,,Ja, nú er það svart, maður," sagði karlinn þegar hann leit út um gluggann. ,,Allt orðið hvítt." Það er svo sem vel við hæfi því ég var loksins að setja inn jólamyndirnar á Flickr síðuna mína og get þ.a.l. sagt söguna af nýjustu kattameðlimum fjölskyldunnar. Litla systir mín er mikil hestakona og var á ferðalagi að skoða hross úti í sveitum. Á bæ einum er lítill kettlingur sem býr úti í fjósi ásamt mömmu sinni og henni er boðinn en hún stenst það. Þegar hún og ferðafélagar eru að fara þá sér hún mömmuna og heyrir að það sé álitið að hún sé aftur orðin kettlingafull enda tveir högnar búsettir á staðnum. Þá brestur hjartað í litlu systur og hún og hún segist taka kettlingin ef hún fái mömmuna líka og verður svo. Þar sem mjög ákveðin valdabarátta ríkir á milli katta heimilisins þá olli viðbótin talsverðu uppnámi og endaði með að nýbúarnir voru lokaðir inni á herbergi. Enda mamman í viðkvæmu ástandi. Svo leið og beið en ekkert bólaði á kettlingunum. Á meðan höfðu kettlingurinn
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.