Við vitum að ríkisvaldið vill skera niður ódýra menntun fyrir almenning og hefur lengi viljað. Þrátt fyrir yfirlýsingar um annað þá snýst þetta um meintan sparnað. Það sést best á nýjasta fjárlagafrumvarpinu þar sem fólki eldra en 25 ára er meinaður aðgangur í framhaldsskóla landsins. Því er beint að símenntunarmiðstöðvum sem bjóða ekki upp á stúdentspróf og námið kostar meira. Það er hægt að klæða slíkar aðgerðir í ýmsa búninga en hin strípaða staðreynd er að taki þetta gildi er verið að afnema jafnrétti til náms. Þá sækir menntamálaráðherra það afar stíft að framhaldsskólar breyti námsbrautum sínum og útskrifi stúdenta á þremur árum. Félag kennara við Menntaskólann í Reykjavík hefur sent frá sér tilkynningu varðandi þessar fyrirætlanir og bendir á að: ... nú þegar eigi íslenskir nýstúdentar í erfiðleikum með að fá nám sitt metið sem fullnægjandi undanfara háskólanáms erlendis og mótmælir því að nú eigi að gera samanburð við það sem gengur og gerist á Vesturlöndum enn erfiðar
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.