Færslur

Sýnir færslur frá október 4, 2015

"Með hverjum viltu ekki vinna?"

Mynd
Það er alltaf vont þegar þarf að segja upp fólki og eðlilegt að gera þá kröfu að til slíks sé vandað. Sérstaklega í fámennu sveitarfélagi þar sem atvinna hvað þá sérhæfð er ekki á hverju strái. Í vor þurfti að segja upp kennurum og stjórnendum við Þingeyjarskóla í Þingeyjarsveit. Til þessara uppsagna kom vegna sameiningar Þingeyjarskóla í eitt hús en hann hafði verið rekinn á tveimur starfsstöðvum frá 2012.   Samfélagið er smátt og nánast allir þekkja alla. Eðlilegast hefði verið (að mínu mati, um þetta má deila) að segja öllum upp og auglýsa svo þær stöður sem ætla mætti að þyrfti við eins-húss-skóla. Til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram að ég hefði ekki sótt um, ég get illa hugsað mér að vinna hjá Þingeyjarsveit eins og sakir standa. En með því að auglýsa stöður þá hefðu fleiri getað sótt um og eðlileg (og tímabær) endurnýjun hefði getað átt sér stað. Ákveðið var að fara ekki þessa leið heldur segja upp skólastjóranum umfram lagaskyldu og ráða nýjan. Þrátt fy

Leikur að tölum - framhald.

Mynd
Ég ákvað að skoða aðeins betur þessar tölur um starfslokasamningana og setja inn í sniðmát. Ef það er rétt hjá mér (svona sirka) að hver kennari kosti um 420 þús. á mánuði þá myndi hann vera að fá brúttó 321.249,-. Það er undir kjarasamningum. Á vef KÍ er launareiknivél og þegar ég set inn í hana e.k. meðaltal af kennurunum þremur þá kemur þetta út. Hver kennari ætti því, að meðaltali að vera með um 400 þús. brúttó. Það þýðir að heildarkostnaður sveitarfélagsins er ca. 511 þús. á mánuði vegna hvers kennara. Set BHM sem stéttarfélag þar sem KÍ er ekki í boði og stutt orlof.   Sé miðað við að laun skólastjórnenda séu 600 þús. eins og gert var í fyrri færslu þá væru brúttólaunin tæp 460 þús. Ég leyfi mér að álykta að þetta standist ekki. Skv. opinberum gögnum var skólastjórinn fyrrverandi með 683.042 á mánuði á síðasta ári. Ef við miðum við þá tölu þá er kostnaður vegna skólastjórans á mánuði á starfslokatímabilinu 893.006. (Kannski eru aðrar tekjur inni í þe