Í gær hringdi ungt fólk á vegum Félagsvísindastofnunar í íbúa Þingeyjarsveitar og lagði fyrir þá fjórar spurningar. Staðarmiðillinn okkar brást ókvæða við og birti undir miðnætti fréttina; Ótrúleg könnun. Fyrst er nefnt að fólk hafi verið spurt að því hvort það byggi á skólasvæði Þingeyjarskóla. Helst er gagnrýnt að spurning 2 hafi aðeins snúist um hvort starfrækja ætti Þingeyjarskóla á einni eða tveimur starfsstöðvum en ekki hvar sú starfsstöð ætti að vera. Þá er gagnrýnt að svo litlu hafi munað á spurningunum tveimur um ljósleiðarann að það hafi engu breytt. Beinist þessi gagnrýni fyrst og fremst að vinnubrögðum Félagsvísindastofnunar. 1. Það er grundvallaratriði í svona skoðanakönnunum að þær séu ópersónugreinanlegar. Þar sem búið var að gefa það út að skoðanir sumra giltu meira en skoðanir annarra þá var þetta það fyrsta sem ég spurði unga manninn um. Ef könnunin hefði verið persónugreinanleg þá hefði ég sent kæru til Persónuverndar. En hún er ekki persónugreinanleg. Eina
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.