Færslur

Sýnir færslur frá apríl 27, 2014

Vor í sveitinni

Mynd
Það er loksins að vora í sveitinni og lömbin farin að líta heiminn. Við mæðginin fórum út með myndavélina. Eldri drengurinn telur sig vera ljósmyndarann svo hann tók nánast allar myndirnar. Þ.a.l. get ég kennt honum alfarið um að þær eru ekki í fókus ;) Ærin var ekki ánægð með athyglina. Hundarnir komu auðvitað með í göngutúrinn. Snúlli og Snati. Litli gæinn er fæddur bóndi. Hann vill gjarna leggja hönd á plóginn. Vildi gjarna fara með frænda að dreifa skít. ,,Ætli hann ráði við þetta án mín?"

Stefnur og straumar, stefnuleysi og kyrrstaða. Should I stay or should I go...

Mynd
Stundum lendir kona í vandræðum. Ekki einhverjum skemmtilegum kynlífsskandölum heldur hundleiðinlegum og nauðaómerkilegum hversdagsvandræðum. Núna veit ég t.d. ekkert hvað ég á að kjósa í sveitarstjórnarkosningum í vor. Ég er kona sem hefur staðið á því fastar en fótunum að það verði að nýta sér kosningaréttinn, lýðræðið sé ekki sjálfgefið og því verði ekki viðhaldið nema það sé ástundað. Og nú langar mig ekki til að kjósa neitt. Til að bæta gráu ofan á svart þá líst mér ágætlega á stefnu óvinarins. Listans sem ég hefði getað svarið fyrir nokkru síðan að ég myndi aldrei kjósa. And suddenly, hell froze over. Hvernig stendur nú eiginlega á því að ég er komin á þennan stað? Hvaða bitru vindar hafa borið mig hingað? Hvers á ég eiginlega að gjalda? Það er mjög einfalt. Mínum persónulegu hagsmunum er betur borgið undir stjórn óvinarins. Hversu kaldhæðið er það? Please, allow me to explain. Af persónulegum ástæðum (en nokkuð þekktum) lét ég börnin mín skipta um skóla. Þau

Tvær fræðilegar spurningar

Mig langar að setja hér upp ímyndað dæmi og varpa fram tveimur spurningum í kjölfarið. Takið eftir að dæmið er ímyndað og hefur engin tengsl við raunveruleikann. Gefum okkur að til sé fjöldi hluthafa sem eiga nokkur fyrirtæki og hafa myndað stjórn til að stjórna fyrirtækjunum. Stjórnin ákveður að sameina tvö fyrirtækjanna.* Forstjórinn og annar framkvæmdastjórinn eru endurráðnir og svo er ráðinn nýr framkvæmdastjóri. Það vill þannig til að nýi framkvæmdastjórinn á einnig sæti í stjórn hlutahafafélagsins. Reynir nú á rekstur nýja fyrirtækisins í einhvern tíma, gefum okkur svona tvö ár. Reksturinn gengur illa. Það er enginn hagnaður af rekstrinum, neytendur þjónustunnar eru óánægðir og starfsfólk nýja fyrirtækisins er óánægt. Kemur þá að fræðilegu spurningunum tveimur: 1) Bera stjórnendur fyrirtækisins enga ábyrgð á þessu ástandi? 2) Þegar rætt er ástand fyrirtækisins í hluthafastjórninni á þá nýi framkvæmdastjórinn að sitja eða víkja?** *Það má vel vera að sameining fyrirtæk