Færslur

Sýnir færslur frá apríl 26, 2015

Illa dulin hótun um brottrekstur

Meirihluti sveitarstjórnar og sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Hálsi 28. apr. 2015 Efni: Illa dulin hótun um brottrekstur vegna vankanta sem ekki hefur verið áminnt fyrir. Á fjögurra ára fresti fer fram kosning til sveitarstjórnar. Frambjóðendur gera grein fyrir málefnum sínum og setja fram ýmis konar loforð sem þeir hyggjast standa við nái þeir meirihluta eða berjast fyrir ella. Þér náðuð áframhaldandi meirihluta í kosningunum og framlengduð samning við áður handvalinn sveitarstjóra. Fram hefur farið undanfarið tæpt ár mat á hæfi yðar til að standa við loforð yðar sem og almennri hæfni til stjórnsýslu. Eftir yfirferð gagna og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir bendir allt til að aðrir standi yður framar þegar kemur að störfum við stjórnsýslu. Skal þar tiltekið: Ógegnsæi. Ákvarðanir teknar bak við luktar dyr og íbúum og minnihluta sveitarstjórnar skammtaðar upplýsingar eftir geðþóttaákvörðunum yðar. Valdníðsla. Leysa upp nefndir því s

Slagsíðan, heilinn og kennslukannanir

Mynd
Nú stendur til að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. Það þýðir minnkaða vinnu hjá framhaldsskólakennurum landsins og líkur á uppsögnum. Til hvers munu skólameistarar horfa ef til uppsagna kemur? Við treystum tölum. Vegna þarfar okkar til að skilja heiminn þá viljum gjarnan geta sett allt undir mælistiku, skoðað það og skilið. Í flestum framhalds- og háskólum heimsins fer fram einu sinni á önn kennslumat þar sem nemendur fá tækifæri til að leggja mat á kennsluaðferðir og frammistöðu kennarans. Slíkt mat getur verið ákaflega gagnlegt. En það er ekki hafið yfir gagnrýni frekar en önnur mannanna verk. Líklega hefur kennslumat hafist upp úr 1920 í Bandaríkjunum og hefur síðan verið umdeilt .   Frekar hefur notkun þess þó aukist heldur en hitt. Þar sem líklegt má telja að skólameistarar muni, m.a., líta til kennslumats í ákvörðunum sínum þykir mér rétt að benda á gagnrýni sem slíkt kennslumat hefur hlotið. Mun ég fjalla um greinina Bias, The Brain, and Student Evaluations of