Meirihluti sveitarstjórnar og sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Hálsi 28. apr. 2015 Efni: Illa dulin hótun um brottrekstur vegna vankanta sem ekki hefur verið áminnt fyrir. Á fjögurra ára fresti fer fram kosning til sveitarstjórnar. Frambjóðendur gera grein fyrir málefnum sínum og setja fram ýmis konar loforð sem þeir hyggjast standa við nái þeir meirihluta eða berjast fyrir ella. Þér náðuð áframhaldandi meirihluta í kosningunum og framlengduð samning við áður handvalinn sveitarstjóra. Fram hefur farið undanfarið tæpt ár mat á hæfi yðar til að standa við loforð yðar sem og almennri hæfni til stjórnsýslu. Eftir yfirferð gagna og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir bendir allt til að aðrir standi yður framar þegar kemur að störfum við stjórnsýslu. Skal þar tiltekið: Ógegnsæi. Ákvarðanir teknar bak við luktar dyr og íbúum og minnihluta sveitarstjórnar skammtaðar upplýsingar eftir geðþóttaákvörðunum yðar. Valdníðsla. Leysa upp nefndir því s
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.