Jólin, skv. nútíma túlkun og skilningi, ganga út á að fagna fæðingu frelsarans. Þetta eitt og sér er auðvitað mjög karllægt, karlímyndin Guð gefur mannfólkinu sinn eingetna son því til bjargar. Hins vegar hef ég alltaf litið á Jesú sem fyrsta femíníska kommúnistann svo, og ekki segja vinstri sinnuðum vinum mínum það, ég er alveg sátt við þetta Jesúdæmi allt saman. Það hefði lítið þýtt að senda hina eingetnu dóttur á þessum tíma. Jólunum fylgja aðrir karlar sem okkur þykja bæði skrítnir og skemmtilegir, nefnilega sjálfir jólasveinarnir. Sjálf hef ég lagt þeim lið undanfarið að læðast inn á heimilið og lauma gjöfum í skó barnanna. Einhverra hluta vegna finnst okkur fullkomlega eðlilegt að ala það upp í börnum okkar að skrítnir karlar séu ægilega skemmtilegir og hið besta mál að þeir séu að læðupokast inni á heimilunum á meðan aðrir sofa. Það eru ekki bara jólasveinarnir. Nýverið sátum við mæðginin og horfðum á Kalla á þakinu . Þar á lítill drengur vin sem er frekar ókurtei
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.