Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 21, 2016

Aldrei nóg af bókasöfnum.

Mynd
Það er ýmislegt sem vantar í dreifbýlið, verslanir og þjónustu. En eitt af því sem vantar alveg örugglega ekki eru bókasöfn. Mér reiknast til að nú séu þrjú bókasöfn starfrækt í Þingeyjarsveit. Tiltölulega nýlega búið að sameina þrjú bókasöfn í Stórutjarnaskóla svo þeim hefur þó heldur fækkað. Ekki veit ég af hverju það þarf öll þessi bókasöfn, svona miðað við að við náum ekki þúsund hræðum. Þetta er kannski gamall baðstofusiður sem heldur velli í sveitinni.  Kannski er eitthvað brjálað félagslíf í kringum bókasöfnin, allt bara hot and happening, ég veit það ekki. Anyways... Fyrir stuttu var Bókasafn Aðaldæla flutt með pompi og prakt úr kjallara Ýdala og yfir í skólahúsið. Það hefur nú væntanlega kostað eitthvað. Er kannski inni í 60 milljónunum sem fóru í viðhaldið í fyrra. Það er svo sem allt í lagi, það er algengt að halda úti skólabókasöfnum þótt ég sjái ekki að það sé skylda. En svo ég komi mér nú að þessu. Eins og fólk kannski rámar í þá voru sameinaðir tveir skólar