Ég ætla að demba mér í frásögnina af viðskiptunum við Og Vodafone þar sem það er sálarhjálparatriði að skrifa sig frá pirringi.
Fyrir einhverjum árum síðan þegar ég ákvað að nútímavæðast og nettengjast valdi ég ADSL pakka frá Og Vodafone. Það var allt hið ágætasta mál og minnir mig að mánaðaráskriftin hafi verið ca. 3000 krónur. Svo fór Og Vodafone að hringja í mig og bjóða mér að færa heimasímann til sín og GSM símann. Allt hljómaði þetta ágætlega og ég færði öll mín viðskipti til þeirra. Nú í lok sumars flutti ég út á land þar sem engin ADSL tenging er til staðar. Þannig að ef ég vil hafa netsamband þarf það að vera innhringisamband. Ég hringdi reglulega í Og Vodafone til að ganga frá þessu, segja upp ADSL áskrift og spyrjast fyrir um kostnað, hraða og þvíumlíkt. Allt var þetta klappað og klárt og ekkert vandamál. Ég set inn innhringinúmerið hjá Og Vodafone. Mínútan kostar 2 krónur og ekkert upphafsgjald. Mér reiknast það til að ég megi vera á netinu í um klukkutíma á dag og þá borgi ég 3750 fyrir mánuðinn. Helst þarf ég að vera styttri tíma á netinu en innhringisambandið er muuun hægara en ADSL. Af því að það er ekkert upphafsgjald hjá Og Vodafone þá er ég ekkert að sitja í beit við tölvuna í klukkutíma. Ég kíki kannski í korter og svo tíu mínútur og seinna 20 mínútur. Svo kemst ég nú að því að ef ég tek símalínuna ekki úr sambandi þá hringir tölvan stundum sjálf inn og er eitthvað að dunda á netinu. Ég var nú sem betur fer frekar fljót að fatta þetta. Alla vega allt í orden.
Í lok september fæ ég hins vegar rúmlega 13 þúsund króna reikning frá Símanum. Reikningurinn er skelfilega hár og undarlegur að því leyti að mín viðskipti eru ekki hjá Símanum. Ég hringi þangað og bíð í hálftíma og fæ þá þær fréttir að mín notkun sé hjá þeim, ég þurfi að tala við Og Vodafone, þeir hafi ekki tilkynnt um að notkunin mín væri hjá þeim. Ég hringi í Og Vodafone sem telur að Síminn hafi stolið notkuninni minni. Það liggur ljóst fyrir að Síminn er með örlítið hærra mínútugjald en það sem skiptir mestu máli er upphafsgjaldið hjá þeim. Ég var búin að nota netið á þeim forsendum að ég væri ekki að borga neitt upphafsgjald af því að það er ekki hjá Og Vodafone. Hins vegar er þjónustufulltrúinn það elskulegur að hann lætur Og Vodafone taka á sig helminginn af reikningnum þar sem þetta eru náttúrulega mistök annars hvors símafyrirtækisins þótt þau bendi á hvort annað. En þar sem þessi reikningur var fyrir ágúst þá var búin að stunda netið á sama hátt bróðupart september mánaðar, á algjörlega röngum forsendum. Svo þjónustufulltrúinn segir mér að hafa bara samband þegar sá reikningur berst. Ég verð að klára mánuðinn hjá Símanum en um mánaðrmót sept-okt. Þá færist notkunin yfir til Og Vodafone. Út september passa ég mína netnotkun og ef ég fer á netið þá bara einu sinni á dag til að spara upphafsgjald. Svo kemur reikningur frá Símanum upp á rúmar 7 þúsund krónur. Ég hringi í vinsamlega þjónustufulltrúann. Þá hafði yfirmaðurinn farið yfir þetta og fannst endurgreiðslan ,,mjög rífleg”. Já, já. Ég þarf að faxa nýja reikning sundurliðaðn. Mér finnst svo sem alveg skiljanlegt að þau vilji sjá reikninginn, þau hafa ekkert nema mín orð fyrir upphæðunum. Ég faxa sunduliðaða partinn en það er þá ekki nóg. Hann þarf að vera algjörlega sundurliðaður svo þau sjái nákvæmlega hversu oft ég hef hringt í innhringinúmerið þeirra. Það er alveg sjálfsagt að verða við þessu nema hvað ég þarf að hringja í þjónustunúmer Símans til þess og þar er heil-löng bið. Þannig að ég er orðin frekar óánægð með vesenið svo ekki sé talað um kostnaðinn sem ég þarf að standa í vegna þeirra mistaka. Þjónustufulltrúinn skilur það svo sem alveg en vill auðvitað standa á sínu og segir, alla vega tvisvar, að þau séu ,,að reyna að koma til móts við mig.” Ég bendi á að þau séu klárlega að reyna að koma sér undan því núna með yfirlýsingum um ,,ríflega endurgreiðslu". Þjónustufulltrúinn sér þá yfirlýsingu ekki á sama hátt og ég. Undarlegt þar sem það er ekki hægt að skilja hana nema á einn veg.
