Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 2, 2014

Látum helvítin neita því

Þessi frasi: „Let them deny it“ eða „Let the bastards deny it“ er kenndur bæði við Nixon og Johnson fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Merking frasanna, látum þá neita því eða látum helvítin neita því er sú að setja fram einhverja algjöra ósvinnu og láta andstæðinginn eyða tíma, orku og trúverðugleika í að neita því. Þá er líka búið að strá fræinu, þar sem er reykur þar er eldur. Ég mundi eftir þessum frasa nýverið þegar ég las grein Ara Teitssonar Menntaþankar á 641.is . Ari fjallar þar um hin endalausu skólasameiningarmál sveitarfélagsins og setur fram þessa ótrúlega ósmekklegu fullyrðingu: Á nýafstöðnum sveitarfundi í Ýdölum voru lagðar fram þrjár skýrslur varðandi skólamál sveitarfélagsins og þar komu fram ýmsar athygliverðar upplýsingar.(Skýrslurnar má finna á heimasíðu Þingeyjarsveitar). Af skýrslu Haraldar Líndal má ætla að ekki sé gætt nægs aðhalds í rekstri Þingeyjarskóla og árlega megi spara þar mikla fjármuni án breytinga á staðsetningu skólastarfs. Ekki voru birta

Stærsta barnið á heimilinu

Mynd
Fyrir mörgum árum síðan heyrði ég móður mína ræða það við einhverja vinkonu sína að pabbi minn væri stærsta barnið á heimilinu. Ég hef væntanlega verið á forgelgjunni (pre-teen) því á þessum tímapunkti tók ég öllum hlutum bókstaflega. Eflaust hefur mamma mín verið að fíflast (ég alla vega vona það) en pabbi minn setti alveg ótrúlega niður þegar ég heyrði þetta. Ég sá hann ekki í réttu ljósi í talsverðan tíma.  Ég hef heyrt þessa fullyrðingu síðan en blessunarlega sjaldnar og sjaldnar. Það er allt rangt við þessa fullyrðingu. En samt lýsir hún svo nákvæmlega tvískinnungnum sem við höfum búið við. Því var þannig farið á mínu heimili að pabbi vann úti en mamma heima við. Pabbi fór frakkaklæddur í vinnuna með vindil og skjalatösku. Hann „skaffaði“ og sá um flest utan heimilis. Að þessi fullorðni, ábyrgðarfulli maður sem fór út í heiminn á hverjum degi væri krakki var eitthvað sem gekk ekki upp í höfðinu á mér. Að heyra svo fleiri konur segja þetta um aðra menn var eiginlega