Færslur

Sýnir færslur frá september 21, 2014

Hægar og hljóðar en gagngerar breytingar

Mynd
http://www.ljosmyndakeppni.is/ Í flestum framhaldsskólum landsins er nú verið að ræða, ef ekki ákveða, að stytta nám til stúdentsprófs. Hvernig á því stendur er hins vegar óljóst Engin lagasetning frá Alþingi, nema aukið svigrúm í nýjustu lögunum , engin sérstök umræða, ekkert samráð, bara skilaboð frá menntamálaráðherra. Menntamálaráðuneytið hefur ekki sent stjórnendum framhaldsskólanna bein fyrirmæli um styttingu námsins, en ráðuneytið staðfestir að styttingin hafi verið rædd á fundum með skólameisturum, auk þess sem vilji stjórnvalda komi fram í námskrá, Hvítbók menntamálaráðherra og fjárlögum næsta árs. ruv.is Nú hefur þessi umræða verið í gangi í u.þ.b. 10 ár. Ef það eitt að umræða sé í gangi langtímum saman án niðurstöðu nægir til breytinga þá ættum við að vera löngu gengin í ESB og búin að sameina skóla í Þingeyjarsveit. Svo er þó ekki. Enda þykir almennt viðkunnanlegra að fólk ræði sig að einhverri niðurstöðu og jafnvel að einhver meirihluti sé sæmilega sátt