Persónulega finnst mér að fyrirtækið sem klúðrar málinu, og það var Og Vodafone því ég marghringdi vegna uppsetningar á módaldinu og með öðrum fyrirspurnum og allir alltaf með það á tæru að ég væri áskrifandi þeirra, eigi að gera meira en bara reyna að lagfæra sín mistök og koma eitthvað meira en pínulítið til móts við mig. Þannig að ef niðurstaðan verður mér ekki þóknanleg þá mun ég segja upp viðskiptum mínum við þetta fyrirtæki. Grunnlínan er hvort sem er frá Símanum, GSM sambandið hérna frá Og Vodafone er lélegt og það er búið að setja upp emax tölvusamband í skólanum sem ég gæti mögulega orðið áskrifandi að.
laugardagur, nóvember 05, 2005
föstudagur, nóvember 04, 2005
Fjölskylduferð til Afríku
(Grover Larkins)
IceMarimba frá Tónlistarskóla Hafralækjarskóla í S-Þingeyjarsýslu heldur tónleika í Salnum í Kópavogi, laugardaginn 5. nóvember kl.15:00. Á dagskránni er framandi og skemmtileg tónlist aðallega frá Zimbabwe og Suður - Afríku. Hljómsveitina skipa átta hressir unglingar úr Hafralækjarskóla sem spila á afrísk ásláttarhljóðfæri, syngja og dansa.
Frábær fjölskylduskemmtun! Reynt verður að leyfa öllum áhugasömum að prófa hljóðfærin að tónleikum loknum.
Tónleikarnir eru einnig útgáfutónleikar nýútgefins geisladisks Africa on Ice. Diskurinn verður til sölu á kynningarverði.
Miðaverð: 1.000 kr.
Ónúmeruð sæti!
(Grover Larkins)
IceMarimba frá Tónlistarskóla Hafralækjarskóla í S-Þingeyjarsýslu heldur tónleika í Salnum í Kópavogi, laugardaginn 5. nóvember kl.15:00. Á dagskránni er framandi og skemmtileg tónlist aðallega frá Zimbabwe og Suður - Afríku. Hljómsveitina skipa átta hressir unglingar úr Hafralækjarskóla sem spila á afrísk ásláttarhljóðfæri, syngja og dansa.
Frábær fjölskylduskemmtun! Reynt verður að leyfa öllum áhugasömum að prófa hljóðfærin að tónleikum loknum.
Tónleikarnir eru einnig útgáfutónleikar nýútgefins geisladisks Africa on Ice. Diskurinn verður til sölu á kynningarverði.
Miðaverð: 1.000 kr.
Ónúmeruð sæti!
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Guð minn góður, þvílíkir dagar.
Í gær fékk ég staðfest það sem mér hafði verið sagt en ekki trúað. Get því miður ekki rætt það nánar. Ég reiddist mikið og þegar ég reiðist þá reyni ég að halda kjafti svo ég segi ekki eitthvað sem ég vil ekki segja og meina í rauninni ekki. Ég er ekki að segja að reiðin sé skynsamleg eða þroskuð viðbrögð, en eftir stendur samt að ég reiddist. Ég veit það sjálf að þegar einhver er reiður þá er ekki rétti tímapunkturinn að ræða við hann, sérstaklega ekki þegar maður er ekki sammála viðkomandi. Ákveðnum einstaklingi fannst hins vegar fullkomlega eðlilegt að ræða við mig um málið akkúrat á meðan þrumuskýið var blússandi yfir hausnum á mér. Var reyndar sammála mér fyrst, en svo ósammála, svo aftur sammála, svo ósammála... Í alvöru, ekki það sem mig vantar.
Svo svaf ég á þessu og reiðin pústaði út um eyrun á mér og ég bara nokkuð ánægð í morgun. Ekkert hoppandi af gleði enda varð ég fyrir miklum vonbrigðum en var öll að koma til. Þá þarf þessi einstaklingur að byrja að ræða við mig aftur. Sammála og ósammála út og suður. Svo klikkir hann út með því að það sé svo slæmt að ég sé svona ósátt, það sé svo óþægilegt fyrir hann og alla hina. Honum finnst eins og ég sé að kenna þeim um þetta. Æ, aumingja þið.
