Færslur

Sýnir færslur frá júní 2, 2024

Nokkrar færslur um framboð.

Mynd
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeirri rosalegu frekju og tilætlunarsemi Katrínar Jakobsdóttur að ætla sér að fara beint úr stól forsætisráðherra í forsetastólinn þá finn ég mig til knúna að leggja orð í belg. Katrín talaði um það opinberlega að hún hafi verið búin að ákveða að hætta í stjórnmálum fyrir næsta kjörtímabil. Kannski talaði hún ekki um það opinberlega fyrr en í forsetaframboðinu en og nú ætla ég bara að segja það beint því það mun koma fram, við erum frænkur og hún var búin að tala um þetta við sína nánustu. Þannig að nei, ég er ekki hlutlaus. Ég veit alveg nákvæmlega hvaðan Katrín kemur. Katrín sagði líka opinberlega að hún hefði hvatt Guðna Th. til að sitja eitt kjörtímabil til. Það hefði nefnilega verið fullkomin tímasetning. Katrín hefði hætt fyrir næstu þingkosningar sem eru 2025. Þá hefði hún haft þrjú ár til hvíldar og stjórnmálaöldurnar hefði lægt og hún h