Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 28, 2016

Tæknifrúin: PDF skjöl

Mynd
Við kennarar þekkjum það vel að ljósrita greinar eða aðra texta fyrir nemendur. Iðulega er svartur rammi í kringum skjalið og blekeyðslan skelfileg þegar stór bunki er ljósritaður. Nú í seinni tíð skönnum við textann inn og deilum með nemendum á netinu og komum þannig í veg fyrir pappírs- og blekeyðslu. Hins vegar eru skjölin stundum skökk og jafnvel á hliðinni þegar skannað er upp úr A5 skjölum. Það er hægt að snúa skjalinu (hægrismella, rotate) í tölvunni en það er erfitt að vista það þannig, alla vega í ókeypis Acrobat reader. Mér leiddist þetta óskaplega og eins og alltaf var til lausn á netinu. Ég prófaði ýmislegt en það forrit sem ég er ánægðust með heitir PDFescape . Á þessari síðu hleð ég inn skjalinu og svo get ég snúið síðunum, rétt þær af, hvíttað yfir svarta rammann og/eða verkefni sem ég tel óþörf í það skiptið. Svo vista ég skjalið og hleð því niður. Ef ég vil sameina PDF skjöl eða "splitta" þeim þá þarf ég að nota annað forrit. Yfirleitt leita ég bara