Í fyrsta lagi þá er þetta þeim að kenna. Þetta er ákvörðun sem að þau tóku. Í öðru lagi þá finnst mér ákvörðunin mjög ósanngjörn. Ástæðurnar fyrir ákvörðuninni byggjast á ósætti einstaklinga en ekki merkilegum rökum. Í þriðja lagi þá hef ég fullan rétt á skoðun minni og tilfinningum. Jú, jú, ég var ógeðslega fúl, en ég var ekkert að traktera fólk á mínu fúllyndi, ég hélt mér fyrir mig á meðan þetta var að ganga yfir. Ég bara varð að vera á staðnum. Svo finnst mér bara gjörsamlega fáránlegt þegar ég er fúl og reið að ég eigi að ganga um með brosandi grímu og þykjast vera eitthvað annað en ég er af því að öðru fólki finnst það óþægilegt. Og það af öllu fólkinu sem tók þessa ósanngjörnu ákvörðun sem bitnar á þeim sem síst skyldi.
Segi frá viðskiptum mínum við Og Vodafone seinna.
Í gær fékk ég staðfest það sem mér hafði verið sagt en ekki trúað. Get því miður ekki rætt það nánar. Ég reiddist mikið og þegar ég reiðist þá reyni ég að halda kjafti svo ég segi ekki eitthvað sem ég vil ekki segja og meina í rauninni ekki. Ég er ekki að segja að reiðin sé skynsamleg eða þroskuð viðbrögð, en eftir stendur samt að ég reiddist. Ég veit það sjálf að þegar einhver er reiður þá er ekki rétti tímapunkturinn að ræða við hann, sérstaklega ekki þegar maður er ekki sammála viðkomandi. Ákveðnum einstaklingi fannst hins vegar fullkomlega eðlilegt að ræða við mig um málið akkúrat á meðan þrumuskýið var blússandi yfir hausnum á mér. Var reyndar sammála mér fyrst, en svo ósammála, svo aftur sammála, svo ósammála... Í alvöru, ekki það sem mig vantar.
Svo svaf ég á þessu og reiðin pústaði út um eyrun á mér og ég bara nokkuð ánægð í morgun. Ekkert hoppandi af gleði enda varð ég fyrir miklum vonbrigðum en var öll að koma til. Þá þarf þessi einstaklingur að byrja að ræða við mig aftur. Sammála og ósammála út og suður. Svo klikkir hann út með því að það sé svo slæmt að ég sé svona ósátt, það sé svo óþægilegt fyrir hann og alla hina. Honum finnst eins og ég sé að kenna þeim um þetta. Æ, aumingja þið.
Í fyrsta lagi þá er þetta þeim að kenna. Þetta er ákvörðun sem að þau tóku. Í öðru lagi þá finnst mér ákvörðunin mjög ósanngjörn. Ástæðurnar fyrir ákvörðuninni byggjast á ósætti einstaklinga en ekki merkilegum rökum. Í þriðja lagi þá hef ég fullan rétt á skoðun minni og tilfinningum. Jú, jú, ég var ógeðslega fúl, en ég var ekkert að traktera fólk á mínu fúllyndi, ég hélt mér fyrir mig á meðan þetta var að ganga yfir. Ég bara varð að vera á staðnum. Svo finnst mér bara gjörsamlega fáránlegt þegar ég er fúl og reið að ég eigi að ganga um með brosandi grímu og þykjast vera eitthvað annað en ég er af því að öðru fólki finnst það óþægilegt. Og það af öllu fólkinu sem tók þessa ósanngjörnu ákvörðun sem bitnar á þeim sem síst skyldi.
Segi frá viðskiptum mínum við Og Vodafone seinna.
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Einhverra hluta vegna kom til tals viðgerðin á bílnum inni í bekk. (Já, ég veit. Ég kjafta bara og kjafta.) Við erum að tala um samsæri borgarinnar, bifvélavirkja og tryggingarfélaga þegar skiltið réðst á mig algjörlega óforvarandis. Ég verð enn þá reið þegar ég hugsa um það og missti mig í tímanum.* Alla vega, skiltið. Systir mín keyrir reglulega um þessi gatnamót og segir mér að margoft hafi verið keyrt á skiltið eftir að ég varð fyrir barðinu á því. Nú er svo komið að það er búið að setja algjört mini-skilti og það er samt búið að keyra á það! Ég lít þannig á að ógagnið með þessu skilti hafi verið meira en gagnið og að borgaryfirvöld eða vegagerðin eða hvaða glæpasamtök sem það voru sem settu þessa gildru hafi get það að illa grunduðu máli og/eða algjörum kvikindisskap sbr. áðurnefnt samsæri. Því hef ég hugsað mér að höfða mál á hendur þessu fólki og krefjast endurgreiðslu viðgerðarkostnaðar og svo multimilljón króna miskabóta vegna andlegs álags.
