir mér. Í bréfinu sem birt er í dag segir: Í þessum hópi sitja ekki kjörnir fulltrúar því þeir tímar eru liðnir að þeir séu með nefið niðri í störfum stjórnsýslunnar. Það er sem sagt alveg ljóst að meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar lítur ekki á sig sem aðila að stjórnsýslunni! Ég hef alltaf skilið hugtakið stjórnsýslu á þann veg að það væri framkvæmdarvaldið, þ.e. handhafar framkvæmdarvaldsins og fulltrúar þeirra. Þ.a.l. hef ég alltaf staðið í þeirri meiningu að fyrirbærið sveitarstjórn væri hluti stjórnsýslunnar, þeir fulltrúar sem ákvörðunar- og framkvæmdarvaldið hefðu.
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.