Fór í fyrsta tímann í kvöld af þremur um Sögu kirkjunnar og Da Vinci lykilinn hjá leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Það var fullt út að dyrum, Da Vinci lykillinn greinilega algjör bóla. Nú, það lá náttúrulega ljóst fyrir að námsskeið á vegum þjóðkirkjunnar sem prestur kennir myndi reyna að leiðrétta hlut kirkjunnar. Ég er þarna til að láta vísa mér veginn í heimildirnar því ég veit ekki hvar ég á að léita. Hins vegar verð ég að segja eins og er að mér fannst presturinn full-hlutdrægur. Fyrsti tíminn fór sem sagt í að staðfesta það að Jesús var ekki giftur. Bara svo það sé alveg á hreinu. Þarf væntanlega ekki að taka fram að fyrst hann var sko bara alls ekki og engan veginn giftur þá gat hann ekki hafa sett stofnun kirkjunnar í hendur konu. Hjúkk itt strákar, þarna rétt sluppum við með skrekkinn. Ég hef samt athugasemdir við rökfærsluna.
Það eru engar heimildir um það að Jesús hafi verið giftur eða hafi átt börn. Ókey, ættum við að skoða fjölmiðla, bækur, heimildir í dag. Er mikið talað