*Ýkjur eru stundum ástundaðar til áherslu.
*Ýkjur eru stundum ástundaðar til áherslu.
mánudagur, október 31, 2005
Fékk mér flensusprautu í dag þótt ég hefði ekki ætlað að gera það næstu 25 árin. lenti m.a.s. í deilum við einn gamlan besserwisser nýverið út af flensusprautum, urraði á hann og gaf honum the evil eye og allan pakkann. Svo frétti ég að þótt það séu allar líkur a að ég standi af mér flensu og allar líkur á að ég standi af mér stökkbreytta fuglaflensu þá er ekki víst að ég standist double attack. Svo ég mætti eins og aumingi á Heilsugæsluna, í þriðja skipti á örstuttum tíma, og lét sprauta mig. Sem betur fer hitti ég ekki karlinn og ætla að steinhalda kjafti um sprautuna. Sem er reyndar mjög erfitt því ég segi yfirleitt öllum allt.
Öll sveitin er komin í það að finna handa mér mann og þ.á.m. nemendur mínir. Það eru allir sammála um eitt stykki fjárbónda hér í sveit en vandamálið er að koma á hittingi. Einn nemandinn er búinn að segja honum frá mér og hann sagði að við yrðum bara að hittast. A-ha! Nú, það var búið að lýsa manninum lítillega fyrir mér og ég skimaði eftir honum á laugardagskvöldið á tjeneste-pige hlaupunum en sá engan sem passaði við lýsinguna. Komst að þeirri niðurstöðu að hann væri bara ekkert í kórnum o.þ.l. ekki á staðnum. Í dag spyr svo nemandinn hvort ég hafi ekki hitt fjárbóndann á ballinu! Hvað! Eftir að hafa skeggrætt þetta fram og til baka komumst við að þeirri niðurstöðu, ég og bekkurinn, að hann hlyti að hafa séð mig og falið sig! Það var nefnilega ekki hægt að komast hjá því að sjá mig, ég var á hlaupum og tróðst villivekk að hlaðborðinu til að fylla á. Ég er talsvert sorrí, svekkt og sár yfir þessu því þótt ég sé skass þá ber ég það nú ekki utan á mér. Og ég er ekkert líkamlega fráhrindandi, alla vega ekki eftir að ég losnaði við vírusútrotin.
sunnudagur, október 30, 2005
Langafi og langamma part II
Þetta eru foreldrar afa Ármann. Hann var ekki fæddur þegar myndin var tekin. Litla stúlkan er Hulda og drengurinn Gunnar. En eldri stúlkan er Margrét systir langafa sem ólst upp hjá þeim eftir að foreldrar þeirra létust.
Ég á eins og flestir fjögur sett af langöfum og -ömmum en mig vantar myndir þeim í móðurættina.
Þetta eru foreldrar afa Ármann. Hann var ekki fæddur þegar myndin var tekin. Litla stúlkan er Hulda og drengurinn Gunnar. En eldri stúlkan er Margrét systir langafa sem ólst upp hjá þeim eftir að foreldrar þeirra létust.
Ég á eins og flestir fjögur sett af langöfum og -ömmum en mig vantar myndir þeim í móðurættina.
Það er farið að slá svo í mig að ég stóð mig engan veginn á veiðunum í gær. Kvenfélagskonur mættu klukkan sex, sumar fyrr held ég, og við vorum að til eitt um nóttina. Ég var svo upptekin af því að koma vel fyrir í Kvenfélaginu að karlpeningurinn sat alveg á hakanum. Ég var að vísu látin vera ,,á hlaupum" þ.e. að fylla á hlaðborðið svo ég var mikið í salnum. Gat þ.a.l. gjóað augum í allar áttir. Treysti því auðvitað að ég hafi sést líka svo tilvera mín ætti nú að fara að berast um sveitir. Klukkan eitt þegar ég hefði getað farið að dansa þá var ég bara orðin ,,þreytt, slæpt með verk í baki" og vildi bara fara heim að sofa. Dansaði samt einn dans við einhleypan karlmann. Ég reyndi, ég vil að það sé fært til bókar!
Umsjónamaður Ýdala bauð mér að vera á barnum næstu helgi í afmælisveislu sem þá verður haldin. Ég þáði það vissulega.
Umsjónamaður Ýdala bauð mér að vera á barnum næstu helgi í afmælisveislu sem þá verður haldin. Ég þáði það vissulega.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...