,,Fólk flytur af landsbyggðinni vegna þess að þar er enga vinnu að fá." Þetta er fullyrðingin sem eftir er unnið. Þ.a.l. er mjög rökrétt að ætla að ef atvinna er sköpuð á svæðinu þá komi fólkið. Við þurfum í rauninni ekkert að fabúlera um það, við erum með raunverulegt dæmi á Austfjörðum sem við getum skoðað. Skv. fullyrðingunni ætti allt að vera í bullandi blóma og uppbyggingu á Austfjörðum því þar er nú kominn stór vinnustaður. Það er hins vegar ekki raunin. Það vantar enn fólk í álverið, íbúðir seljast ekki og ekkert blómstrandi menningarlíf. Á Húsavík hafa undanfarin ár verið u.þ.b. 200 verkamenn á staðnum. Þeir voru 136 í júlí og fer fækkandi vegna lágs gengis krónunnar. Fyrirtæki á staðnum ná ekki að manna stöður og sláturhúsið sér ekki fram á að fá mannskap í haust. Það vantar sem sagt ekki vinnu á Húsavík. Hvað á álverið þá að leysa? Af hverju ætti fólk frekar að vilja vinna í álveri á Húsavík frekar en öðrum fyrirtækjum á Húsavík? Af hverju ætti fólk frekar að vilja vinna
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.