Færslur

Sýnir færslur frá október 10, 2021

Algildur og skilyrðislaus réttur

Mynd
 Núna um helgina hefur fólk farið hamförum vegna meintra svika og hnífa- og/eða sveðjustungna Birgis Þórarinssonar gagnvart stuðnings- og flokksfólki Miðflokksins. Þegar bent er á að annað eins hefur nú gerst þá er það allt annað mál. Helst vegna þess að þeir flokksflakkarar fóru á miðju kjörtímabili eða flokkurinn þeirra "sveik" málstaðinn. Við það fólk sem slíku heldur fram er aðeins eitt að segja: Þið eruð hræsnarar. 48. grein Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er svohljóðandi:   48. gr.  Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.  …  1) Það er enginn fyrirvari settur um tíma, meint svik flokksins né neitt annað. Alþingismenn eru aðeins og eingöngu bundnir eigin sannfæringu. Engu öðru. Engum tímaskilyrðum, engum siðareglum, engu nema eigin sannfæringu. Ef sannfæring þeirra er sú að þeirra hag sé betur borgið í öðrum flokki þá dugir það. Hafi sannfæring þeirra sagt þeim það fyrir kosningar þá skiptir það engu máli.