Árið 1984 gekk skáldasaga George Orwell 1984 í endurnýjun lífdaga, að sjálfsögðu. Framleidd var bíómynd þar sem John Hurt lék Winston. 1984 var ég táningur og sá auðvitað myndina, líklega vegna þess að framleiðendur fengu Eurythmics til að sjá um tónlistina þótt sú yrði ekki lokaniðurstaða. Myndin var dökk og drungaleg og var var mjög ánægð að búa ekki í svona samfélagi og að Orwell skyldi skjátlast í framtíðarsýn sinni.. Í stuttu máli þá gerist 1984 í framtíðarsamfélagi þar sem Stóri bróðir og Flokkurinn, ræður öllu og stjórnar. Alls staðar hangir uppi svokallað víðvarp sem er skjár sem bæði sendir stöðugt út og fylgist með fólki. Hægt er að lækka í víðvarpinu en ekki alveg og aldrei er hægt að slökkva á því. Slagorð Flokksins eru: Stríð er friður / Ánauð er máttur / Fáfræði er styrkur Líður svo tíminn eins og hann hefur tilhneigingu til og haustmorgun einn 2016 sit ég í eldhúsinu mínu að borða hafragrautinn og skruna fréttir þegar ég sé að Donald Tru
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.