Færslur

Sýnir færslur frá október 12, 2014

Hvar er KÍ?

Mynd
Við vitum að ríkisvaldið vill skera niður ódýra menntun fyrir almenning og hefur lengi viljað. Þrátt fyrir yfirlýsingar um annað þá snýst þetta um meintan sparnað. Það sést best á nýjasta fjárlagafrumvarpinu þar sem fólki eldra en 25 ára er meinaður aðgangur í framhaldsskóla landsins. Því er beint að símenntunarmiðstöðvum sem bjóða ekki upp á stúdentspróf og námið kostar meira. Það er hægt að klæða slíkar aðgerðir í ýmsa búninga en hin strípaða staðreynd er að taki þetta gildi er verið að afnema jafnrétti til náms. Þá sækir menntamálaráðherra það afar stíft að framhaldsskólar breyti námsbrautum sínum og útskrifi stúdenta á þremur árum. Félag kennara við Menntaskólann í Reykjavík hefur sent frá sér tilkynningu varðandi þessar fyrirætlanir og bendir á að: ... nú þegar eigi íslenskir nýstúdentar í erfiðleikum með að fá nám sitt metið sem fullnægjandi undanfara háskólanáms erlendis og mótmælir því að nú eigi að gera samanburð við það sem gengur og gerist á Vesturlöndum enn erfiðar

Óhæfi pabbinn á Bergþórshvoli

Mynd
Njála er stórfenglega saga. Ég er að kenna hana í annað skipti núna í vetur og hún dýpkar og víkkar eftir því sem ég les hana oftar. Skarphéðinn Njálsson hefur alltaf verið minn maður. Vegna hreinnar tilfinningasemi þar sem hann var uppáhalds hjá afa. Afi og amma voru með þessa mynd uppi á vegg hjá sér eins langt og ég man. Flottastur. Eini bletturinn sem fallið hefur á Skarphéðinn er að hann skyldi trúa Merði Valgarðssyni og drepa Höskuld fóstbróður sinn. Mér til halds og trausts við kennsluna hef ég haft Lykilinn að Njálu eftir Kristján Jóhann Jónsson og hún hefur aldeilis komið með nýja vinkla. Í Noregi ríkti óðalsréttur, þ.e. elsti sonur erfði bú og jörð en yngri synirnir urðu að láta sig frá að hverfa. Þess vegna lögðu þeir undir sig ný lönd m.a. Ísland. Meirihluti landnámsmanna kom frá Noregi svo það er erfitt að ímynda sér að einhver önnur hefð hafi skapast hér á landi en að elsti sonurinn ætti að taka við. Ég þori nú varla að nefna orðið feðraveldi en það er

Að afreka eitthvað í lífinu

Mynd
Þessi brandari var á Fésbókinni í dag. Mér fannst hann óheyrilega fyndinn enda með snert af skepnuskap í sálarflækjunum. Fékk mig samt til að hugsa. Ekki eitthvað nýtt og júník heldur svona viðvarandi hugsun sem skýtur annað slagið upp kollinum. Svona re-run thought. Þannig er mál með vexti að ég eldist með hverjum degi sem líður, sem þýðir líka að styttist í annan endann. Stundum hættir hugsunin þarna og ég verð miður mín og þarf að fá mér súkkulaði en ekki alltaf. Stundum heldur hún áfram. En svo ég komi mér nú að þessu þá er ég komin að þeim tímapunkti í lífi mínu að ég hef verið lengur á jörðinni en J-oðin, Kurt og Amy. Ég hef verið lengur á yfirborði jarðar en Jesú, Byron lávarður, John Lennon og Elvis Presley. Og hvað hef ég afrekað í lífinu? Eiginlega bara ekki neitt. Núna myndu margir vilja staldra við og nefna börnin. Og vissulega eru þau afrek út af fyrir sig. Þau eru alveg tvímælalaust hamingja mín og tilgangur tilveru minnar en þið vitið... Það eru ofsalega mikið af f